Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Blaðsíða 8
476
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
LAFAYETIE
Tvöhundruð
S U Ð U R í miðju Frakklandi er
Auvergne-hérað. Það er hálent og
eldbrunnið, með háum klettum,
djúpum dölum og gínandi gljúfr-
um,fossandi ám, silungslækjum og
heitum laugum. Það er fremur
hrjóstugt og næturfrost koma þar
oft snemma og eyðileggja upp-
skeru. Fólk þar er því yfirleitt fá-
tækt og verður að vinna hörðum
höndum myrkranna á milli.
Nýi tíminn hefir enn eigi sett
sitt mark á þetta hérað né fólkið,
sem þar á heima. Við ár og læki
má líta konur liggjandi á hnján-
um við að þvo stórþvott undir ber-
um himni. Upp til fjallanna sitja
hirðar enn yfir fé árið um kring.
Kýr eru hafðar í seljum upp til
fjalla og þar eru gerðir ostar úr
mjólkinni, eins og fyrir hundruð-
um ára. Á ökrum má enn sjá bænd-
ur með tréplóga og uxa fyrir. Á
heimilunum situr kvenfólk við að
knippla í höndunum og vill ekki
sjá kniplingavélarnar, sem afkasta
mörgum sinnum meira. Á einum
stað er pappírsverksmiðja, sem
staríað hefir síðan á krossferða-
tímabilinu. Þar er pappírinn fram-
leiddur í höndunum og eru afköstin
400 arkir á dag.
Um allt landið má líta gamlar
kastalaborgir, sem tylt hefir ver-
ið á hæstu hnúka og kletta. Þessir
kastalar voru upphaflega reistir í
varnarskyni, þegar enginn var ó-
hultur um sig né eignir sínar. Nú
eru þeir flestir í rústum. Á 280
feta háum kletti eða stapa, sem rís
nær lóðrétt inni í miðjum bænum
Le Puy, stendur kapella, sem reist
ara minning
var á 11. öld. Upp í hana verður
ekki komist nema eftir þrepum,
sem höggvin hafa verið í snarbratt-
an klettinn. Skammt þaðan er ann-
ar klettur meiri um sig og efst á
honum stendur líkneskja af Maríu
mey. Hún var steypt úr 213 rúss-
neskum fallbyssum sem teknar
voru herfangi í Sevastopol í Krím-
stríðinu. Myndastyttan er hol að
innan og má ganga alveg upp í höf-
uð hennar. —
---o---
Sunnarlega í héraðinu og svo
sem miðja vegu milli Parísar og
Marseille, stendur gömul höll með
tveimur turnum. Hún heitir Chate
au Chavaniac. Fyrir 200 árum
fæddist þar í vesturturninum (6
september 1757) Marie Joseph Paui
Yves Roch Gilbert du Motier de La
Fayette. Foreldrar hans voru hinn
voldugi aðalsmaður Michel Louis
Christophe Rock Gilbert du Motier,
greifi de la Fayette, barón de Viss-
ac, eigandi St. Romain og annara
staða, og hin hágöfuga kona hans
Marie Louise Julie de la Riviere.
Þegar sveinninn var tveggja ára
féll faðir hans í orrustu og erfði
hann þá alla titlana. En 33 ára að
aldri afsalaði hann sér þeim öllum
og kallaði sig upp frá því aðeins
Lafayette. Það nafn er dregið að
„Villa Faia“, en svo var nefndur
bústaður sem forfeður hans áttu
um það leyti er kristni var lögtek-
in á íslandi.
Lafayette missti móður sína þeg-
ar hann var átta ára, en þegar
hann var 13 ára erfði hann afa sinn
„Eg færi yður tákn“. — Líkneskja
Lafayette í Le Puy.
og varð þá einhver ríkasti ungur
maður í Frakklandi. Hann fór þá
í herskóla og þaðan var hann send-
ur til Metz og gerður að undirfor-
ingja í setuliðinu þar.
Þegar Lafayette var á 16. árinu
kvæntist hann 14 ára gamalli
stúlku, Marie Adrienne Francoise
d’Ayen de Noailles, sem var af ein-
hverri valdamestu ætt í Frakk-
landi. Þau ungu hjónin fluttust þá
til konungshirðarinnar í Versölum.