Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Blaðsíða 12
528 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan LEITAÐ AÐ HAUSNUM AF SHAKESPEARE Blaðamannsævintýr Eftir G. WARD PRICE EITT af því furðulegasta, sem komið hefir fyrir mig á blaðamennskuferli mínum, skeði skömmu eftir að eg réð- ist til „Daily Mail“ 1908. Kennedy Jones, framkvæmdastjór- inn, lagði íyrir mig óvænta spurningu: „Treystið þér yður til að þekkja handrit frá dögum Elísabetar drottning -ar, ef þér skylduð sjá þau?“ Eg kvaðst heldur mundu fara með þau til British Museum. Hann eyddi því: „Við getum beðið þangað til hand- ritin eru fundin, að fá úrskurð sér- stöðum í Kaldakinn, fannst seinna inni á Svalbarðseyri (5.) Tunglfiskur veiddist hjá Vestmann- eyum og var fluttur í Náttúrugripa- safnið (14.) Brezkir sjómenn stálu bil á Akur- eyri, og reyndist það vera bíll enska vararæðismannsins þar (14.) Hrepparnir í V.-Skaftafellssýslu hafa gefið rúmar 4000 krónur í við- reisnarsjóð Skálholts (19.) Gamla kirkjan að Saurbæ á Hval- fjarðarströnd var flutt í heilu lagi að Vindáshlíð í Kjós (25.) I göngunum hlupu rúmlega 20 kind- ur niður í hamrabelti í Grafningi og lentu í sjálfheldu. Flugbjörgunarsveit- in var fengin til þess að bjarga þeim (29.) I barnaskólum Reykjavíkur verða rúmlega 7700 börn í vetur (28.) íslenzk fiskiskip lenda í vandræðum erlendis vegna þess að þau hafa ekki alþjóða hleðslumerki (28.) Mikil brögð eru orðin að inflúensu í Reykjavík. Er hún enn mjög væg en bráðsmitandi (28.) (Tölurnar í svigum merkja dag- setningar Morgunblaðsins þar sem nánari frétta er að leita.) fræðinga um þau. En eg ætla að senda yður þegar í kvöld trúnaðarerinda. Þér munuð þurfa á að halda allri skarp- skyggni yðar, rólyndi og hyggindum. Þér eigið að fara til Chepstow með manni, sem eg kynntist fyrir mörgum árum í Birmingham. Hann er auðugur og vel metinn maður. Hann er meðai annars í félagi Bacon-sinna þar á staðn- r~ Hann k"m til mín og spurði hvort við vildum greiða 5000 sterlingspund ly.i. einkaréttindi að birta fréttir af merkisatburði, sem nú á að ske. Mér virtist þetta tóm vitleysa, en nú ætla eg að biðja yður að rannsaka málið. Þér skuluð tala við alla sem við þetta eru riðnir og segja mér álit yðar á þeim. Ef sagan skyldi reynast rétt, þá er ekki of mikið að gefa 5000 Sterlings- pund fyrir hana. Eg hefi fengið hálfs- mánaðar frest til að svara“. í lestinni til Chepstow þá um kvöld- ið hlustaði eg á þá furðulegustu sögu, sem eg hefi nokkuru sinni heyrt. Ferða- félagi minn var aldraður maður, Smed- ley að nafni og átti heima í Russel Square. Hann var einn af helztu mönn- um Bacon-sinna, sem halda því fram að öll rit Shakespeares sé rituð af Francis Bacon, forsætisráðherra James I. Smedley var tígulegur maður á sex- tugsaldri, með hvítt skegg, og hafði fágaða framkomu, Það var auðséð að honum hafði farnast vel um ævina. „Hvað vitið þér um Francis Bacon?“ spurði hann. Eg hafði flett upp í „Encyclopaedia Britannica“ áður en eg lagði á stað og lesið þar um Bacon. „Hann var uppáhald Elísabetar drottningar og varð forsætisráðherra“ sagði eg. „Hann var greifi af St. Albans og lávarður af Verulam. Hann skrifaði vísindalega bók, sem hann neíndi „Novum Organum“. Þetta er svo að segja allt, sem eg veit um hann“. Smedley hallaðist fram á borðið og hvíslaði að mér í trúnaði: „Bacon er mesta mikilmenni, sem uppi hefir verið. Hann var mestur rit- höfundur og mestur vísindamaður. Hann var svo langt á undan samt.ið sinni, að það hefði verið hættulegt fyr- ir hann að opinbera alla hæfileika sína Þess vegna fann hann upp á ýmsum ráðum til þess að dylja þessa hæfileika. Eitt ráðið var það, að hann setti ýmis kenniorð inn í lesmál þeirra bóka, sem hann ritaði undir gervinöfnum. Þetta var alvanalegt þá á dögum, að nota ýmis kenniorð. En Bacon tókst að fela þetta svo vel, að það er fyrst nú að menn hafa uppgötvað það. Nokkur af þessum kenniorðum er að firma í leikritum og kvæðum þeim, sem Shakespeare eru eignuð. En auð- vitað eru þau eftir Bacon, þótt eg kæri mig ekki um að útlista það að svo stöddu. Þegar fyTÍr kemur einhver tor- skilinn staður í þessum leikritum eða ljóðum, þá getur maður verið viss um að eitthvert kenniorð er falið í lesmál- inu. Vér Bacon-sinnar höfum nú um mörg ár verið að safna gögnum til að sanna að hann var höfundur alls þess, sem talið er vera eftir Shakespeare. Og nú er svo komið, að ný aðferð hefir verið fundin til þess að greina kenni- orð Bacons, þau er hann setti í skáld- skapinn seinni tíma mönnum til leið- beiningar* 1*. Hann fullvissaði mig um, að vegna þess hve hátt Bacon var settur í þjóð- félaginu, hefði hann alls ekki mátt hafa neitt samband við leikhús, sem þá voru í fremur litlu áliti. Þess vegna ritaði hann leikrit sín undir gervinafni og kallaði höfundinn William Shake- speare, en það var lítilmótlegur leik- ari, sem Bacon hafði kynnst. Og nú skyldi eg fá að sjá og kynnast merkilegustu uppgötvun, sem geið hefði verið á sviði bókmennta, full- vissaði Smedley mig um. Nú hefði lyk- illinn að þessu leyndarmáli fundizt í bókmenntum frá tímum Elísabetar drottningar, og það væri að þakka rannsóknum læknis í Detroit í Banda- ríkjunum, dr. Orville Owen að nafni. Þessi maður, sagði Smedley, hefði fundið upp aðferð til þess að finna kenniorð í bókmenntum frá þeim tíma. Hann sagði mér að það væri áhald. sem nokkuð liktist ritvél og á hana

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.