Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Blaðsíða 1
Jarðstjarnan sem sprakk FYRIR ævalöngu héfir loftsteinn mikill fallið til jarðar norðárlegi í Kanada, og myndað við áreksturinn gig, sem nefnist Chubb-gígur og er 11.500 fet að þvermáli, en 13.500 fet á dýpt. Frásögn um gíg þenna er í Lesbók 10. febr. 1952. Víðar hafa stórir loftsteinar íallið til jarðar. Hvernig stendur á þeim og hvaðan eru þeir komnir? Þeim spurningum hefir dr. Norman J. Berrijl, prófessor við McGill háskól- ánn í Montreal í Kanada, svarað á þessa leið: MÁLMAR sem komnir eru utan úr hímingeimnum, hafa lengí verið mönnunum undrunarefni. Steina, sem þaðan eru komnir, er ekki ætíð jafn auðvelt að þekkja. Nú hefir komið til sögunnar þriðja efnið, komið utan úr himingeimnum. Er það glerungur, sem vísindamenn kalla „tektite“ og hefir fundizt dreifður víðs vegar um eyðimerk- ur Ástralíu, og einnig víðar um heiminn þar sem berangur er. Allar eru þessar sendingar merkilegar og eru einu aðkomuefn- in, sem vér getum rannsakað í rannsóknastofum. Að visu eru þetta ekki annað en örsmáar flísar, en þær hafa sína sögu að segja, eigi síður en fornar leirtöflur aust- an úr Mesopotamíu, eða steingerð brot úr beinagrindum. Það er sama úr hverju af þess- um þremur efnum sýnishornin eru, ætíð verður fyrsta rannsóknarefn- ið að fá úr því skorið, úr hverju þau eru og á hvern hátt þau hafi getað borizt til jarðarinnar. Og svarið virðist alltaf vera hið sama að þau sé komin úr jarð- stjörnu, sem ekki hafi verið ýkia langt úti í himingeimnum. Hvar ætti sú jarðstjarna þá að hafa ver- ið? Nú er það svo, að milli Marz og Júpíters er nóg bil fyrir eina jarðstjörnu, og þá er sennilegast að hún hafi verið þar. Þegar jarðstjörnurnar eru athug- aðar og talið út frá sólinni, þá sézt að bilið milli þeirra stækkar eftir því sem lengra dregur. Þetta upp- götvaði Johann Bode þegar 1772, og eftir útreikningum hans var fjar- lægð þeirra frá sólu hlutfallslega þessi: Merkur 4, Venus 7, Jörðin 10, Marz 16......28, Júpíter 52, Saturnus 100, .... 196, Úranus. Eins og hér sést eru tvö auð bil, þar sem jarðstjörnur ætti að vera. Tæpum tíu árum seinna var fundin jarðstjarnan í ytra auða bilinu. Það er Neptunus. Og árið 1801 fannst stjörnukríli eitt á milli Marz og Júpíters. Þessi stjarna var kölluð Ceres, og er ekki Þftta er stærsti loftsteinn. sem til er, 33 lestir. Eskimóar í Grænlandi fundn hann, en Peary flutti hann til Ameriku 189?. nema um 800 km í þvermál. Seinna fundust þarna fleiri smástirni, en ekkert þó svo stórt sem þessi. Þarna er aragrúi af þeim. Árið 1942 höfðu þar fundist 1539 smá- stirni, en nú er tala þeirra orðm um 2000. Aðeins 4 þeirra eru yfir 150 km í þvermál, 195 eru á milli 40 og 100 km., 193 eru milli 15 cg 40 km, en hinnar allar eru smærri. Einkennilegt er, að þær eru ekki allar eins í laginu. Ein þeirra, sem nefnist Eros, er um 20 km á lengd, en ekki nema 7 km á þverveginn. Sjálísagt eru þarna enn fleiri smí- stirni, en of lítil til þess að hægt sé að sjá þau. En væri öllum þess- um stjörnum hnoðað saman i einn hnött, mundi hann þó ekki verða nema 500. hlutinn aí stærð jarðar. í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.