Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Side 6
474
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Enginn hverfur
ENN ÞANN DAG í dag er ekki
horfið eftirskinið frá ævi manns-
ins, sem fyrstur varð til þess að
greftra vini sína og vernda and-
lit þeirra með því að hreykja
tveim hellum yfir þau; ekki held-
ur skinið frá ævi mannsins, sem
varð fyrstur til að banna börn-
um sínum að drepa náungann.
né heldur frá ævi hins, sem
fyrstur allra ákvað, að særðum
mönnum og ósjálfbjarga, er ekki
gátu farið á veiðar, skyldi séð
fyrir fæði og þeir ekki látnir
deyja. Eftirskinið frá jarðvist
þessara manna varir enn og er
nú ef til vill enn þá verulegra
en fyrst, þegar þeir létu á sér
bera í þessum heimi.
Ljósið frá ævi Móse, Búddha,
Konfúsiusar, Lao Tse og Krists
hefir sennilega meiri áhrif á mann
kynið í dag, en þegar þeir voru
að hugsa um hamingju þess og
örlög. Enginn maður hverfur að
fullu og öllu, ef hann kappkost-
ar að gera það, sem gott er, og
væntir sér engra launa nema
gleðinnar yfir því að hafa stuðl-
að að þroska mannkyns. Skyn-
semisviðleitni vor, öll vísindi vor,
stoða ekki ef þau leiða ekki tii
aukinnar sjálfsþekkingar, til
skilnings á tilgangi lífsins og
kröfum þeim, sem fólgnar eru
innra með oss.
(Stefnumark mannkyns).
við nokkru af umferðinni, og létta
þannig á flugvellinum í Lundún-
um.
Bandaríkjamenn óttast að aukin
umferð í lofti, meiri flughraði og
aukið flug í dimmviðri, muni brátt
valda árekstrum í lofti og þar með
stórslysum. Árið 1956 fluttu áætl-
unarflugvélar þar innanlands 46
milljónir farþega og fórust þá 143
menn. En þess ber að gæta að 117
þeirra fórust í einu slysi, þegar
tvær flugvélar rákust saman í lofti
yfir Grand Canyon í Coloradoríki,
Sést á því hve slysahættan vex
stórkostlega um leið og áreksturs-
hættan eykst. Þrátt fyrir þetta
mikla slys varð þó dánartalan af
flugslysum það ár ekki nema
0.62 á hverjar milljón „farþegamíl-
ur“. Sést á því hvað flugferðir eru
orðnar öruggar að öðru leyti. Og
geta má þess, að ekkert einasta
slys henti þær flugvélar, sem voru
í ferðum yfir úthöfin.
Bæði Bandaríkjamenn og Bretar
telja, að nauðsyn beri til þess að
útbúa flugvélar með enn betri ör-
yggistækjum en verið hefir hingað
til, og þá sérstaklega flugvélar, sem
eru á sömu leiðum, verði útbúnar
samskonar tækjum, svo að þær geti
alltaf haft samband sín á milli. Það
mundi geta orðið til þess, að fjölga
mætti ferðum á flugleiðunum,
þannig að styttra yrði milli flug-
vélanna. Þetta mundi og spara
leiðbeiningastöðvum flugvallanna
mikla fyrirhöfn, því að flugvélarn-
ar þyrftu þá ekki leiðbeininga frá
þeim fyr en að flugvöllunum væri
komið. Nákvæmari og betri sigl-
ingatæki þurfi einnig, svo að flug-
vélarnar geti farið nákvæmlega þá
stefnu, sem þeim hefir verið ætluð.
svo að ekki geti skakkað meira á
stefnunni en svo sem 10 sjómílum,
þegar flogið er yfir úthaf, hvernig
sem veður er. Þá er og talið nauð-
synlegt að útbúa flugvélar með
svo sterkum ratsjám, að þær geti
séð hver til annarrar nógu snemma
til þess að víkja úr vegi og forðast
árekstur. Ennfremur þurfi að setja
í flugvélarnar sjálfvirk tæki, er
reikni út jafnharðan hvar þær eru
staddar og geri þannig starf sigl-
ingafræðingsins miklu auðveldara.
Það tekur auðvitað tíma að fram-
leiða öll þessi tæki og koma þeim
fyrir í flugvélunum, en þá má líka
fjölga ferðum á öllum flugleiðum.
Gamall piparsveinn var að tala um
matreiðslu:
— Einu sinni fékk ég mér matreiðslu-
bók og ætlaði að læra af henni. En
ég hafði ekkert gagn af henni, vegna
þess að hver leiðbeining hófst með
þessum orðum: Takið hreinan disk —
Alagabletfir
Slys á Ingjaldssandi
í HANDRITASAFNI Magnúsar Hj.
Magnússonar, Lbs. 2235, 4to, er
eftirfarandi frásögn:
„Sums staðar eru landsblettir, er
einhver óhappa álög fylgja. Sé þar
hrís eða lyng, má ekki rífa það, og
sé þar gras, má ekki slá það. Ef
slíkt er gert, koma jafnan einhver
óhöpp fyrir.
Tveir slíkir blettir eru á Ingjalds
-sandi í Villingadalslandi; eru þeir
fyrir handan læk, er rennur ofan
svonefnda Kattarlág. Er gömul
sögn að hafi Villingadalsbóndi
slegið bletti þessa, er nefndir eru
Álagablettir, hafi hann annað
hvort misst nokkuð af kindunum
mjög hrapallega, eða þá einhverja
kúna, og þá ekki þá lökustu.
Fyrir og um 1886 bjó bóndi sá á
Villingadal, er Jón hét Jónsson
frá Sæbóli á Ingjaldssandi. Kona
hans var Sveinfríður Sigmunds-
dóttir frá Hrauni á Ingjaldssandi,
er seinna giftist Jóni stýrimanni
Bjarnasyni frá Arnarnesi í Dýra-
firði....
Jón bóndi Jónsson var lítt trú-
aður á ýmsar fornar sögur, og
hugði því ekki saka, þó hann
brygði af gamalli venju með ýmis-
legt er þar að laut. Það var því
þetta sumar (1886), að hann sló
Álagablettina í Kattarlág og hirti
heyið; spáði margur að það mundi
ekki góðri lukku stýra, og varð það
áhrínsspá......“
Hinn 20. desember um veturinn
tók snjóflóð Jón bónda, þar sem
hann stóð yfir fé sínu uppi í fjalli,
og fórst hann þar. Fjórir menn
fóru að leita hans, en snjóflóð tók
þá líka og fórust tveir þeirra, en
hinn þriðji slasaðist mjög mikið.
(Sjá frásögn um þetta slys í Les-
bók 31. marz 1957.)