Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1957, Page 12
280 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Dr. Ilelgrl Tómasson sýnir nýu koddana FRAMKVÆMDIR Fíladelfíusöfnuðurinn í Keflavík hef- ir komið sér upp nýrri kirkju þar á staðnum og var hún nú vígð (6.) Unnið hefir verið að því að ryðja grjóti af botninum á Húsavíkurhöfn, þar sem Goðafoss tók niðri á steini fyrir skemmstu (7.) Verið er að undirbúa smíði 12 hæða húss í Rvík og verða í því 40 íbúðir. Það er byggingasamvinnufélagið Fram tak, sem stendur að þessu (10.) Jöklarannsóknafélagið hefir ákveðið að reisa skála á Grímsfjalli á Vatna- jökli (11.) Bæarbókasafn Reykjavíkur hefir opnað útbú í Hólmgarði fyrir byggð- ina a Bústaðaholti og þar í grennd (12.) Starfsfræðsludagur var haldinn á Akureyri með sama sniði og í Reykja- vík. Gekkst Æskulýðsheimili templara fyrir þessu (12.) Neskirkja í Reykjavík var vígð með mikilli viðhöfn (14., 15.) Ferðafélag Akureyrar hefir ákveðið að gera veg í sumar fram í Herðu- breiðarlindir (17.) Bæarstjórn Reykjavíkur hefir ákveð- ið að halda býlinu Árbæ við og frið- lýsa nágrennið og gera þar almenn- ingsgarð (18.) Síðan 1. jan. 1954 hefir Reykjavík- urbær úthlutað lóðum undir 3000 íbúð- ir. Kostnaður bæarins við lóðirnar er um 15.000 kr. á hverja íbúð (18.) FJÁRMÁL OG VIÐSKIPTI Viðskiptasamningur var gerður milli íslands og Danmerkur og gildir til 14. marz 1958 (4.) Greiðsluafgangur varð enginn hjá ríkissjóði árið sem leið (4.) Reykjavíkurbær veitir sjómönnum frádrátt á útsvari (5.) Tekjur Landgræðslusjóðs af merkj- um á tóbaki námu 1,13 millj. kr. árið sem leið (11.) Gerður var samningur um að ís- land fái 2,785.000 dollara lán í Banda- ríkjunum og megi greiða það í ís- lenzkum krónum. Meginhluta lánsin* verður varið til framkvæmda á ís- landi (13.) Kvennadeild Slysavarnalelagsin* i Reykjavík hefir afhent stjórn Slysa- varnafélags íslands 30 þús. kr. til kaupa á björgunartækjum (14.) Til 123 listamanna og skálda var út- hlutað 1.136.440 kr. (27.) Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti hefir fengið 250 þús. kr. úr kirkju- byggingarsjóði (28.) MENN OG MÁLEFNI Danski landkönnuðurinn Peter Freuchen kom hingað ásamt konu sinni í boði Stúdentafélags Reykjavíkur, og flutti hér fyrirlestra. Hann var ekki myrkur í máli um að íslendingar ætti að fá öll íslenzku handritin sem nú eru í Danmörk (4.) Alþingi kaus nefnd til að úthluta styrk til skálda og listamanna. Eru í henni Kristján Eldjárn þjóðminjavörð- ur, Helgi Sæmundsson ritstjóri, Þor- steinn Þorsteinsson fyrrv. sýslumaður og Sigurður Guðmundsson ritstjóri (4.) Sæluviku heldu Skagfirðingar á Sauðárkróki eftir vanda og var þar margt manna (5.—9.) Eigendaskipti hafa orðið að tímarit- inu Nýum kvöldvökum og eru nú út- gefendur Jónas Rafnar læknir og Gísli Jónsson menntaskólakennari (5.) Séra William A. Perkins kom hing- að fyrir hönd Alkirkjuráðsins til að undirbúa sjálfboðavinnu hér í sumar. Er í ráði að hingað komi um 20 æsku- menn frá ýmsum þjóðum til þess að Gunnar Ólafsson skipulagsstjóri í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.