Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 465 Kr. Linnet: Einkennilegir draumar I. MIG hefur nokkrum sinnum á lið- inni ævi dreymt drauma, er eg af reynslu minni taldi mark á tak- andi og skrifaði þegar í stað á blað mér til minnis. Þessir draumar mínir voru þannig að þeir snerust umbúðalaust um eitthvert lítið atriði, sem var mjög skýrt en ekk- ert draumarugl í sambandi við það. Skal hér sagt frá örfáum dæmum um þetta. Aðfaranótt fjórða dags septem- bermánaðar árið 1942 vaknaði eg allt í einu gagnstætt venju minni klukkan tæplega sex og var þá að dreyma Stefán Björnsson pró- fast frá Dal í Fáskrúðsfirði og sá hann fyrir mér í svefninum. Þótti mér þetta einkennilegt því eg haf ði hvorki hugsað um hann né til hans áratugum saman og því síður dreymt hann. Vorum ,við saman einn vetur í Flensborgarskólanum 1 Hafnarfirði ásamt uppeldisbróður mínum Carl O. Steinsen, sem var fæddur árið 1878 en Stefán árið 1876 og ég 1881. Voru þeir Carl og Stefán eitthvað saman og kom Stefán eitthvað á heimili okkar. Síðan fór Stefán í „latínuskólann“ og áttum við þar alls ekkert sam- an að sælda enda hann í einum bekk neðar og það eldri að um munaði á þeim árum. Síðan varð hann prestur á Austurlandi en ég sýslumaður á öðrum landshomum og sáumst við aldrei þessi ár eftir að ég sigldi á Hafnarháskóla og hugsaði ég áreiðanlega aldrei um hann öll þessi ár. Þótti mér svo einkennilegt að mig skyldi dreyma hann áðurnefnda nótt að ég skrif- aði drauminn hjá mér þegar um morguninn. Um andlát hans vissi eg ekkert fyrr en ég las í Morgunblaðinu 8. janúar 1943, að Stefán hefði and- azt daginn áður en mig dreymdi hann og einnig er dánardagur hans í prestatali talinn 3. sept. 1943. Mér þykir ekki ólíkleg sú skýr- ing á þessu, sem Magnús skáld Gíslason bar fram við mig er eg sagði honum þennan draum. Hún var sú, að fyrir Stefáni hefði skömmu eftir andlátið rifjast ó- sjálfrátt upp atriði úr liðinni æsku hans og persóna mín í því sam- bandi. Tilviljunarskýrmgin kemur að því er mér virðist ekki til greina enda aldrei dreymt hann síðan. II. Aðfaranótt sunnudagsins 18. ág. 1946 dreymdi mig að ,.Eldborgin“ skipstjóri Ólafur Magnússon, sem ég vissi að var „á síld“, en hafði ekki hugmynd um hvað var búin að afla mikið, hefði fengið 3700 mál. Þessum draumi tók ég í raun og veru lítið mark á, en sagði hann þó daginn eftir Svavari, tengdasyni mínum, syni Ólafs skipstjóra, rétt til gamans. Hann vissi ekki heldur hve mikið „Eldborgin“ hafði þá veitt. Þriðjudaginn næstan á eftir mátti lesa í síldarskýrslum þeim, sem blöðin birtu, að „Eldborgin" hafði laugardaginn áður verið bú- in að afla þessi nákvæmlegu 3700 mál. Eg veit ekki hvernig á að skýra þetta. Um tilviljun getur ekki ver- ið að ræða. Dulhrif koma varla til mála. Mér dettur helzt í hug þessi þáttur vitundar minnar, dulvitund- in, sem skynjar á annan hátt en dagvitundin, hafi komið þessari vitneskju sinni til hennar, hvött ó- sjálfrátt af því að eg var vanur, ví og er enn vanur, að fylgjast með aflaskýrslum síldarskipanna eins og þær birtast í blöðunum. III. Hjón í Vestmannaeyjum, sem voru góðir kunningjar mínir, eign- uðust barn. Það kom fljótt í ljós að barnið var andlegur aumingi. Barnið var mjög höfuðstórt og aug- un alveg „sálarlaus“. Eg bar barnið fyrir brjósti og óhamingju foreldr- anna. Lét það oft í ljós. Nótt eina — ég sleppi hvaða nótt það var en skrifaði það þó þegar hjá mér — dreymdi mig þetta litia barn. Eg sá hana í draumnum mun höfuðsmærri, fínlegri og með sál í augunum eins og heilbrigt barn. Þessa sömu nótt andaðist barnið. Mín skýring er sú að vegna sam- úðar minnar með barninu var mér sýnt eða dulvitund mín skynjaði barnið eins og það var orðið í hinu nýja lífi sínu. Óskandi væri að fleiri legðu rækt við hina fræðilegu hlið þessa máls. Þetta gæti líklegast orðið til þess að beina mönnum eitthvað frá hin- um miklu villigötum efnishyggj- unnar. Nýtt penicillin EIN S og kunnugt er hefir penicillín verið framleitt úr myglu, en nú hafa tveir læknar, John C. Sheehan og K. R. Henry-Logan við tæknideild há- skólans í Massachusetts, fundið upp nýa aðferð við framleiðslu lyfsins og hafa þegar búið til 10 tegundir af gerfi- penicillín. Þessi nýu lyf verða dýrari en talið er að þau muni reynast enn betur og duga þar sem bakteríur hafa staðizt penicillín og orðið ónæmar fyr- ir því. Þessi nýu lyf munu og ekki hafa nein eftirköst fyrir sjúklinga. LEIÐRÉTTING Prentvilla varð í seinustu Lesbók bls. 443 í 3. dálki: „loftköstulum" á að vera loftköstum. á t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.