Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 11
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 463 ingar þær, sem aflað verður á þessu jarðeðlisfræðaári, eru ómetanlegar. Þær verða hagnýttar þegar fram í sækir og munu hafa áhrif á líf allra þjóða. Við erum ekki einu vísinda- mennirnir sem höfum vetursetu á Suðurskautslandinu, en ástæðan til þess að við settum stöð á sjálf- um pólnum er sú, að Bandaríkja- menn einir áttu nauðsynleg skip, flugvélar og menn með þekkingu á því hvernig sigrast verður á erf- iðleikum veðráttunnar þar. Eg hefi þegar dvalizt þrjá vetur og níu sumur á Suðurskautslandinu, og í vor hefi eg eytt hér fimmta hlut- anum af fullorðinsárum mínum. Nú er allt breytt frá því sem áður var. Það er draumi líkast að hafa hér heitt vatn, upphituð salerni, steypuböð, þvottavélar og jafnvel sólarljóss-lampa. Áður vorum við vikum saman í sömu fötunum og gátum aldrei fengið okkur bað. Það er líka aðdáunarvert, að við skulum stundum geta talað við ástvini okkar í Bandaríkjunum. Þegar hlustunarskilyrði eru góð, geta „amatörar" útvegað okkur beint samband við síma okkar heima. Einu sinni ætlaði maður, sem var nýkominn hingað að fá samband heim til sín og láta vita að ferðalagið hefði gengið að ósk- um. Sá sem útvegaði honum sam- band hafði farið símavilt. Karl- mannsrödd svaraði í símann, en þegar félagi okkar bað um að fá að tala við konuna sína, þá lagði maðurinn heyrnartólið á hispurs- laust. Hann hefir sízt grunað, að hann hefði verið vakinn upp um miðja nótt með símtali við Suður- pólinn! Á BÆKISTÖÐINNI ER AÐEINS EIN ÁTT Hásléttan mikla hérna, sem er 9200 fet yfir sjávarmál og álíka stór og Bandaríkin, er þakin snjó og jökli, mörg þúsund fet á dýpt. Undir okkur geta verið fjöll og dalir; við vitum það ekki. Eitt af verkum okkar verður því að gera margar sprengingar í jöklinum. Endurkast bergmálsins af spreng- ingunum mun gefa okkur hug- mynd um hvernig landslagið er undir jöklinum. Hjá okkur er ekki til nema ein átt — norður. En til hægðarauka höfum við búið okkur til áttir. Norður er 0 lengdargráða og stefnir á Greenvich í Englandi; suður er 180 lengdargráða, hádegisbaugur- inn, sem stefnir á Litlu Ameríku; austur er 90 lengdargráða og stefn- ir á Indland, en vestur er í stefn- una á Chicago. RANNSÓKNIR Á JÖKLINUM Margir rannsóknarmenn og vís- indamenn hafa fengizt við að gizka á hve þykkur sé sá jökull, er við stöndum á. Niðurstaðan er mjög misjöfn, en sé meðaltal tekið, þá ætti að vera hér svo mikill ís, að ef hann bráðnaði, þá mundi yfir- borð hafanna hækka um 40 fet — nægilega til þess að menn yrði að fara á bátum um götur Lundúna, og ferðamenn mundu verða inni- króaðir í Lincoln-minnismerkinu í Washington. í vetur ætlum við að grafa 100 feta djúpa gröf niður í jökulinn. Með því að taka sýnishorn úr jökl- inum á mismunandi dýpi, vonumst við til að ná í freðnar líf-öreindir, sem geta gefið ýmsar upplýsingar um seinustu aldirnar. Finnum við þar gerla eða frjó, sem vindar hafa borið hingað, til dæmis frá Ástra- líu, þá getum við komizt að því hvort vindáttin hefir verið hin sama og nú fyrir mörgum öldum. Það getur líka verið að við verðum svo heppnir að rekast á gosösku úr Krakatau, eldfjallinu sem sprakk í loft upp fyrir 74 árum og dreifði ösku víðs vegar um heim. Ef við finnum gosösku úr Krakatau, þá höfum við þar tímaákvörðun og getum reiknað eftir því hve mikið hefir hlaðizt á jökulinn árlega síð- an. Jöklafræðingurinn okkar segir að jöklar hafi fróðlega sögu að segja. HVAR ER PÓLLINN? Dick Rowers hefir nú verið á þönum vikum saman eftir suður- pólnum og tekið sólarhæðina hvað eftir annað. Staðurinn er merkt- ur. Einu sinni var hann 4000 fet frá bækistöðinni, en nú er hann 1200 fet frá henni og á 132. lengd- argráðu. Við vitum að það er ekki nákvæmlega þar sem suðurpóll- inn er, en eins nærri honum og hægt er að komast með mæling- um eftir sólarhæð. í vetur getum við farið nær um þetta, því að þá höfum við stjörnurnar að fara eft- ir. Þó getur þess orðið nokkuð langt að bíða, að við getum rekið niður merkisstöng og sagt: „Hér er suðurpóllinn!" Annars eru þrír pólar hérna: j afnvægispóllinn, j arðmöndulpóll- inn og landfræðilegi póllinn. Allt sem skeður á jörðinni og umhverfis hana hefir áhrif á jafnvægi henn- ar: mikil snjókoma í Kanada, mis- munandi loftþrýstingur, milljónir smálesta af aur, sem stórfljótin Mississippi og Níl bera til sjávar. Hlykkjótta línan sýnir hvernig Jafn- vægispóllinn heflr verið á flökti siðast- liðin þrjú ár.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.