Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 2
454 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þúsund ár ruplað og rúið og lagst þar á sveif með skemmdaröflum náttúrunnar. Vér höfum að vísu engar sögur af því hvernig hér var umhorfs þegar landnámsmenn komu. En ef vér lítum aðeins á eitt landnámið, landnám Herjólfs frænda Ingólfs Arnarsonar, þá skilst oss fljótt, að á þeirri öld hefir verið hér öðru vísi um að litast. Herjólfur nam land á skagahælnum, milli Hafna og Reykjaness. Nú er þetta svo að segja eyðimörk ein. Þó vitum vér að fyrir sunnan Hafnir var kirkju- sókn og hét kirkjustaðurinn Kirkjuhöfn. Nú er þessi byggð komin í sand og um langt skeið voru menn að tína uppblásin mannabein í kirkju- garðinum í Kirkjuhöfn, og flytja þau til kirkju. „í Höfnum er landið alveg gróðurlaust hraun, en hefir líklega verið nokkru betra áður, en það hefir gengið úr sér af sand- foki og lyngrifi, því að bændur í Höfnum láta rífa lyng á marga hesta handa fé sínu og til elds- neytis“, sagði Þorvaldur Thorodd- sen er hann fór þar um 1883. Ýmis örnefni benda til þess að á nesinu hafi verið meiri gróður fyrrum, svo sem Skógfellin tvö á milli Stapa og Svartengis, Fagra- dalur í Fagradalsfjalli, Einihlíðar í Dyngnahrauni, Skógarhóll í landi Hvassahrauns, Fagradalur annar upp af Vatnsskarði, Stóriskógar- hvammur í Undirhlíðum, Kolhóll norður af Húsfelli. Hér hefir verið mikil akuryrkja í fornöld og líklega hvergi meiri á landinu. Það sýnir að jörðin hef- ir þá verið frjósöm. Suður frá Vog- um á Vatnsleysuströnd heitir enn Sandakravegur, Akurey heitir utan við Reykjavík, Akurgerði heitir í Hafnarfirði, og hjá Vatnsleysu var áður jörð, sem hét Akurgerði. En mest hefir akuryrkjan þó verið á Garðskaga. Talið er að Sandgerði hafi upphaflega heitið Sáðgerði, því að þar hafi verið rniklir korn- akrar. Segir í sóknarlýsingu 1839 að þá megi enn sjá þess vott í Sandgerðistúnum, að þar hafi ein- hvern tíma verið sáðakrar, með reitum eða beðum og djúpum gröf- um eða lautum á milli. En innar eru leifar enn stærri akra Segir frá því í sömu sóknarlýsingu að fornaldargarður mikill hafi legið þvert yfir skagann frá Flangastöð- um inn að Útskálum og enn kall- aður Skagagarður. Hefir þetta ver- ið vörslugarður fyrir víðlenda akra og megi enn sjá merki garð- laga umhverfis sáðreitina. Þessara akra er getið á 14. öld. Árið 1340* eignaðist Skálholtskirkja fjórðung í Útskálum „og umfram þau akur- lönd, er seljandi (Bjarni) keypti til Útskála“. Þau munnmæli lifa enn, að í fornöld hafi verið svo mikil stör milli Býarskerja og Sandgerðis, að fénaður hafi ei sést er þar var á beit. Hraunasandur (í Grindavík) átti og fyr-rum að hafa verið star- engi og gerður þar varnargarður á Siglubergshálsi gegn ágangi bú- fjár. Nú er aðeins eyðisandur á þessum stöðum. Varlega skyldi menn þó telja munnmælin röng. Það er oft meiri sannleikur í forn- um munnmælum en menn hyggja. ----o--- Á sumum stöðum hafa orðið landspjöll af eldgosum síðan land var byggt. Er talið að bæði Af- stapahraun og Kapelluhraun hafi runnið eftir landnámstíð. Árið 1151 geta annálar þess að eldur hafi verið uppi í Trölladyngjum, „húsrið og manndauði" Þeir geta og um að 1211 hafi eldur komið upp úr sjó fyrir sunnan Reykjanes. „Sörli Kolsson fann Eldeyar hinar nýu, en hinar horfnar er alla ævi höfðu staðið“. Þá varð jarðskjálfti mikill 7. júlí, fellu hús á mörgum bæum og margir létu lífið. Bisk- upasögur setja þetta í samband við fráfall Páls biskups og segir þar svo: „En hér má sjá, hversu marg- ur kvíðbjóður hefir farið fyrir frá- falli þessa hins dýrlega höfðingja, Páls biskups: jörðin skalf og pipr- aði af ótta, himinn og skýin grétu, svo að mikill hluti spilltist jarðar ávaxtarins, en himintunglin sýndu dauðatákn ber á sér, þá nálega var komið að hinum efstu lífstundum Páls biskups, en sjórinn brann og fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómur stóð yfir sýndist ná- lega allar höfuðskepnur nokkuð hryggðarmark á sér sýna frá hans fráfalli". Gísli biskup Oddsson segir að 1240 hafi verið uppi eldur fyrir Reykjanesi og þá hafi eyðst hálft Reýkjanes. Málvenjan mun þá hafa verið sú að kalla ekki Reykjanes annað en hælinn á skaganum, frá Víkum að sunnan að Sandvík fyrir norðan, og er það um hálft land- nám Herjólfs, er áður var á minnst. Gísli biskup segir einnig að eldur hafi verið uppi í Trölladyngj- um fimmtíu árum seinna og að hraun hafi runnið niður í Selvog. Telur Þorvaldur Thoroddsen eigi ólíklegt að þá hafi brunnið gígarn- ir, sem ná frá Trölladyngju allt suður undir sjó vestan við Núps- hlíðarháls, og þá myndast hraunið sem fellur fyrir austan ísólfsskála. Annars má geta þess að fræðimenn hafa dregið í efa að þessar frásagn- ir um Trölladyngjugos geti verið réttar, og bera það fyrir að hraun hafi alls ekki getað runnið fra Trölladyngjum niður 1 Selvog. En mundi hér ekki vera um misskiln- ing á málvenju að ræða, því að á dögum Gísla biskups hafi öll strandlengjan frá Selvogi vestur fyrir Krýsivík verið kölluð „í Sel- vogi“. Þetta var upphaflega eitt landnám. Annað þessara hraunflóða tók af i i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.