Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1957, Síða 10
478
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ríkin sættu beztu kjörum með
markað í Frakklandi. Kvað harm
slíkt nauðsynlegt, því að þau gæti
ekki greitt skuldir sínar með öðru
en útflutningi. Og svo fekk hann
því til vegar komið að Bandaríkin
fengu greiðslufrest, er þau áttu að
greiða fyrstu afborgun.
Nú settist Lafayette að heima í
Frakklandi og varð einn af aðal-
mönnum stjórnbyltingarinnar
miklu. Daginn fyrir Bastilludaginn
var hann kosinn varaforseti þjóð-
þingsins, en daginn eftir Bastillu-
daginn var honum fengin yfirstjórn
hins nýja þjóðhers í París. Kom
það þá í hans hlut að fyrirskipa að
Loðvík XVI. skyldi handtekinn, er
• hann ætlaði að flýa. Var nú sköp-
um skift frá því er konungurinn
bannaði honum að fara úr landi og
ætlaði að láta taka hann fastan.
Lafayette beitti valdi sínu ann-
ars til þess að reyna að draga úr
ofsa byltingarinnar og koma í veg
fyrir nýar blóðsúthellingar. Bratt
fór þó svo, að honum líkaði ekki
þessi nýa staða, því að hann ótt-
aðist að þurfa að beita hervaldi
gegn múgnum, til þess að vernda
friðinn í landinu. Þegar nýa stjórn-
arskráin gekk í gildi 1791, sagði
hann því af sér.
Vegna þess að hann var gætnari
en aðrir byltingamenn kom fram í
þinginu tillaga að kæra hann fyrir
landráð. Þó átti hann enn svo mikil
ítök, að tillagan var felld. Það var
8. ágúst 1792. Tveimur dögum
seinna hófust óspektir þær er
leiddu til þess að Jakobínar náðu
öllum völdum í París. Lafayette
reyndi að reisa rönd við þeim, en
mistókst. Hvarf hann þá úr landi.
Og 19. ágúst dæmdi þjóðþingið
hann svikara við byltinguna.
Erlendis var hann talinn hættu-
legur byltingarmaður og var tek-
inn fastur. Sat hann þar sjö ár i
fangelsi, fyrst í Prússlandi og síð-
an í Austurríki. Árið 1797 var hann
látinn laus, og átti hann það Napo-
leon að þakka. Hvarf hann þá aftur
heim til Frakklands, en hafðist þar
lítt að. í stjórnarbyltingunni hafði
hann misst aleigu sína, en nú sam-
þykkti þing Bandaríkjanna að veita
honum 24.424 dollara — og var látið
heita svo að það væri laun hans
sem major-generals í bandaríska
hernum. Árið 1824 ferðaðist hann
til Bandaríkjanna og var þar hvar-
vetna tekið með miklum fögnuði
eins og þjóðhetju. Þingið sam-
þykkti þá enn að veita honum
200.000 dollara, og var það talin
endurgreiðsla á þeim kostnaði sem
hann hefði haft af því að veita
Bandaríkjunum lið.
í júlíuppreisninni 1830 var hann
enn gerður að yfirforingja þjóð-
liðsins og lét þá leiðast til að styðja
konungdóm Louis Philippe. Þó
skarst brátt í odda með þeim og í
desember 1830 sagði Lafayette af
sér og settist í helgan stein. Hann
dó 1834 og var grafinn í Picpus-
kirkjugarði á Signubakka, en leiði
hans var þakið mold frá Bunker
Hill í Ameríku, þar sem hann háði
eina orrustu sína 28. maí 1778.
----o----
Ailt líf sitt helgaði Lafayette bar-
áttu fyrir frelsi. Og bæði í Banda-
ríkjunum og Frakklandi er hans
minnst sem frelsishetjunnar. Hann
unni og Bandaríkjunum mjög og
taldi að þar væri vagga frelsisins.
Og til þess að undirstryka það, lét
hann 13 herbergi í höll sinni heita
í höfuðið á fyrstu 13 sambands-
ríkjunum vestra. En í Bandaríkj-
unum heita nú 50 borgir og bæir,
háskóli og ótal stoínanir í höfuðið
á honum, og hefir hans eflaust ver-
ið minnst þar nú á 200 ára afmæl-
inu.
Árið 1916 keyptu Ameríkumenn
höll hans í Auvergne, létu gera
við hana og gerðu hana að safn-
stað, þar sem allt er geymt sem enn
er til af þeim gripum, er hann átti.
Jafnframt var þar stofnað heimili
fyrir munaðarláus börn, og dvelj-
ast þar nú mörg hundruð barna úr
öllum héruðum Frakklands.
í borginni Le Puy, sem er næst
höllinni, stendur myndastytta La-
fayette og sýnir hann er hann gekk
fyrir byltingaráðið í París, helt þar
ræðu og hélt á loft upp þrílita
skúfnum — rauðum, hvítum og
bláum — sem var merki hans og
merki þjóðvarnarliðsins, og mælti:
„Eg færi yður hér tákn, er fara
mun um allan heim“. Það var í
hans augum merki jafnréttis, frels-
is og bræðralags. Og upp frá því
hafa þetta verið þjóðlitir Frakk-
lands.
_____
Meiri hraði
WESTINGHOUSE Electric Corp.
hefir fundið upp nýja malmblöndu,
er þolir meiri hita, en áður hefir
þekkzt. Hún nefnist K545 og er
gerð úr járni, króm, nikkel, molyb-
denum, titanium og boron. Með þvi
að nota þessa malmblöndu í hvirfil-
vélar þrýstiloftsflugvélanna, má
auka hitann að mun og þar með
hraða flugvélanna. Er talið að
hraðaaukningin geti orðið um 150
km. á klukkustund.
Aukin orka hvirfilhreyfla fæst
með því að auka hita loftsins sem
streymir í gegn um þá, og með því
er þá einnig hægt að auka flug-
hraða þrýstiloftsflugvélanna. —
Hvirfilhreyflarnir verða því að
vera úr efni, sem þolir geysilegan
hita. Það efni, sem notað hefir ver-
ið í hreyflana fram að þessu, þolir
20.000 snúninga á mínútu, en snún-
ingshraðann má auka mikið þegar
hið nýja efni kemur til sögunnar.