Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Blaðsíða 2
534
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Margar þessar smástjörnur fara
eftir hringbraut umhverfis sól á
milli Marz og Júpíters. En marg-
ar eru mjög reikular í rásinni og
flækjast alla leið inn á hringbraut-
ir jarðar og Venus. Á seinustu ár-
um hafa tvær þeirra, um 2 km að
þvermáli, komizt ískyggilega nærri
jörð — ekki verið lengra á milli
en svo sem 1,5 millj. km. Chubb-
gígurinn og gígurinn mikli í Ari-
zona sýna, að slík smástirni hafa
áður komið og rekizt á jörðina.
HVERNIG stendur nú á þessum
aragrúa smástjarna þarna á milli
Marz og Júpíters? Hvað hefir
komið fyrir þar? Það er ekki nema
tvennu til að dreifa, annað hvort
hefir myndun jarðstjörnu farið
þarna út um þúfur, eða þá að þar
hefir verið jarðstjarna, en Sprung-
ið af einhverjum ástæðum.
Ef á þessari jarðstjörnu hefði
búið lifandi verur, gæti maður lát-
ið sér koma til hugar, að þær hefði
verið að fikta við kjarnorkuna, eins
og mennirnir á jörðinni, og það
hefði leitt til keðjusprenginga, er
sundruðu hnettinum. En það getur
varia skeð. Þarna úti í himingeimn-
um, 150 milljón km. lengra frá sól
en Marz er, getur aldrei hafa verið
til rennandi vatn. Og þar sem vér
getum ekki hugsað oss líkamlegt
líf öðru vísi en í sambandi við
vatn, þá má telja fullvíst, að þessi
jarðstjarna hafi ekki verið byggð.
En hvemig hefir jarðstjarnan þá
sundrast? Svarið er nærhendis.
Öll þau brot úr loftsteinum, sem
fundizt hafa á jörðinni, hafa verið
rannsökuð ýtarlega og efnagreind.
Stærstu loftsteinarnir hafa auðvit-
að vakið mesta athygli og mest
verið um þá talað, þessa glóandi
hnetti, sem allt í einu birtast í
gufuhveli jarðar og falla með þeim
ofsahraða að af verður þruma eins
og stórskotahríð. (Stærsti loft-
steinn, sem fundizt hefir, vegur
33 lestir og fannst hann í Græn-
landi. Robert Peary flutti hann til
Bandaríkjanna 1897 og er hann nú
geymdur á safni í New York).
Venjulegast eru loftsteinar
blendingur af járni og nikkel, og
það sýnir að úti í sólhverfinu eru
sams konar efni eins og eru í jörð-
inni. En þessi blendingur er nú
samt sem áður einkennilegur. Þeg-
ar hann er skorinn og fágaður,
koma í ljós krystallar sem greina
sundur lög, þar sem mismunandi
mikið er af nikkel. Sams konar
blending hefir dr. H. H. Uhlig tek-
izt að framleiða í rannsóknastofu
tækniháskólans í Massachusets,
þótt í smáum stíl sé, en það hefir
tekizt með því að láta fara fram
mjög hægfara kólnun á bræddum
málmblendingi. En stærð og lögun
krystallanna í loftsteinunum sýnir
að þeir hafa verið milljónir ára
að kólna, og að kólnunin hefir far-
ið fram undir óskaplegu fargi.
Af þessu virðist sennilegast, að
þessi loftsteinabrot, sem menn hafa
rannsakað, muni vera úr kjarna
allstórrar jarðstjörnu. Hvergi ann-
ars staðar mundu þau hafa getað
orðið fyrir nægilegu fargi, né kóln-
að svo hægt, að fram kæmi þessar
krystallsmyndanir. Málmfræðing-
ar, sem rannsakað hafa þessi loft-
steinabrot, þykjast og hafa fengið
öruggar sannanir fyrir því, að þau
hafi skyndilega losnað undan farg-
inu, alveg eins og ógurleg spreng-
ing hefði átt sér stað.
Svo koma kjarnorkufræðingar
til skjalanna með sína þekkingu.
í öllum loftsteinabrotum er ofur-
lítið af úraníum, en nú vita menn
að úraníum geislar sér út eftir á-
kveðnum reglum, og er því hægt
að nota það sem tímaákvörðun ailt
aftur að sköpun jarðar. Um leið
og úraníum geislar sér út, myndar
það sérstaka tegund af blýi, en
jafnframt losnar þá örlítið af helí-
um. Þessi sundurlausn er svo hæg-
fara og regluleg, að hægt er með
nokkurri vissu að ákveða aldur
þeirra berglaga, þar sem úraníum
finnst. Með því að nota þessa að-
ferð, hefir dr. Harrison Brown við
háskólann í Chicago, komizt að
þeirri niðurstöðu, að loftsteinabrot,
sem nú er geymt 1 Harward-há-
skóla, muni vera 4500 milljóna ára
gamalt. Með öðrum orðum, svo
langt er síðan að efnið í steininum,
sem áður var fljótandi, storknaði
í kjarna þeirrar stjörnu, sem það
er úr. Og þá ætti sú stjarna að
hafa orðið til um svipað leyti og
jörðin, og gerð úr sömu efnum og
hún.
ÞETTA var nú upphafið, en svo
hefir stjarnan líka átt sitt skapa-
dægur, og um það hafa loftsteina-
brotin sína sögu að segja. Það er
meira helíum í þeim, heldur en
getur hafa orðið til við útgeislun
úraníum. Menn halda að það hafi
myndazt við áhrif geimgeisla á
járnið, sem í þeim er. Af helium-
magninu má því ráða hve lengi
loftsteinarnir hafi verið á ferð um
geiminn og orðið fyrir sterkum
geimgeislum. Dr. Fred Singer við
háskólann í Maryland, hefir rann-
sakað þrjú loftsteinabrot og kom-
izt að þeirri niðurstöðu að þau hafi
verið 300 milljónir ára á sveimi í
geimnum, eftir að þau urðu við-
skila stjörnunni, sem þau eru úr.
Þetta er að vísu aillangur tími, en
þó hverfandi í samanburði við þær
4200 milljónir ára, er þau voru áð-
ur sem hluti af jarðstjörnu.
Af þessu er þá að ráða, að
stjarna, sem var orðin köld fyrir
4500 milljónum ára, sprakk sundur
eigi alls fyrir löngu, eða í þann
mund er risaeðlurnar voru uppi
hér á jörð.
Hvernig var svo þessi jarðstjarna
og hvernig stóð á því að hún skyldi
sundrast? Tvær getgátur eru til um
það. Dr. G. P. Kuiper við Yerkes