Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Blaðsíða 4
536 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS «--------------------------------s> Eitt er nauðsynlegt ÞAÐ er mikið rifist um það í landi hér, bæði í ræðu og riti, hvort betri séu húskaparhættirn- ir á bökkum Volgu eða Missis- sippi. Það er sjalfsagt að gera sér ljóst, hvorir þessara búskap- arhátta séu hagkvæmari, en eg held þó, að spara mætti eitthvað af þeirri orku, sem fer í þetta rifrildi, til nánari athugunar á því, hvernig búa skal á bökkum Þjórsár. Mikið getum við lært af útlendum, og sjalfsagt er að gera það, en ísland er um svo margt ólíkt öðrum löndum, að* íslenzkur þjóðarbúskapur verður aldrei rekinn eftir eriendri skrift einni r.aman. Við þurfum fyrst og fremst að iæra " r> eigið land. Og skoðun mín er sú, að möguleikar þessa lands séu svo miklir, að raunhæf þekking á landinu sé ein hin bezta stoð sjalfstæðisvilja þjóðarinnar, og þeirrar stoðar þarf enn við, ekki síður en hingað til.... Það ævintýri, að þessari litlu þjóð tókst í þúsund ár að varð- veita sérstæða og sjalfstæða þjóð- lega menningu og þar með sinn tilverurétt og grundvöllinn fyrir endurheimt stjórnarfarslegs og efnahagslegs sjalfstæðis, er ekki hvað sízt því að þakka, að þjóðin átti í ríkum mæli þá náttúru að forvitna og sjá þá hluti, sem henni voru sagðir, og vita hvort svo var, sem henni var sagt, eða ekki. Eg er ekki bölsýnn að eðlis- fari, en þó uggir mig, að á næstu árum verði það íslenzku þjóð- inni nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að týna ekki þessari náttúru. (Dr. Sigurður Þórarinsson; Skrafað og skrifað) -----—-------------------------V. Það eru glerungsefnin og þau mynda þar brothætta skán. Eng- inn efi er á því, að slík glerungs- skán hefir fyrir örófi vetra þakið jörðma, en vatn eyddi henni fyrir langalöngu. En vegna þess að ekk- ert vatn var á jarðstjörnunni sem sprakk, helt hún glerungshúð sinni pangað til áreksturinn varð. — Hvernig brotin úr þessum glerungi hafa komizt til jarðar, er önnur saga, en hún gefur oss frekari skýringar á því hvemig hin týnda stjarna hefir verið. SMÁKORN utan úr geimnum ber- ast títt inn í guíuhvolf jarðar og verða þá glóandi. Slíkt köllum vér stjörnuhröp. Stórir loftsteinar ber- ast hingað einnig og eru enn í föstu formi er þeir lenda á jörðinni. En þetta eru ekki einu flækingarnir úti í geimnum. Þar eru líka halastjörnur, 100.000 að minnsta kosti, og þær draga á eftir sér glóandi slóða er þær nálg- ast sól á flugi sínu um geiminn. Talið er að þær muni upp runnar í sólhverfi voru, enda þótt enginn viti hve langt þær fara. En eitt er ’víst, að brautir þeirra eru svo ótrúlega víðar, að ólíklegt má telj- ast að þær hafi myndast um sama leyti og jarðstjörnurnar, með sín- um fastákveðnu brautum um- hverfis sól. Hvað er þá sennilegra en að efn- ið í þessum halastjörnum sé gler- ungur utan af sprunginni stjörnu og sprengingin sjálf hafi stefnt þessu efni út fyrir braut hinnar sundruðu stjörnu? Litróf hala- stjarnanna virðist og styrkja þessa tilgátu, því að með aðstoð þess hafa vísindamenn komizt að því, að efni þeirra sé aðallega freðin gasefni, svo sem ammoniak, kolsýra, köfn- unarefni o. s. frv. í hvert skipti sem halastjarna nálgast sólina, þiðna þessi efni og þeytast undan sólar- geislunum og mynda halann á stjörnunni. Af þessu má máske ráða hvernig loftið hefir verið á stjörnunni sem hvarf, að þar hetir líf ekki getað þróaát, en þó hefir loftið hér á jörð líklega verið eitt- hvað svipað þessu i byrjun. Ef þessi stjarna hefði verið nær sól, má vel vera að lífið hefði getað numið þar land. Þetta átti þó ekki fýrir henni að liggja. Hún var í eyði alla sína tíð, og fórst í slysi. Helgi Valtýsson: v •• /f • A v Tvo smal/oð Vor Lífið vaknar meó vori! Vindblærinn strýkur um kinn, hlýlega hjalar, hvíslar og svalar og hamingjan andar í barminn minn. Lognblik á sundi, silungar vaka, í sólgrænum lundi smáfuglar kvaka. Líf sprettur í hverju spori! — Og vetrardraumarnir kuidakrömdu, sem kúrðu með freðinn væng, nú lyfta sér hátt, og fleyg hver fjöður, sem fagnandi stigur úr rökkur-sæng! Sál og sefi sigla hátt um sólroðna geima og hvelið blátt, og blóð mitt syngur í blæ. Raddirnar bylgja og fallast í faðma á ljósvakans síkvika sæ. — Hve sælt að hverfa sem hrynjandi stef í hágeimsins volduga kór og blandast þar raddanna svellandi söng, er samklingja himnanna Líkaböng: Guð vorsins er góður og stór! Sumarnótt Lækjaniður og lindahjal, iaufvindakliður í sæludal, kvöldblár friður, kyrrð og ró, hvert kvak er þagnað í mó. Móöurhlý miðnæturstundin. Daggperlu-glóandi grundin. Hve ljúft og sælt og svalt og rótt að sofna í þínum faðmi, nótt, við lækjanið og lindahjal á lyngbeð í sæludal. Og lifa í draumi láðs og fjarðar, ljúflingur himins og jarðar! Bandarískur hermaður í Þýzkalandi fekk bréf frá konu sinni og meðal ann- ars sagði hún honum þá frá því hvað lítill sonur þeirra hefði beðið sig um: — Blessuð gefðu mér lítinn bróður, svo að við höfum eitthvað að gleðja pabba með þegar hann kemur heim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.