Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Qupperneq 12
248 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Borglum að því, hvað hann heldi að myndimar entust lengi. Þá hló hann í kampinn og svaraði: „Þegar eg komst að því, að granít veðrast eitthvað um þumlung á 100.000 ár- um, þá bætti eg einu feti við nefið á Washington. Enginn veitir því eftirtekt, en þessi viðbót getur enzt honum milljón ára“. Ekki hafa verið gerðar slíkar myndir af öðrum forsetum Banda- ríkjanna ennþá, en nóg er af klett- um í Dimmafjallgarði til þess að gera margar fleiri myndir af sömu stærð. En þarna er verið að gera minn- ismerki um frumbyggja landsins, Indíánana. Þótti eðlilegt að hafa það í hinum helgu fjöllum þeirra. Þetta minnismerki á að verða 563 feta líkneski, höggvið á klettana á Thunderbolt Mountain (Leiftur- fjalli). Korcsak Ziolkowski heitir myndhöggvarinn, sem á að vinna þetta verk og byrjaði hann að sprengja fyrir minnismerkinu 1949, en óvíst er hvenær það verð- ur fullgert. Sem sameiginlegt tákn allra Indíána var valinn Sioux- höfðinginn Crazy Horse, er gerði hvítum mönnum mestar skráveif- urnar á árunum 1874—77. Hann þeysir þar á trylltum gæðing og bendir fram. Margir aðrir einkennilegir staðir eru þarna. Má þar fyrst nefna Skrattaturninn (Dewils Tower). Þetta er stuðlabergsdrangur mik- ill, sem gnæfir 857 fet yfir um- hverfi sitt, þverstýfður að ofan og er svo mikill um sig að þar uppi er flöturinn um ekrustærð. Hann er í Woyming og 1906 friðhelgaði Theodor Roosevelt forseti hann fyrstan af öllum stöðum. Þangað koma nú árlega um 100.000 ferða- manna til að skoða þetta náttúru- undur. Jarðfræðinga greinir riokkuð á um hvemig þessi mikli drangur hafi orðið til, en flestir hallast að þeirri skoðun að þetta muni vera gostappi. Fyrir langa löngu, ef til vill 50 milljónum ára, hafi bráðið blágrýti leitað þarna upp í jarðveg- inn, storknað þar og orðið að stuðlabergi. Síðan hafi hin linari jarðlög allt um kring eyðst og sóp- azt burt, en drangurinn staðið eftir. Ýmsir menn hafa klifið upp á drangann, en 1941 gerði einn sér hægt um vik, fór þangað í flugvél og lét fallast niður á hann í flug- belg. En hann komst ekki niður af eigin ramleik, og þarna varð hann að dúsa í vikutíma í stormi og regni og mundi hafa króknað ef flugvélar hefði ekki fleygt niður til hans útbúnaði og mat. Um síðir klifu menn upp og sóttu hann. í Wind Cave National Park, sem er sunnarlega í fjöllunum, er Vindahellirinn og bær sem heitir Hot Springs; þar eru heitar laug- ar. Víða um fjöllin eru hellar, sem vindar hafa sorfið í kalkstein, en Vindahellirinn er þeirra mestur og merkilegastur. Hann er einkenni- legur í laginu og í honum finnast hvítir krystallar og rauðbrúnir skápar og syllur. Hann er hinn stórkostlegasti fýsibelgur. Þegar loftþrýstingur er lágur, stendur strokan út úr honum, en þegar loft- þrýstingur er hár, þá streymir loft- ið inn í hann, og verður af þessu allmikill hvinur. Indíánar töldu að þessi hvinur væri boðskapur frá guðunum um að nú væri veiðidýr (vísundar) í nánd. í hellinum er skot eða afhellir sem nefnist Brúð- arstofan. Umsjónarmaður þar seg- ir að þannig standi á nafninu, að einu sinni hafi verið ung stúlka, sem hét móður sinni því, að hún skyldi ekki giftast neinum manni ofan jarðar. Hún fann þá upp á því að giíta sig í heiimiuu. MEn brátt varð svo mikil aðsókn, að vif urðum að taka fyrir þetta. Við vild- um ekki flytja allar hjónavígslur niður í jörðina“. Til heitu lauganna sótti fólk sér heilsuböð og þess vegna spratt þar upp bærinn Hot Springs. Eftir honum miðjum rennur smá á, sem Fossá heitir. Laugavatnið fellur í hana og er hún því alltaf volg, svo að þar lifa froskar góðu lífi á vet- urna, og þar er fullt af stokkönd- um allan ársins hring, og lifa þær á þeim molum, sem gestir fleygja í þær. Einu sinni kom maður til Hot Springs í bíl að vetrarlagi. Hann frétti bar að Fossá legði aldrei, því r.ð vatnið í henni gæti ekki fre~' Hann hugsaði sér þá gott til gl' jarinnar, tæmdi vatns- kassa bílsins og fyllti hann aftur af þessu ágæta vatni, sem ekki gat frosið. Morguninn eftir upgötvaði hann að botnfrosið var í vatnskass- anum. Hann hótaði þá að fara í mál við þorpið. Slíkar gamansögur eru sagðar þarna víða og er stundum krítað liðugt. Það er t. d. sagt, að einu sinni liafi tveir menn tekið sér gullnámaland í félagi. Svo var tal- að um hvað þeir ætti að láta nám- una heita og stakk annar þeirra þá upp á því, að hún væri látin heita í höfuðið á konu hins. Það varð að samkomulagi, og síðan heitir náman „guðs reiðiteikn“. En Vellygni-Bjarni þeirra í Dimmufjöllum er þó maður sá, er kallast Smoky Thomas. Hann sagði einu sinni þessa sögu af sjálfum sér: „Eg hafði valið mér náttstað þar sem ekki var nokkurt sprek að finna og ekki svo mikið sem eina kúaskán, svo að ég gæti steikt mér kjöt. En eg tók þá til bragðs að kveikja í grasinu og helt svo steik- arpönnunni með kjötinu þar yfir. Þá tók að hvesssa, en eg fylgdi eldinum eftir. Þegar kjötið var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.