Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 527 stofna skrifstofu er hafi með höndum að auka sparnað og hagsýni í vinnu- brögðum hjá stofnunum bæarins (29.) MENN OG MÁLEFNI Dr. Björn Sigurðsson var sæmdur heiðursmerki á alþjóðlegu læknaþingi fyrir framlag sitt til læknislistar (3.) ísland gerðist aðilji að PEN, alþjóða- sambandi rithöfunda (4.) Sættir tókust í deilu vörubílstjórafé- laganna Þróttar og Mjölnis um flutn- inga að Sogsvirkjun (4.) Lá við verkfalli lyfjafræðinga, en því var afstýrt á seinustu stund (7.) Emil Sandström forseti Alþjóða- Rauðakrossins kom í heimsókn (8.) Lauk verkfalli bakarasveina í Reykia -vík eftir 3% mánuð (11.) Ólafur Ólafsson kristniboði fór suður til íslenzku trúboðsstöðvarinnar í Konso í Eþíópíu (12.) Stéttarsamband bænda helt ársfund sinn að Hlégarði í Mosfellssveit. Þar var m. a. samþykkt að veita 50 þús. kr. til Handritahússins (14.) Prófessor Arnold Toynbee kom hing- að á vegum Ríkisútvarpsins og flutti fyrirlestra (17.) Hallgrímur Helgason tónskáld var ráðinn framkvæmdastjóri Tónskáldafé- lagsins (18.) Skúli Magnússon flugstjóri fekk rétt til að stjórna Viscountflugvélum (18.) Skip kom hingað í fyrsta sinn til að sækja skreiðarfarm og flytja beint til Nigeríu (18.) Háskóli íslands hefir keypt hæð i stórhýsinu Laugaveg 105 og á Náttúru- gripasafnið að flytjast þangað (19.) Jón Kjartansson bæarstjóri í Siglu- firði var skipaður forstjóri Áfengis- verslunarinnar frá 1. nóv. (19.) Dr. Hjalmar O. Lokensgard hefir verið skipaður bandarískur sendikenn- ari við Háskóla íslands (24.) Sænska skáldið Harry Martinson kom hingað í boði sænsk-íslenzka fé- lagsins og flutti fyrirlestra (25.) Þorsteinn Ö. Stephensen hlaut „Silf- urlampann“ fyrir beztan leik á þessu liðna leikári (26.) Snæbjörn Ólafsson skipstjóri á Hval- felli hlaut heiðursverðlaun fyrir gott eftirlit með öryggi skipverja sinna (26.) Bílstjóri í Reykjavík var sviftur öku- leyfi vegna þess að hann væri hættu- legur í umferðinni (27.) Háskóli íslands tekur nú við kennslu í lyfjafræði og er námstíminn 3 ár (27.) Jakob Benediktsson varði doktorsrit- gerð um Arngrím lærða við háskólann í Kaupmannahöfn (27.) VIÐSKIFTI Bankarnir stöðvuðu yfirfærslu á ferðagjaldeyri (12.) Verðlagsgrundvöllur landbúnaðaraf- urða hækkaði um tæp 2% (12.) Fyrstu 8 mánuði ársins var vöru- skiftajöfnuður óhagstæður um 169.8 milljónir króna (22.) Vísitala framfærslukostnaðar var 191 stig (24.) Verð á slátri er nú hærra en í fyrra (26.) ÝMISLEGT Dráttarvél var stolið um nótt á Torfa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.