Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 471 BjÖrn G. BjÖrnsson: Stefán Helgason förumaður langt síðan því var lokið, en auk þess hefir tekist að veita atvinnu 10 milljónum flóttamanna, sem flýðu „sæluna“ fyrir austan járn- tjaldið. Hin frjálslynda stefna stjórnar- innar í viðskiptamálum, ásamt framúrskarandi dugnaði og kjarki almennings, hefir nú borið þann ávöxt að allt er í meiri uppgangi en dæmi eru til annars staðar í Evrópu. Nú er of mikil fjársöfnun aðal áhyggjuefni Þjóðverja. Þeir hafa á undanförnum árum kapp- kostað að auka framleiðslutækin og flytja sem mest út, en minna ver- ið hugsað um framleiðsluvarning til notkunar heima fyrir. Þetta gæti haft þær afleiðingar, að vöruverð færi að hækka. En Erhard hefir þegar gert sínar varúðarráðstafan- ir. Hann hefir dregið úr útflutn- ingi og nú ætlar hann að afnema tolla á innfluttum nauðsynjum, tii þess að halda vöruverðinu niðri. í Vestur-Þýzkalandi eru nú urn 50 milljónir manna. Það er ein- kennilegt, að þeir skuli hafa á- hyggjur af því að þar sé allt í of miklum uppgangi. Og það er eitt- hvað annað en hægt er að segja um þær 17 milljónir sem heima eiga i Austur-Þýzkalandi, og eru undir járnhæl Rússa. Þessir Þjóðverjar, sem þar eiga heima, voru ekki síð- ur kjarkmiklir og duglegir en bræður þeirra fyrir vestan járn- tjaldið. En ástandið í Austur- Þýzkalandi fer stöðugt versnandi. Undir grimmdarstjórn kommúnista verða hinir dugmiklu verkamenn æ óhamingjusamari, og kjarkur þeirra þverr smámsaman. Vestur-Þjóðverjar hafa nú sýnt þeim, og allri Austur-Evrópu hví- líkt viðreisnarafl frelsið er, hugs- anafrelsi, athafnafrelsi og við- skiptafrelsi. Sú þjóð, sem er í sann- leika frjáls, getur alltaf rifið sig upp úr niðurlægingu og fátækt. Það var ekki kveikt við veginn né vörðuð hans þroskabraut. Hann lagði út á lífsins regin og leiðsagnar engrar naut. Úr föðurhúsunum hrakinn, hungraður, þyrstur nakinn. Hver lýsir þeirri þraut? Hann vantaði ei þrek til að vinna, en viljans styrkur brást. Og vit hafði margur minna við mannlifsgátu að fást. En óhýr var ygglibrúnin, því ergelsismæðurúnin og gremjan í svipnum sást. Hann vissi að hvergi var hann velkominn förusveinn, því pjönkur á haki bar hann, sá böggull var ekki hreinn. 1 fjárhúsum fékk hann hvílu við fánýta tötraskýlu, þar svaf hann — alltaf einn. Um veslingsins vöku og drauma þar vitnaðist aldrei neitt. En vakna við vist svo auma það víst hefði margan þreytt. Þar beið engin kaffikanna, né krásir ríkra manna. Nei, ekkert var um hann skeytt. Hann hröklaðist heim að bænum er hungrið og þorstinn brann. Hjá húsfreyjum virktavænum hann viðkvæma samúð fann. Þær gáfu honum gott að borða og gjarnan nestisforða. En vildu ekki hýsa hann. Hans orðbragð var ógnum þrungið af áreitni um sérhvern mann. Og þyrnarnir þeir gátu stungið, hann þekkti svo veikleikann í fari sveitunga sinna að sízt þurfti á að minna. Hann flísarnar jafnan fann. Hann virtist hinn stóri sterkl stofnviður til að sjá. En var þó í orði og verki vanþroska, kalið strá. Um orsakir illra skapa og óvæntra stjömuhrapa •r samtiðin sagnafá. Er förumaður var fallinn varð fráleitt hjá því sneitt að kasta rekum á kallinn, það kostaði litið eitt. Þá útför þurfti ekki að vanda og þar skyldi ei varði standa né leiðið Iaufum skreytt. En Eyjólfur Kolbeins klerkur, sem kunni á örbirgð skil, í athöfn og orðum merkur einstæðingum í vii, hann flutti fagra ræðu um fátæka útlagans mæðu, svo flestir fundu til. Er ekki Stefáns andi arfgengur vorri þjóð? Hrekjast ei hér í landi húsvilltir menn og fljóð? Ráðvilltir alla ævi, ekki við fjöldans hæfi, förumanns feta slóð. Ef kærleikans hugsjón hækkar þá hlýnar við Norðurpól og förumönnum fækkar, sem finna hvergi skjól. Útlagans grýtt er gata;, en gott eiga þeir sem rata veginn mót sumri og sól, 'i_-^ð®@®<5''^_5 MANNTJÓN ÞJÓÐVERJA 1 SEINNI HEIMSSTYRJÖLDINNI FYRIR skömmu gaf stjórnin í Vestur- Þýzkalandi út skýrslu um manntjómð, sem Þjóðverjar biðu í seinni heims- styrjöldinni. Samkvæmt þessari skýrslu hafa rúmlega 7 milljónir manna beðið bana í styrjöldinni, og eru þá eigi að- eins taldir allir hermenn, sem féllu, heldur einnig borgarar, sem biðu bana í loftárásum og Gyðingar, sem nazistar létu taka af lífi. Arið 1937 er talið að 77 milljónir Þjóðverja hafi verið í Þýzkalandi, Memel, Danzig og Þjóðverjabyggðum í Póllandi, Tékkóslóvakíu, Ungverja- landi, Rúmeníu, Júgóslavíu og Búlg- aríu. Nær skýrslan til allra þessara manna og samkvæmt þvi hefir nær 10. hver Þjóðverji farist í styrjöldinni. V Y A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.