Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Side 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 239 til þess, að djúp missættis, kulda, misskilnings, haturs, sem myndast milli manna, verði brúuð að nýju. Hann segir, að hver, sem sýni öðr- um fullan, einlægan trúnað, fái alltaf goldið í sömu mynt aftur. Opinskáa einlægni og hart sjálf- dæmi fái enginn óvinur staðizt. Hann telur það hafa valdið mestu byltingunni í lífi sínu, þegar hann reyndi þessa aðferð. Með því að kannast við sök sína, brest eða brot, fyrir öðrum, gerir maður tvennt: Styrkir sjálfan sig í því áformi að hverfa að fullu frá villu sinni, og hjálpar hinum til þess að taka rétta ákvörðun. Þetta er gamall og gildur, kristinn sál- gæzluvísdómur. Siðgæðiskröfur kristindómsins dregur Buchman saman í fjögur meginboð: Fullkomin einlægni (heiðarleiki), hreinleiki, óeigin- girni, kærleiki. í ljósi þessara boða skyldi maður skoða líf sitt sí og æ og keppa eftir því að gera þau að veruleika í breytni sinni. Til þess að það megi takast er nauðsynlegt að hlusta gaumgæfi- lega eftir rödd Guðs í samvizkunni og hlýða henni skilyrðislaust. Þetta er kvikan í kenningu Buchmans. Hann og fylgismenn hans hafa ó- bilugt traust á handleiðslu Guðs, ef hlustað sé eftir raust hans og farið eftir bendingum hans. í þessu skyni leggja þeir ríka áherzlu á að hafa „hljóða stund“, einkum á morgnana. Hér er ekki um neina nýlundu að ræða. Hallgrímur segir: Árla dags alla morgna við orð Guðs haltu ráð. Jesús fór árla á fætur, löngu fyrir dögun, og gekk út og fór á óbyggðan stað og baðst þar fyrir (Mark. 1, 35). Og ennþá, mörgum öldum, fyrr, sagði spámaðurinn: Drottinn vekur á hverjum morgni eyra mitt, svo að óg taki eftir »ins Frank Buchman. og lærisveinar gjöra (Jes. 51, 4). Bæn er ekki aðeins það að tala við Guð, heldur og að láta Guð tala. Buchman og hans menn vilja, að menn riti það hjá sér, sem í hug- ann kemur á hljóðum stundum. Bæði sé það nauðsynlegt til þess að manni gleymist ekki það, sem samvizkan segir, þegar menn skoða huga sinn, og til þess að kynnast sjálfum sér. Þá hefur það verið einkenni þess- arar hreyfingar frá byrjun, að menn halda hóp, nokkrir saman, hittast iðulega, helzt dag hvem, bera saman bækur sínar, opna hug sinn hver fyrir öðrum og taka á- kvarðanir. Því var hún kölluð „hóp-hreyfing“, Group Movement, framan af. III. Næstu árin fyrir síðustu styrjöld fór hreyfing Buchmans víða og náði talsverðum tökum, ekki sízt á Norðurlöndum, sérstaklega með- al listamanna og menntamanna. Hún sætti að sjálfsögðu andmælum og gagnrýni úr ýmsum áttum, bæði af hálfu trúmanna og vantrúaðra, rökstuddum eða rakalitlum, ems og gengur. En hún hjálpaði mörgum tll þess að öðlast jákvætt lífsvið- horf og finna bæran andlegan grundvöll. Og auk þess, sem hún bjargaði þannig ýmsum, sem voru á ílæðiskeri í andlegum efnum, varð hún mörgum trúuðum mönn- um örvun og vakning. Þegar blikumar undir heims- styrjöldina tóku að sortna, vaknaði sú sannfæring með Buchman, að almenn, siðgæðisleg endurreisn væri ekki aðeins hið eina, sem gæti stemmt stigu við þeim öflum upp- lausnar og tortímingar, sem fært höfðu veröldina á vítisbarm, heldur væri slík endurreisn möguleg á grimni þeirra sanninda, sem hann hafði komið auga á. Þá gaf hann hreyfingu sinni nafn og kallaði hana Moral Re-Armament, skamm- stafað MRA, siðgæðisvæðing (á dönsku: Moralsk Oprustning). Hervæðing setti svip á heiminn. Það var feigð á þeim svip, feikn- stafir. Hví að væðast til myrkra- verka einna? Hafði ekki einu sinni verið talað um að klæð- ast hertýgjum ljóssins? Oft var þörf slíkrar væðingar, en nú var nauðsyn, lífsnauðsyn. Stefna mannlífsins á upptök í mannshuganum. Ef vér eigum að snúa við af vegi helstefnunnar, þá verðum vér að snúa huga vorum, taka sinnaskiptum. Allir eru óá- nægðir með heiminn, allir vilja, að hann breytist á betra veg. En allir eru að bíða eftir því, að aðrir breyti um háttu. Einfaldast er að byrja á sjálfum sér. Og öruggast um árangur. Að minnsta kosti hefi ég engan rétt til þess að heimta betri heim ef ég rækta eða umlíð hjá sjálfum mér nákvæmlega þær eig- indir, sem heiminum stendur mest- ur voði af: Fals, óheilindi, saurugar hvatir og háttu, eigingimi, ágimd og hatur. Og menn vænta ti^ einsk- is betra heims, hvaða ráð til bóta, sem upp kynnu að verða tekin, el

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.