Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 14
74 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \ um við okkur eigi aðeins hlaegilega með því að taka þátt í þessum skripa- leik, og létum fara með okkur eins og við værum óbótamenn? Nei, við mótmæltum ekki, og við gerðum ekkert. Og einhver ónotaleg hjartþrengsli tóku að sækja á okkur eftir því sem á leið. Við vissum að líf okkur hengu á veikum þræði og allt var undir því komið hvað hinir góðu andar mundu segja særinga- manninum. Við sátum þarna í hring umhverfis Ikjuarjuk. Hann var ósköp hátíðlegur á svip og ljúfmannlegur, ef einhver yrti á hann. Það var auðséð að hann vissi hver ábyrgð hvíldi á sér, enda var þetta líklega í eina skifti á æv- inni að honum hlotnaðist sá heiður að leita hjálpar hjá öndum sínum vegna hvítar manna. Og nú var hann tilbúinn. Á mitt gólf var breitt skinn og á það lagði hann hægri handar glófa sinn. Steinþegjandi tók hann svo í hendur á öllum, rétti konunum vinstri höndina en karlmönnunum þá hægri. Hendur sofandi barna voru jafnvel teygðar fram svo að hann gæti tekið í þær. Á þennan hátt kvaddi hann vini sína hér á jörð, því að nú var hann að yfirgefa þá. Hann var nú reiðubúinn að leggja upp í hi.ia löngu ferð til þess að hitta hjálpar- anda sína. Svo kraup hann á kné á skinninu, vafði særingabeltinu um endann á særingastafnum, stuttum og sívolum staut, og dró glófa á vinstri hönd sér. Enginn mælti orð af vör- um og Ikjuarjuk var nú sjálfur orð- inn mjög alvarlegur. Á honum hafði orðið gjörbreyting, hann var ekki lengur veiðimaður, heldur særinga- maður, sem allir litu upp til með aðdóun. Hann greip nú stautinn, stakk vafða endanum niður á glófann, sem lá á skinninu og breiddi svo rauðan dúk yfir. Svo hóf hann að þæfa glófann með stautnum. Hreyfingamar voru fyi’St snöggar, en það var auðséð að stauturinn varð æ þyngri í vöfunum, því að hreyfingamar urðu hægari og hægari, og mátti þó sjá að hann tók á af öllum kröftum. Okkur þótti undarlegt að enginn skyldi segja neitt, ekki einu sinni særingamaðurinn sjálfur. Einstaka sinnum hrópaði einhver: Adilo! Adilo! (hraðara, hraðara). Annars var alger þögn. Og skyndilega vgr sær- ingunum lokið, án þess að við gætum gert okkur grein fyrir að nokkuð hefði skeð. En allir andvörpuðu léttilega og svo stóð orðabuna af vörum Ikjuar- juks. Þrátt fyrir ítrekaðar eftirgrenslanir tókst okkur ekki að komast að því hvað andarnir höfðu sagt honum. En hann hafði séð við þessu, og kvaðst hafa spurt andana hvernig hann ætti að fara að, ef við skildum ekki. Þá höfðu andamir verið svo elskulegir að segja, að það gerði ekkert til. Við skyldum ekki gera neitt fyrr en við findum menn, sem gætu skilið orð- sendingu sína. Annað skeði ekki. Meðan á þessu stóð hafði verið hitað vatn og nú var öllum boðið te og hert hreindýrakjöt, Klukkan var orð- in 4 um morguninn er við komumst MAÐIIR hét Einar og bjó að Fagurey í Breiðafirði. Hann átti marga sonu. Einn hét Páll, þá Bjarni, þá Guðmundur, þá Einar, þá Jón. Allir voru þeir efnilegir snemma og góðir drengir. Þó var Páll umfram bræður sína að miklum höfðingskap og at- burðum. Páll dmkknaði með bræðrum sínum í Dritvík, en Bjarni lifði þeim lengur, giftist og bjó í Hrísum í Helga- fellssveit. Þaðan fluttist hann að Vatnabúðum í Eyrarsveit. Hann var formaður góður og smiður. Kona hans hét Ingibjörg dóttir Jóns Steinólfs- sonar að Skoreyum; hennar bróðir Helgi borgari á Gmndarfirði. Bjarni bjó að Vatnabúðum og mun það hafa verið hér um bil 16 árum eftir síðastliðin aldamót (1816). Þá reri Bjami til fiskjar einn dag í viku þeirri, sem næst er jólaföstu. En að heiman er mjög langt róið, og hét fiskimiðið Steinsslóð, norðan til við Selsker. En er komið var sem viku frá landi, sáum vér nokkra sjón, sem vér stefnd- um nærri, og gátum vér að líta tvo menn á báti, og komum vér svo nærri, I rúmið. Þá var sól komin á loft, létt ský svifu yfir sléttunni, fuglamir voru vaknaðir og sungu okkur í svefn. Tveimur dögum seinna fengum við lausn á þessari ráðgátu. Andarnir höfðu sagt Ikjuarjuk að ill forlög vofðu yíir okkur, vegna þess að við hefð- um komið með selskinnsstígvél hingað inn í land hreindýranna. Og ef við vildum komast hjá því að deya bráð- lega, þá yrði móðir mín að bera stígvél mín á bakinu alltaf, og Birket-Smith yrði að láta komnu sína gera hið sama. Nú var snjórinn að mestu horfinn og landið var ein hræðileg aurbleyta. Við verðum að þurrka skinnklæði okk- ar í sólskininu, og við verðum sjálfir að gera við þau, því að engin kona má snerta á selskinni. Það er strang- lega bannað — selskinn er hér tabu. að vér gjörla sjá mættum. Vér vorum á áttæringi, og vorum 8 manns þar á. Því næst sáum vér að þetta var bát- ur með tveimur mönnum og stóð ann- ar í barka, fyrir framan þóftu, en hinn var að baki hans í aftara rúmi og horfði á bak honum. Þessir voru á meðalmanns vexti, berhöfðaðir með hvítt um hóls, og náði það ofan eftir brjóstinu. Höndum stungu þeir á mjaðmir og sá gegnum undir hand- leggi. Kuflum voru þeir klæddir yzt fata, móleitum, ofan fyrir mitti. Lengra sáum vér ekki, því neðri part þeirra líkama huldi báturinn. Litið hár var á höfðum þeirta og náði um mitt enni að framan. Andlits farfi þeirra var hvítbleikur. Skegg var á kinnvöngum, hvítar tennur í munni. Augu sáum vér eklii blika og horfðu þeir beint fram. Hrukkur voru nokkrar á efrivör en tenr.ur þær sem voru í efra gómi, voru breiðar og nokkuð stærri hinum. Hvorki gáðu þeir til hægri né vinstri liliðar. Báturinn var að sjá sem nokkuð lík- ur norsku lagi að byggingu. Hann var Saga um sjón í Breiðafirði % (SKRIFUÐ eftir handr. í 8 bl. broti með snarhönd. Sagan er hér fyllri en í „Sjóðnum“ bls. 280—282. Sighv. Gr. Borgfirðingur í „Am- lóða“. Sagan er prentuð í þjóðsögum Ólafs Davíðssonar, en nokkuð öðru vísi. Sögumaður hér er Jón Jónsson kallaður skrifari, einn af hásetum Bjarna). y

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.