Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1957, Page 16
532 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A D 10 4 ¥ K 7 3 ♦ 10 6 2 + ÁG73 * K G 9 3 6 2 ¥ 10 9 ♦ 8 * K 8 6 4 A Á 5 ¥ D 5 4 ♦ D G 9 5 A D 10 9 2 A73 ¥ A G 8 6 2 ♦ Á K 7 4 3 * 5 S komst í 4 hjörtu. V áleit að heppi- legast væri að slá út einspili í tígli, úr borði kom tvistur, A lét T9 og S drap með kóng. Síðan tók hann þrjá slagi á tromp og náði D af A. Þá kom TÁ, en nú kom í ljós að A hafði 4 tigla og hlaut að fá 2 slagi þar. Auk þess hlaut S að missa 2 slagi í spaða, svo að spilið var tapað. En þetta var klauíaskapur. Þegar V sló út T8 í byrjun, átti S að láta tíuna úr borði. Þegar hann hefir svo náð trompunum, átti hann að slá út af hendi lágtigli. Þá kemur í ljós að V a ekki meiri tigul, svo að nú er S innan handar að ná báðum tiglunum af A og vinna þar með spilið. GRASMAÐKUR í Hestsannál segir við árið 1701: Um vorið rigndi ormi um Austurlandið frá Lónsheiði allt hingað í Hvolhrepp; hann át gróður og gras, gerðist þar af skaði mikill; lítill var hann í fyrstu, en þróaðist skjótt er kom á jörð og kenndi á gróða, unz hann varð sem hálfur mannsfingur. — í Fitjaannál segir svo um þetta: Frá Lómagnúpi og að Þjórsá féll á jörð óvenjulega mikill maðkur, sem gras allt fordjarf- aði og eyddi, sem af eldi brennt væri, svo jarðir eyddust. Fékk þá margur stóran skaða á túnum, engjum og út- haga; saman var hann rakaður í hrúg- ur af túnum og ýmsum stöðum og FRÁ KRÝSUVÍK. — Upp úr borholunum í Krýsuvík streymir gufa látlaust meff svo miklum krafti, aff varla heyrist mannsins mál þar nærri vegna hvinsins í henni. Gufan streymir þarna út um járnholka og líkist þetta því þegar gufuskip eru „aff blása af“. Og þannig hefir nú jörffin þarna veriff „aff blása af“ árum saman og er leiðinlegt aff sjá alla slíka orku fara til ónýtis. Er ekki hægt aff hagnýta hana á einhvern hátt án mikils kostnaöar? Mætti t. d. ekki ná úr gufunni brenni -steini, og ef til vill helium? Vér íslendingar erum ekki nýtnir og bruðlum með ýmislegt scm hvcr önnur menningarþjóff mundi telja sér skylt að hagnýta. Þaff eru oft smámunirnir, sem um munar í þjóðarbúskap. brenndur, og þó skurðir væri stungnir í kringum tún, álnardjúpir, þá voru þeir að morgni fullir. Ekki gerði sá maðkur öllum jörðum skaða á fyr- skrifuðu takmarki. HRAFNAPLÁGA 1714 Vetrarfar temmilegt að jólum, en þar eftir stormvindar, krapahríðir, snjó- viðri, skruggur, eldgangur, áfreðar og jarðbönn, einkum á austursveitum, svo menn felldu þar peninga stórlega, en undirbúningur þar til var sá orma og maðka rigningar, sem á gekk um haust- ið í hörkulegum regnviðrum. Þar á of- an ábættist skaðlegur hrafnaaðgang- ur (sem plagar að vera), sem jörðinni eftir maðkinum umrótuðu, svo stórleg- ur skaði varð túni og engi margra manna. Hér með fylgdi og fjársótt, er það henti og ýmislega út af dó. (Sjávb. ann.) VERGANGUR Á þessu hausti (1755) var mikil um- ferð og sveitarþungi í hverjum hrepp af fátæku betlandi fólki, bæði ungu og gömlu, af hverju sumt fékk ekki vistir sökum bjargræðisskorts. Sumt flosnaði upp með börnum sínum og fór slíkt vaxandi allan þann vetur, svo búendur urðu jafnt þar af uppetnir. Fyrir sýslu- manns vors meðalgöngu .... ákvað Magnús Gíslason amtmaður 23. des. að 20 heiðarlegar persónur úr Húnavatns- þingi mættu leita sér farborða með betli í Barðarstrandar og Isafjarðar sýslum .... Eftir þessu fóru fátækling- ar nokkrir héðan úr sýslu á stað fót- gangandi vestur um hávetur, eix komust eigi áfram fyrir bjargleysi, hvers vegna þeim var snúið aftur í Hrúta- firði vestan fram og Bitru og fóru svo til baka hingað aftur, sumir kaldir og skemmdir, hvar af Miðfjörður hafði mikinn þunga, svo hér gerðist örbirgð framar en elztu menn mundu áður ver- ið hefði. (Sjálfsævis. séra Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka). BARN FÝKUR í A Haustið 1730 tók vindur fjögurra ára gamalt barn á Fremri Kotum í Skaga- firði og feykti því í Norðurá, svo það drukknaði (Mælif. ann.) >

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.