Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 523 Tröll úr undirdjúpunum Stóri fiskurinn, sem veiddist hjá Florida. ÞAÐ var í febrúarmánuði árið 1913 og var degi tekið að halla. Charles H. Thompson kapteinn var þá á skemmtisiglingu í Floridasundi á skemmtisnekkju, sem hann átti og kallaði „Samoa“ — Voru með honum nokkrir menn, sem hann hafði boðið með sér á Bkemmtisiglinguna. Allt í einu sáu þeir hvar eitthvert ferlíki var á sveimi í sjávarskorpunni. Kom þá veiðihugur í Thompson. Hann lét setja léttibátinn á flot og fór svo við annan mann að grennslast um hvaða skepna þetta væri. Hafði hann með sér skutul, því að hann var ákveðinn í að reyna að veiða þennan stórfisk. Þeir komust í dauðafæri við skepnuna, Thompson kastaði skutl- inum og hann fór á kaf í búkinn. Skepnan tók svo hart viðbragð, að það var eins og gos kæmi upp úr sjónum, og á sömu stund var bát- urinn kominn á slíka fleygiferð að sjór sauð á keipum á bæði borð. Þeir félagar héldu sér í bátinn dauðahaldi og sáu nú að þessi fisk- ur var miklu stærri en þeir höfðu haldið, og komust að raun um að hann gat synt með geisihraða. Hófst nú sá eftirminnilegasti bát- dráttur, sem sögur fara af, því að í 39 klukkustundir dró skepnan bátinn á eftir sér og linaði aldrei á sprettinum. Maðurinn, sem með Thompson var, varð ákaflega hræddur og bað hann í guðs nafni að höggva skutul -festina. En Thompson var ekki a því. Hann var ákveðinn í því að reyna að ná þessari ógurlegu skepnu. Veiðihugurinn bar for- sjálnina ofurliði. Hann hélt sér í þóftu með annarri hendi, en greip öxi í hina höndina til þess að vera viðbúinn að höggva, ef ferlíkið skyldi kafa, því að þá var voðinn vís, það mundi hafa dregið bátinn í kaf með sér. En hvernig sem á því stóð, þá kafaði sjóskrímslið ekki, hefir ef til vill ekki getað kafað, vegna þess að loft hefir komizt ofan í það. Hélt það beinu stryki í yfirborðinu norðaustur á bóginn, eins og Golf- straumurinn liggur og stóð sjávar- strokan af því. Thompson varð að hafa vakandi auga á skrímslinu, en félagi hans stóð sífellt í austri. Á þessu gekk alla nóttina og næsta dag, og næstu nótt að aldrei linaði skepnan á sprettinum. En er þeir höfðu stað- ið í þessu í rúmlega hálfan annan sólarhring, þá breytti skrímslið um stefnu og hélt nú beint til lands og komu þeir að landi hjá Knight’s Key. Þá var eins og skrímslið væri uppgefið, eða hefði sprungið á sundinu, því að nú lá það grafkyrt. Drógu þeir það að hafnarbakka og bundu þar við staura. Var þeim nú sjálfum mál á hvíldinni og ein- hverri lífsnæringu. Fengu þeir sér mat og fóru síðan að sofa. En rétt sem þeir voru að festa svefninn, voru þeir vaktir upp með þeim fréttum, að ófreskjan hefði slitið sig lausa, brotið hafnarbakk- ann og vélbát, sem þar var. Nú voru kvaddir til vopnaðir menn og létu þeir kúlum rigna yfir ófreskjuna. Dasaðist hún þá, en samt var hún með lífsmarki í fimm daga. Fregnin um þetta barst óðar út og vísindamenn streymdu til Knight’s Key til þess að skoða skepnuna og vita hver hún væri. En enginn þekkti hana. Slík skepna hafði aldrei sézt áður, svo að sögur færi af. Mönnum kom saman um að þetta mundi vera djúphafsfisk- ur, og gizkuðu á að eldsumbrot á sjávarbotni mundu hafa hrakið hann upp á yfirborð. Þetta var ekki hvalur, heldur fiskur. Hann var 45 fet á lengd og 33 fet og 9 þumlungar að ummáli þar sem hann var digrastur. A honum var þriggja þumlunga þykk hvelja og lifrin úr honum vóg 1700 pund. Ekki var fiskurinn sjálfur veginn nákvæmlega, en menn gizk- uðu á að hann mundi vega um 30.000 pund. En þrátt fyrir þessa miklu stærð þóttust menn ganga úr skugga um að þetta væri ungur fiskur og ekki fullvaxinn. Margir furðulegir fiskar hafa komið upp úr djúpum hafsins á þeim 44 árum, sem liðin eru síðan þetta var. En enginn fiskur af þess- ari tegund hefir fundizt síðan. cr^j Kvikmyndavél Norskur kvikmyndamaður, Hilmar Sandberg og danskur sjónaukafræðing- ur, Holger Nielsen, hafa fundið upp áhald, sem sagt er að setja megi á allar kvikmyndasýningarvélar með litlum kostnaði. En með þessu áhaldi er hægt að sýna hvaða breidd af filmum sem er.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.