Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Blaðsíða 6
538 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hringum eftir að hún hvarf. Þess skal getið, að biblíusögurnar hurfu ekki eftir þetta. Öllum þóttu þessi atvik óskiljan- leg og næsta undarleg, nema pabba. Það var engu h'kara en að hann vissi hvað af bókinni hefði orðið og að hún mundi koma aft- ur eftir stuttan tíma. Við trúðum því, sem hann sagði, enda var okk- ur kunnugt um að hann vissi fleira en honum var sagt og sá ýmislegt, sem aðrir sáu ekki. Fjarsýni eða dulskyggni Aldrei fórum við bömin svo að heiman, að það væri ekki eins og pabbi fylgdist alveg með ferðum okkar, hvernig okkur gekk og hvenær við mundum koma heim. Það var haustið 1918 að eg fór til Reykjavíkur ásamt þremur mönnum að austan. Var sæmilegt veður þegar við lögðum á stað, en þó varaði pabbi okkur við því að leggja á Hellisheiði þann dag. Þegar við komum að Kotströnd hvíldum við okkur þar. Var þá veður orðið þungbúið og vorum við að bræða það með okkur hvort lengra skyldi haldið. En þar sem við vorum allir á bezta skeiði, þótti okkur hálfskammarlegt að beiðast gistingar um miðjan dag. Varð það svo úr að við heldum áfram og hugðumst ná til Kolvið- arhóls um kvöldið. Var klukkan um fjögur er við fórum frá Kot- strönd, en áður höfðum við símað til Kolviðarhóls og látið vita að okkar væri þangað von um kvöld- ið, og eins höfðum við símað heim og sagt frá því að við ætluð- um að fara yfir heiðina um dag- inn. Segir nú ekki af ferðum okkar fyrr en við komum á Kambabrún. Þá var skollinn á þreifandi bylur með hörkufrosti. Ráðguðumst við nú um hvað gera skyldi, hvoft við ættum að snúa aftur, eða halda áfram þótt útlitið væri ískyggilegt. Gangandi menn eru jafnan frá- bitnir því að snúa aftur og gera að engu það erfiði, er þeir hafa haft af því að komast örðugan veg- arkafla, og það varð því úr að við heldum áfram. Treystum við því að við mundum ekki villast, því að við gætum rakið okkur meðfram símastaurunum á heiðinni. Okkur gekk vel að finna fyrsta símastaurinn og skiptumst við svo á að ganga milli þeirra, en hinir komu í slóðina, þegar næsti staur var fundinn. Nú var komið myrk- ur og veðrið harðnaði alltaf og ófærð jókst. Höfðum við veðrið í fangið og sóttist seint. Urðum við að gæta þess að missa ekki út í veðrið þann er fyrstur fór í leit að næsta símastaur. Áfram miðaði þó jafnt og þétt, en ekki náðum við Kolviðarhóli fyrr en kl. 4—5 um morguninn. Var fólkið þar orðið mjög hrætt um okkur. En nú víkur sögunni heim á Stokkseyri. Þar var fólki ekki rótt út af því að við skyidum hafa lagt á heiðina í þessu manndrápsveðri. Engar fréttir bárust af okkur um kvöldið og mamma var svo hrædd, að hún gat ekki sofnað. Pabbi vakti með henni, en var alltaf rólegur. Það var engu líkara en að hann sæi til ferða okkar, því að hann var öðru hvoru að segja mömmu frá því, að okkur gengi sæmilega og værum við nú staddir á þessum og þessum stað, sem hann tiltók, en hann var allra manna kunnug- astur á heiðinni, hafði verið þar í vegavinnu, og þekkti hverja mis- hæð og hverja bugðu á veginum. Og einmitt á þeirri stund, er við komum í hlaðið á Kolviðarhóli, sagði hann við mömmu að nú mætti hún vera alveg róleg og áhyggjulaus, því að nú værum við komnir að Hólnum. Það kom síðar í ljós að á tíman- um skakkaði ekki mínútu, hann hafði sagt mömmu frá þessu ein- mitt á þeirri stund er við gerðum vart við okkur á Hólnum. Þegar við komum til Reykja- víkur var spanska veikin þar í algleymingi og veiktust tveir ferðafélagarnir og urðu eftir. En við lögðum tveir á stað heimleið- is. Var veður gott um morguninn og hlupum við við fót upp að Lög- bergi. Þar ætluðum við að fá okk- ur kaffi, en um leið og eg settist, var sem þyrmdi yfir mig. Þóttist eg þá vita að ég hefði fengið veik- ina og vildi halda áfram. Á Kol- viðarhóli töfðum við eitthvað lítið og fórum svo upp skarðið og gamla veginn. Þar var mikil ófærð og urðum við að skiptast á að ganga á undan og troða snjóinn. Var eg orðinn uppgefinn er við náðum að Gljúfurárholti, og hafði ferðin sózt seint. Þarna var okkur tekið afbragðs vel, eins og vant var, og fengum þar beztu veitingar, svo að eg hresstist svo mikið að ég vildi komast heim um kvöldið. Pabbi var heima og fylgdist al- veg með ferðalagi okkar og sagði mömmu hvað eftir annað frá því hvar við værum þá staddir og hvernig okkur liði. Sá hann að mér leið eitthvað illa. Og þegar komið var langt fram á kvöldvöku, spyr mamma hvort hann haldi að eg muni komast heim um kvöldið. Svaraði hann þá: „Já, hann kemur hérna inn á baðstofugólfið klukk- an 12“. Og það varð, klukkan var nákvæmlega 12 þegar eg gekk í baðstofuna. Var eg þá með 40 stiga hita og lá síðan rúmfastur í sex vikur. Ekki er mér vel ljóst hvernig þessari dulskyggni pabba var var- ið, en það mun hafa verið líkt og hann sæi okkur tilsýndar og um- hverfið þar sem við vorum. Sat hann þá á rúmi sínu þögull og horfði í gaupnir sér. Var engu líkara en að hann fylgdist með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.