Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Blaðsíða 10
542 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jón R. Hjálmarsson: Orrustan við Hastings dregið úr, brúðargangurinn var úr sögunni og með honum, að boðs- fólkið mætti á veizlustað og snæddi morgunverð áður en hersingin hélt til kirkju. Enn var það venja, að frammistöðumennirnir, sem einnig munu hafa átt þátt í að semja boðs- listann með hjónaefnunum, gengu með hann um bæina á Heima- ey og skiptu með sér verk- um. Þeirra var beðið með eftirvæntingu, því allir fylgdust með lýsingum og vissu hvað leið. Boðsferðin fór fram með kurteisi mikilli og viðhöfn. Frammistöðu- menn gengu um með Ijósker í hendi síðla dags og drápu á dyr og var fagnað vel af húsráðendum og boðið til stofu. Þar var lýst hátíð- lega með fögrum kurteisisformála kveðju brúðhjónanna og bón um sér sýndan „sóma, velvild og lítil- læti“ með komu boðsgestanna til að prýða brúðkaupið. Hjón voru venjulega gefin sam- an á haustin, bæði var þá hægast að afla veizlufanganna, og úti mestu annir, svo allir gátu tekið þátt í að skemmta sér. Veizlusauð- ir voru sóttir í úteyar oft um skila- réttir, en komið gat fyrir að fresta varð brúðkaupi, ef ófært gerðist við úteyar, eða að fara á mis við það steikarkjötið, sem mest mun- aði í, af völdum útigengnum eya- sauðum. Siðir og venjur við meiri háttar brúðkaup, sem hér um get- ur, fjöruðu út með gamla tímanum, enda viðhorf breytt á hinni nýju framfaraöld. En meiri reisn sagði eldra eyafólk hefði samt verið yf- ir ýmsu og meiri samhygð manna á milli áður fyrr, og minntist við- hafnar miklu stórveizlanna, sem flest fólkið var boðið í. Beztu tíu ár hverrar konu.eru frá því hún varð 35 ára og þangað til hún verður 36 ára. ÖLDUM saman hafa Englendingar verið herrar hafsins. Á styrjaldar- tímum hefur óvinum þeirra ekki þótt fýsilegt að sækja þá heim og er þá sama, hver í hlut átti, Napó- leon keisari, Filipus 2. Spánarkon- ungur, Adólf Hitler einvaldur Þýzkalands eða einhverjir aðrir. Á miðöldum aftur á móti var England ekki neitt stórveldi, held- ur átti í vök að verjast fyrir ná- grönnum sínum. Norrænir víking- ar léku það mjög grátt og t. d. réðu Danir landinu um alllangt skeið. Um miðja 11. öldina gerði Vil- hjálmur hertogi í Normandí í Frakklandi kröfu til ríkis í Eng- landi. Ekki fylgdi hann kröfum sínum fast eftir um sinn, en þegar Eðvarð konungur Englendinga and -aðist án þess að eiga lögmætan erfingja í ársbyrjun 1066, taldi Vil- hjálmur sig sjálfkjörinn eftirmann hans. En Englendingar tóku inn- lendan höfðingja, Harald Guðna- son, til konungs og skeyttu ekki um kröfur Normannahertogans. Vilhjálmur bjó út herleiðangur til Englands, en þrálát norðanátt um sumarið 1066 kom í veg fyrir að hann gæti siglt yfir Ermasund og beið hann mánuðum saman eftir byr. En norðanáttin, sem tafði Vil- hjálm hertoga við áform sín, var hagstæð fyrir Harald harðráða Noregskonung, sem þetta sumar fór á stúfana og hugsaði sér að her- taka England. Haraldur gerði bandalag við hinn útlæga bróður Englakonungs, Tósta jarl, og sigldi frá Noregi með mikið lið á þrjú hundruð skipum og gekk á land í Norður-Englandi. Haraldur Guðna- son fór með Englendinga sína gegn nafna sínum frá Noregi og háðu þeir orrustu mikla við Stafnfurðu- bryggju. Englendingar höfðu betur • og Haraldur harðráði féll með miklu af liði sínu. Um þetta leyti snerist vindáttin Vilhjálmi hertoga í vil og hélt hann þegar með her sinn yfir Ermarsund og steig á land í Suður-Englandi aðeins þremur dögum eftir orrust- una við Stafnfurðubryggju. Vil- hjálmur hafði um sjö hundruð skip í sínum leiðangri og hefur því ver- ið miklu liðfleiri en Haraldur harð- ráði hafði verið. Haraldur Guðna- son hraðaði sér með lið sitt suður á bóginn til að takast á við þessa nýju óvini. Skammt frá bækistöðv- um Normanna tóku Englendingar sér stöðu á hæð einni rétt við bæ- inn Hastings og gerðu sér varnar- virki úr tré. Brekkur voru að virk- inu á allar hliðar og ekki árenni- legt til sóknar. Vilhjálmur bastarður gladdist yfir að fá Englendinga í návígi og beið ekki boðanna með að hefja árás. Snemma morguns hinn 14. sept. 1066 hófst þessi örlagaríkasta orrusta í sögu Englendinga — orr- ustan við Hastings. Liðsstyrkur var nokkuð jafn á báðar hliðar og er gizkað 12—15 þúsund manns I hverjum her, en her Vilhjálms var betur vopnum búinn og miklu þjálfaðri heldur en bændaher Eng- lendinga. Haraldur Guðnason stýrði liði sínu af fyrirhyggju og lét alla halda sig innan víggirðingarinnar. Normannar höfðu því erfiðari að- stöðu, þar sem á brattan var að sækja. Orrustan var bæði löng og hörð og fram eftir degi mátti ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.