Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1957, Blaðsíða 16
468 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE * G 5 V A 6 4 2 * G 8 7 5 ,* A 6 3 * D 4 V 7 5 * K 9 2 * D G 10 8 4 2 ----------- * K 9 7 * A K 7 3 V K D 8 3 * A D 6 4 * 5 S gaf og sagði 1 sp., N sagði 2 tígla 5 3 hj„ N 4 hj„ S 5 t„ N 5 hj. og 5 6 hj. Hinir sögðu aldrei neitt. V sló út L D og var hún drepin með ás í borði, en A lét 9 til merkis uni að hann hefði háspil. S sló út lágtigli drap með drottningu heima, en V fekk slaginn á kóng. Hann kom nú aftur með lauf, þótt hann mætti sjá af sögn- um, laufunum í borði og laufsvari A að sagnhafi mundi ekki hafa átt nema eitt lauf. S kom nú borðinu inn á T G og sló út seinasta laufinu og trompaði Því næst tók hann slagi á kóng og drottningu í trompi, síðan á ás og kóng í spaða og trompaði svo spaða Þá kom H Á og gosinn fell í og þar með vai spilið unnið. En það þurfti ekki að vinnast. Ef V hefði slegið út tígli í stað laufs, þá komst sagnhafi í vanda, vegna þess að hann á ekki nægar innkomur í borði, ef hann trompar út. Hann verð- ur því að freista þess að trompa spaða tvisvar sinnum. En það tekst ekki, því að V trompar með 7 og þá neyðist S til að drepa með ás. En það verður til þess að A fær einn slag á tromp. N 2 V A V G 10 9 S ♦ 10 3 TAUNKAPELLAN Vorið 1950 gróf þjóðminjavörður upp kapelluna í Kapelluhrauni fyrir sunn- an Hafnarfjörð. Fann hann þar Barbörulíkneski, sem eflaust er frá kaþólskum tíma, og af því má draga þá ályktun að húsrústin muni vera ÚR MIÐBÆNUM. Fram yfir aldamót var aðalbyggð Reykjavíkur í Kvosinni milli tjarnar og sjávar. Þá voru þar nær eingöngu timburhús, einnar og tveggja hæða, en nú eru þessi hús smám saman að þoka fyrir stærri byggingum, eins og eðliiegt er, því að lóðirnar í Miðbænum eru of dýrar til þess að þar skuli standa lághýsi. — Hér á myndinni sést til vinstri á hornið á Hafnarstræti 4 og þar næst er bif- reiðastöð Steindórs. Upp yfir hana gnæfir hús Morgunblaðsins, sem stendur í Aðalstræti, en til hliðar við það er Aðalstræti 4 og sér á hús versl. Geysis, sem Tærgesen kaupmaður reisti upphaflega og var þá taiið stórhýsi. Myndin sýnir glöggt hvað koma skal: stórhýsi á dýrustu lóðum bæarins. síðan fyrir siðaskiftin, „því að óhugs- andi virðist með öllu að líkneskið hafi borist í rústina á seinni öldum“. Bend- ir þá líkneskið jafnframt til þess, að það hafi verið réttnefni að kalla þarna kapellu, og að vegfarendur hafi stað- næmst þarna til að gera bæn sína. PÓSTUR DRUKKNAÐI Hannes Gottsveinsson póstur frá Brekkum í Dyrhólahreppi, lagði á Skeiðarársand 19. sept. 1838, og spurð- ist ekki til hans síðan. Hans var sakn- að eftir viku og voru þá menn sendir úr öræfum að leita hans. Fundu þeir ekkert nema hest póstsins uppi við jökul. Pósturinn var alvanur vatna- maður og hafði komist austur yfir Núpsvötnin. En við hlaup þá um vorið hafði myndast djúpt fljót á sandinum þar fyrir austan, og mjög sandbleytu- hætt. Er það ætlan manna að pósturinn hafi þar sokkið á kaf i sandbleytuns (Söguþ. landpósta). ÓÁRAN í Konungsskuggsjá eru talin nokkur dæmi um árgalla, er nálega geti valdið landauðn, ef allir komi í senn og standi þrjá vetur. Síðan segir: „Nú er sá enn ótaldur árgalli, er miklu er þyngri einn en þessir allir, er nú höf- um vér talda, ef óáran kann að koma í fólkið sjálft er byggir landið, eða enn heldur ef ágalli kemur í siðu þeirra og mannvit og meðferðir, er gæta skulu stjórnar landsins, fyrir því að margt liggur til ráðs að hjálpa því landi, er óáran er á, ef á þeim löndum er gott, er í hjá liggja, og véla vitrir menn um. En ef óáran verður á fólk- inu eða á siðum landsins, þá standa þar miklu stærstir skaðar af, þvi þá má eigi kaupa af öðrum löndum með fé, hvorki siðu né mannvit, ef það týnist eða spillist, er áður var í land- inu“. SÖGUMENN Það var alveg óskiljanlegt, hvað fólkið kunni af sögum. Einn karl hefi eg þekkt, sem entist til að segja þrjár sögur á kvöldi alla vetrarvertíðina, frá því 2. febr. til 12. maí, og var þó ekki þurrausinn. Hann hét Hannes Hannes- son, auknefndur roðauga, var um sjí» tugt 1885. — (Jónas Jónasson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.