Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Qupperneq 6
242 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sprengja hafi 20 miljón sinnum meiri sprengingarmátt en 1 tonn af TNT sprengiefni? Þetta þýðir ekki að eyðileggingarmáttur henn- ar nái til 20 miljón stærra svæðis, þar verður að miða við kubikrót af sprengingarkraftinum. Og þá kemur í ljós að 20 miljón tonna sprengja hefir 270 sinnum meiri eyðileggingarmátt en 1 tons sprengja. Þó nær eyðingarmáttur hennar til svæðis, sem er 16 km. í þvermál, eða meira. Þetta er ekki sagt til að hræða neinn, heldur til að sýna hverja þýðingu útreikningar hafa og hverja þýðingu það hefir að hugsa stærðfræðilega. Á máli vísinda- manna er ein miljón 10®, ein biljón 100®, og 10® -f 105 eru 1011 Það er ósköp einfalt. Á þennan hátt geta menn fengist við tölur, sem skifta biljónum og skilið þær. Öll menning nútímans byggist á stærðfræði. Það er ekki hægt að gera götu í borg, grafa fyrir und- írstöðum eða reisa hús, án þess að reikningslistin komi til skjalanna. Ekki er hægt að finna upp neina vél, smíða neina vél né reisa raf- orkuver, án þess að gripið sé til reikningslistarinnar. Til þess að gera uppdrátt að flugvél eða skipi, þarf enn flóknari reikningslist, og hámark reikningslistar kemur fram í kjarnorkuvísindum og stjömu- fræði. Með öðrum orðum, enginn kemst af án reikningslistar, alt frá búðarþjóninum, sem vegur mönn- um vörur, að þeim, sem fást við dýpstu gátur tilverunnar. FERÐALAG TIL SÓLARINNAR Vér skulum nú hverfa frá stærð- fræðinni og snúa oss að ævintýr- um vísindanna. Og þá ætla eg fyrst að ferðast með yður til sólarinnar. Hjá því er það hreinasti bamaleik- ur að klífa Everest-tind, því að vér •kulum fara — í huganum — beint l&a að kjama sólarirmar. Vér verðum þess fyrst varir að sólin er heit. Yfirborðshiti hennar er um 11.000 stig á Fahrenheit, meiri hiti en nokkurn tíma hefir þekkst á jörðinni áður en farið var að sprengja kjarnasprengjur. Það er langt fram yfir bræðsluhita á nokkru efni sem vér þekkjum. Þess vegna er sólin einsog brennandi gashnöttur. En yfirborð hennar er kaldast. Hitinn inni í henni er sennilega um 23.000.000 stig F. og þéttleiki henn- ar er svo mikill að innsti kjarninn er 10 sinnum þyngri en blý. Þó er hann aðeins gastegund — mest- megnis vetni. Hvernig stendur á þessum mikla hita, og hvernig stendur á því að hann helzt við? Vér vitum að hiti jarðarinnar hefir verið álíka og nú um fjórar biljónir ára, eða þar um bil. Fyrir jafnlöngum tíma hefir sólin verið álíka heit og hún er nú. Hvaðan kemur þessi hitaorka? Ekkert viðunandi svar hafði fengist við þessari spumingu um þær mundir er seinni heimsstyrj- öldin hófst. Nú vitum vér að orku- gjafi sólarinnar er efnabreyting, sérstaklega sú, að vetni breytist í helíum. Sólin er í rauninni sívirk vetnissprengja. Og hún mundi springa í smámola einsog hver önn- ur sprengja, ef aðdráttaraflið væri ekki syo óskaplegt að það heldur öllu í skorðum. Sem betur fer á sólin enn miklar birgðir af vetni, svo að þær munu nægja enn um nokkrar biljónir ára. En að því rekur, að þurð verður á því. Hvað mun þá verða? Mun sól- in falla saman og kólna? Nei, hún fellur saman og hitnar. Aðdráttar- aflið, sem veldur því að hún dregst saman, veldur því að hitinn inni í henni eykst eftir því sem hún minkar. Sennilega mun hitinn þá komast upp í 200.000.000 stig F. og þá skeð- ur nokkuð nýtt. Helíum það, sem myndast hefir af umbreyttu vetnf, fer þá að „brenna". Þrjú helíum- atóm geta þá runnið saman í eitt kol-atóm og fjögur Helíum-atóm geta runnið saman og myndað eitt súrefnis-atóm. Við þetta losnar enn orka úr læð- ingi og myndar hita, svo að innri hiti sólarinnar mun haldast í 200.000.000 stigum þangað til allt helíum er horfið. Sólin kýtist þá enn saman, og við það vex hitinn enn þangað til að kol-atómin og súrefnis-atómin fara að renna sam- an og mynda ný og þyngri atóm, eitthvað í líkingu við jám. En þá er innri hiti sólarinnar orðinn margar biljónir stiga á Fahrenheit. Og þá er komið að því, að hætta er á sprengingu. Vér vitum ekki með vissu hvaða skilyrði þurfa að vera til þess að sprenging geti orð- ið, en vér höfum orðið þess varir að ýmsar sólir hafa sprungið. Þær eru kallaðar „supernóvur“. Hér þrýtur þekkingu vora, því að enn eru atómvísindin á byrj- unarstigi. En geta má þess, að ný- lega hefir dr. Fred Hoyle í Cam- bridge komið fram með kenningu um þroskaferil sólarinnar, en svo er þetta flókið mál, að það mun taka fimm ár, þótt notaðar sé hinar hraðvirkustu reiknivélar, að reikna dæmið til fullnustu. Þetta tel eg eitt af stórkostleg- ustu viðfangsefnum vísindanna. Sól vor er aðeins ein af biljónum sólna í vorri vetrarbraut. En til eru miljónir jafn stórra vetrarbrauta úti í geimnum. Þær fjarlægustu, sem sézt hafa í 200 þml. stjörnu- sjánni á Palomar, eru í 2 biljóna ljósára fjarlægð. En vér vitum þó, að hin sömu frumefni — samskon- ar atóm og sameindir — eru í þess- um fjarlægu sólum eins og í vorri sól. Um þær gilda sömu eðlislög- mál, og þess vegna hlýtur ljós og hitaorka þeirra að vera af sama uppruna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.