Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Qupperneq 2
470 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Teningunum var kastað og nú átti að fá úr því skorið hvort kenn- ingar Erhards gæti staðist, hvort tryggur gjaldmiðill og frjáls við- skipti væri þess megnug að reisa við þjóðarhag. Margir viðskipta- fræðingar spáðu því, að nú mundi fyrst verða óviðráðanleg verð- hækkun og hið nýa viðskiptakerfi hrynja eins og spilaborg. En Clav hershöfðingi og ráðgjafar hans stóðu óbifanlegir við hlið Erhards og studdu stefnu hans, sem köll- uð var „markaðsökonomi“ til að- greiningar frá „planökonomi" jafn- aðarmanna. Fyrstu afleiðingar þessarar nýu stefnu urðu þær, að vöruverð stór- hækkaði. En Erhard var rólegur: „Þetta er stundarfyrirbrigði", sagði hann. „Nýu peningarnir okkar eru of góðir til þess, að fólk bruðli með þá. Verðið lækkar áreiðanlega bráðum!“ Marshall-aðstoðin var notuð til þess að endurreisa verksmiðjur og reka þær með nýtízkusniði. Fjöldi manna fekk atvinnu við þær. Og þegar framleiðslan var komin á stað, jókst traust manna á hinum nýa gjaldeyri. Kapphlaup um vöru- kaup þvarr, og verðlag byrjaði' að lækka. Menn voru ánægðir út af því að fá tryggan gjaldeyri fyrir vinnu sína. í fyrstu kosningunum 1949 leiddu tvær stefnur saman hesta sína, „markaðsökonomi" Erhards og „planökonomi" jafnaðarmanna. Stefna Erhards sigraði og svo var komið á samsteypustjórn undir for- sæti Konrad Adenauers. Þá var Er- hard gerður að viðskiptamálaráð- herra, og þá kom fyrst greinilega í ljós hvers virði stefna hans var. Annars staðar í Evrópu hafði ver- ið barist um tvær stefnur í við- skiptamálum, einokun og áætlunar- búskap eða „planökonomi" En nú kom „markaðsökonomi" Erhards, sem byggðist á frjálsri samkeppni á frjálsum markaði — og olli bylt- ingu í álfunni. Erhard hefir látið svo um mælt, að stefna sín byggist ekki eingöngu á frjálsræði, heldur einnig á sið- gæði, þar sem tekið er tillit til með- bræðranna. Með þessu á hann við, að þrír máttarviðir viðskiptalífs- ins: verkamenn, stjórnendur og neytendur, verði allir að hafa opin augu fyrir sameiginlegum hags- munum. Þetta bar þann árangur, að í mörgum verksmiðjum, þar sem verkamenn hafa sína fulltrúa í framkvæmdaráði ásamt stjórnend- um fyrirtækisins, komst samkomu- lag á um það innbyrðis. að verka- menn skyldu vinna lengur og fyr- ir lægra kaup, meðan fyrirtækin væri að koma undir sig fótunum. Það varð og til framdráttar við- skiptastefnu Erhards, að nú hófst samvinna Evrópuríkja í viðskipta- málum. OEEC (viðskiptasamvinn- an) og EPU (gjaldeyrisstofnunin) komust á fót, og Þýzkaland varð þegar aðilji að báðum þessum stofnunum. Og nú er Þýzkaland eindregið fylgjandi sameiginlegum markaði í Norðurálfu. Þýzkaland er komið vel á veg með að verða mesta útflutnings- land Evrópu. Árið 1951 varð út- flutningur á vefnaðarvöru, efna- vöru og vélum þegar orðinn rúm- lega 7000 milljónir marka, en var ekki nema 1200 milljónir árið 1949. Árið 1951 var greiðslujöfnuður hag- stæður um 420 milljónir marka. Þýzkaland á nú meira fé inni í Alþjóðabankanum, en nokkurt annað ríki í Evrópu. Þjóðverjar hafa einkum látið mikið að sér kveða í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Þar hafa Krupps-verksmiðjurnar orðið drýgstar að ná í viðskipti. Þær eru nú að reisa gríðarlegt stáliðjuver í Rourkela í Indlandi og umhverfis það nýa borg, er getur hýst 100,000 manna. Verksmiðjurnar hafa og tekið að sér að smíða þrjár stór- brýr á Níl, iðjuver í Iran og Sudan til vinnslu á jurtafeiti, málmsteypu í Suður-Afríku, sex brýr í Portúgal og auk þess ýmis fyrirtæki í Afgan- istan, Thailandi, Eþiopiu, Tyrk- landi, Ceylon og Suður-Ameríku. Árið 1955 hafði Krupp fimmtung- inn af tekjum sínum af starfsemi sinni erlendis. Daimler-Benz (sem smíðar Mercedes bílana) hefir gert félag við stærstu verksmiðju Indlands, Tata-verksmiðjuna, til framleiðslu á diesel-bílum. Þá hefir Daimler- Benz stofnað verkfræðingaháskóla í Indlandi, þar sem 400 menn stunda nú nám. Stjórnin í Burma gerði út sendi- nefnd til Evrópu að kaupa herflutn- ingabíla, sem hentuðu þar í landi. Nefnd þessi fór víðsvegar um Evröpu, en þegar hún kom til Þýzkalands, var hún ekki lengi að ákveða kaupin. Hún keypti 68 skriðbíla (UNIMOG) af Daimler- Benz. Siemena verksmiðjurnar eru að breyta járnbrautum Portúgals í rafmagnsbrautir. Þær eru einnig að reisa orkuver í Egyptalandi, Sard- iníu, Afghanistan og Venezuela. Þær eru einnig að koma upp mörg- um sjónvarpsstöðvum í Columbia, og selja ítölum, Belgum, Finnurn og Argentinu stöðvar fyrir firðtal. Árið 1955 kom frá Þýzkalandi fimmti hlutinn af öllum þeim vél- um, sem fluttar voru inn í Banda- ríkjunum. Þjóðverjar selja og mest af bílum þangað, sérstaklega „Volkswagen“, sem eru mjög eft- irsóttir vestra. Iðnaðarframleiðsla Þjóðverja heima fyrir hefir þrefaldast síðan 1948. Stálframleiðslan er orðin meiri heldur en í Englandi. Eftir stríðið var almennt at- vinnuleysi í landinu. Það er nú 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.