Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1957, Blaðsíða 10
494 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og helt áfram að greiða hár sitt, sem var mikið og'þykkt og hún virtist hreykin af. Svo steyptist hún í sjóinn og eg sá hana ekki framar. Eg hafði séð hana mjög glögg- lega, því að eg stóð á kletti rétt fyrir ofan hana og glaða sólskin var“. Munro sendi þetta bréf vegna þess, að skömmu áður höfðu tvær stúlkur séð álíka undarlega veru vera að baða sig í brimi hjá Kata- nesi. Önnur stúlkan hét Mackay og sagði hún að andlitið á sækon- unni hefði verið kringlótt og hoid- ugt og eldrautt á litinn. Ekki kvaðst hún hafa séð að sækonan væri með hárgreiðu, en hún hefði hvað eftir annað lyft snjóhvítum armi upp úr sjónum og strokið aft- ur hárið, sem var bæði mikið og grænt. -----o--- ÞEGAR kemur lengra fram á 19. öldina, fá sækvennasögurnar byr undir báða vængi, því að þá fara úttroðnar sækonur að ganga kaup- um og sölum í Lundúnum. Getur Francis Buckland um nokkur dæmi þessa í bók sinni „Curiosities of Natural History", sem kom út ein- hverntíma um 1860. Merkust af þessum úttroðnu sækonum var sú, er sýnd var í Egyptian Hall í Lund- únum árið 1830 og var seld tveim- ur ítölskum bræðrum fyrir upp* hæð er myndi svara til 650.000 ísl. króna. Buckland segir frá annarri út- troðinni sækonu, sem honum var sýnd. Var hún nær fjögur fet á lengd og eins að útliti og sækonur voru sagðar, fiskur að neðan, en kvenmaður að ofan, með hörð út- standandi eyru, snubbótt nef, hrukkótt enni og munnurinn með afskræmis glotti. í neðra gómi var mannstönn, en fljótt mátti sjá, að henni hafði verið stungið þar. Og þegar betur var að gáð, kom í ljós, að efri hlutinn var húð af apa, en við hana hafði verið vandlega saumaður roðbelgur af fiski. Komst það þá upp að maður, sem tróð út fuglahami, hafði búið þetta til. í bókinni „Japan and Her People“ sem kom út 1859, segir Andrew Steinmetz frá því, að japanskir fiskimenn hafi góðar tekjur af úttroðnum sækonum. Fyrst búi þeir þær til úr apaskinni og roðbelg af fiski, og láti svo það boð út ganga, að þeir hafi veitt sækonu í fiskinet sín, en hún hafi drepist á leiðinni í land. En áður en hún gæfi upp öndina, hefði hún spáð því að ógurieg drepsótt væn yfirvofandi, og enginn mundi kom- ást hjá henni, nema hann ætti mynd af sér. Auðvitað höfðu fiski- mennirnir látið gera margar mynd- ir af henni áður og seldu þær nú dýrum dómum. Aðrir höfðu stór- fé upp úr því að sýna sækonurnar úttroðnar fyrir peninga. Margar af þessum japönsku sæ- konum bárust til Evrópu og Amer- íku á 19. öld og voru hafðar til sýnis fyrir peninga. Sérstaklega mun ameríski sýningamaðurinn P. T. Barnum hafa haft góðan arð af þeim. En það síaðist þó út að svik væri í tafli ,og þegar það varð al- kunnugt hvernig þessar úttroðnu hafmeyar voru, vildi fólk ekki sjá þær, og jafnframt var þá lokið trúnni á þessar kynlegu mannver- ur í sjó. ----o---- ALLT fram á 19. öld trúðu íslend- ingar fullum fetum á að til væri alls konar mannverur í sjó. Það voru marmennlar, hafmenn og margýgur. Eru um það ótal þjóð- sögur, eins og allir vita. Trúin á hafstramba var þá farin að dofna og munu þeir hafa breyzt í haf- menn, eins og sjá má á lýsingu þeirra. Þeir eru fullar sex alnir á hæð og ramir að afli, fljótir á fæti og fimir að klifra. Þeir eni mannætur og svartir á lit, hálir og harðir viðkomu eins og gler, eða þaktir skeljum að utan, sem eru svo harðar, að högl hrökkva af þeim á alla vegu, og ef komið er höggi á þá, gnestur í þeim eins og blágrýti. í íslandslýsingu Resens eru lýs- ingar á margýgi og hafmanni, hafð- ar eftir Oddi biskupi Einarssyni. Þar segir að í hafinu við ísland sé til ferlíki, sem svipi til karlmanna, að minnsta kosti niður að beltis- stað. Þau hafi eins og mannshöfuð og sé það skeggjað, en hvirfillinn sé hvass upp, og sé svipaðast því sem á honum sé nokkurs konar mítur. Háls og herðar sé eins og á manni, en hendur engar. — Um margýgina segir: Ferlíki eru til með kvenmannsskapnaði; þau hafa kvenmannshöfuð með löngu hári. Skegglaus eru þau. Þau hafa háls, herðar og brjóst eins og konur. Neðri hluti líkamans er í fisklíki. Ekki er hægt að sjá greinarmun milli fingranna, því að þeir eru skeyttir saman með þunnri himnu eins og fætur á sundfuglum. And- litið er mjög voðalegt, með víðum kjafti, úttútnuðum kinnum og grimmdarlegu augnaráði. Einhverja seinustu frásögnina um margýgi hér við land, er að finna í Gráskinnu Gísla Konráðs- sonar, og mun sá atburður hafa gerzt um 1830. Þar segir svo: Svo hefir sagt Pétur Eyólfsson skipari, að eitt sinn er hann sigldi skútu sinni sunnan fyrir Eldeyar og vestur á Jökuldjúp á Faxaflóa, sá einn háseta mannshöfuð ofan um brjóst standa úr sjó upp. Sá sagði er hann sá þetta: „Hver djöf- ullinn er að tarna?“ Pétur hljóp undan stýrinu og setti annan mann undir og bað að stýra hjá sýn þess- ari, en eigi á hana. Sagði hann svo, að andlit þetta væri sem stór al-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.