Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Page 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 247 Indíáninn Iron Hail segir frá orustunni hjá Little Blghorn, en maðurinn lengst til hægri túlkar. Lengst til vinstri er kona Indíánans. var svo var um sig, að þegar hann spilaði poker, sneri hann allta andliti að dyrum. Einu sinni gleymdi hann þessu og þá laumað ist Jack króknefur að baki honun og skaunt hann. Þama í Móriagarði hvílir einnig Potato Creek Johnny, sem varð frægur fyrir það, að hann fann einu sinni gullmola sem vóg 7% únsu. (1 únsa er 29 grömm). Er það stærsti gullmolinn, sem fund- izt hefir á þessum slóðum. í Móríagarði hvílir einnig Smith trúboði. Sunnudaginn 20. ágúst 1876 helt hann vakningasamkomu fyrir utan knæpu í þorpinu. Að henni lokinni setti hann seðil á útidyr sínar og á honum stóð: „Er farinn til Crook City, en verð kom- inn heim aftur kl. 2 ef guð lofar“. Vinir hans báðu hann að fara ekki óvopnaðan, því að Indíánar lægi alls staðar í leyni. „Þetta er mitt eina vopn“, sagði hann og klappaði á biblíu, sem hann var með undir hendinni. Nokkru seinna fannst hann veginn. Hann lá með hendur krosslagðar á brjóstinu og helt enn á biblíunni. Vegna hennar höfðu Indíánar ekki þorað að flá af hon- um höfuðleðrið. — Minningarguðs- þjónusta er nú haldin á hverju ári þar sem þessi fyrsti guðsmaður Dimmafjallgarðs fell. Reist var líkneskja af honum úr rauðum sandsteini, en gráðugir minjasafn- arar hafa brotið hana niður, svo að nú eru ekki nema fætumir eftir. ------ Margar sögur ganga af hrekkvísi og brögðum þeirra, sem keyptu gullsand af frumherjunum. Sagt er að margir þeirra hafi látið sér vaxa langar neglur, til þess að undir þeim toldi nokkuð af gullsandi þegar þeir grufluðu í honum. Aðr- ir höfðu þann sið að sofa með baun bundna í þumalfingursgreipina, svo að þar myndaðist hola, sem gull- sandur gat tallað i Nú er þetta breytt. Nú stunda engir gullþvott, nema þeir sem gera sér það til dægrastyttingar. En þarna er nú rekin gullnáma með nýtízku vélum og nefnist Home- stake. Á þeim stað hafa nú verið grafnar úr jörð nær 600 milljónir dollara í gulli, og framleiðslan er nú um 20 milljónir á ári. Verka- mennimir, sem vinna í námunni, sjá aldrei gull. Það er allt falið í bergi. En úr hverri lest af grjóti fæst álíka magn af gulli og fer í einn trúlofunarhring. Þetta er stærsta og líklega eina gullnáman sem nú er rekin í Norður Ameríku. Reksturinn borgar sig ver og ver með hverju árinu sem líður, því að alltaf hækkar kaup verkamanna, en verð á gulli stendur í stað. Það var ákveðið 35 dollarar únsan 1934, og síðan hefir því ekki verið breytt. Margir eru þeir staðir i Dimma- fjallgarði, sem ferðamenn streyma til á hverju ári. En merkastur er staðurinn þar sem andlitsmyndir forsetanna eru. í sumar sem leið kom þangað um milljón manna. Þassi staður heitir Mount Rush- more National Memorial. Rush- more fjallið er 6000 feta hátt og efst í því eru þverhnýpt klettabelti. Og efst í þessa kletta hafa verið höggnar andlitsmyndir af þeim George Washington, Thomas Jeff- erson, Abraham Lincoln og Theo- dore Roosevelt. Þetta eru stærstu andlitsmyndir, sem til eru í heim- inum, eða um 60 fet á hæð. Ef samsvarandi búkur fylgdi hverju þeirra, myndi hæðin vera 465 fet. Myndir þessar sjást úr órafjar- lægð. Það var sagnritarinn Doane Rob- inson, sem átti hugmyndina að því að þessar myndir væri gerðar. Hann sagði að Bandaríkin ætti að gera myndir af frægustu mönnum sínum á þeim stöðum, þar sem all- ir gætu séð þær, og þar sem eng- inn kæmist að þeim til þess að skemma þær. Það kom svo í hlut myndhöggvarans Gutzon Borglum að gera þessar myndir, og hann vnlrU v,ennan stað +il þess. í 13 ár vann hann að myndunum og verk- inu var að mestu lokið er hann fell frá 1941. Sonur hans, Lincoln Borglum, tók þá við og lauk verk- inu. Einhver hafði spurt Gutzon

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.