Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 547 beint út í loftið. Var það kallað að þeyta skeggbrodda. Á myndum þess- um var Þór því sýndur gapandi og skeggið látið standa beint út. Við þenn- an galdur þótti það mestur lærdómur að nota aðeins einn eða tvo galdra- stafi .... en höfuðgaldurinn var fóíg- inn í því, að úr stafnum mætti lesa orðin „Þórs hafot“ eða „Þórs hafut“ annaðhvort bæði saman, eða hvort fyrir sig“. Jón Árnason segir í Þjóðsögum sín- um: „Bandrúnir voru svo fjölbreyttar, að heilu orði eða heilum formála var komið fyrir í einni stafsmynd. Einn var stafur sá, er Veðurgapi er nefnd- ur. Úr honum mátti lesa „Þórshöfuð". Veðurgapi var hafður til þess að gera ofviðri að mönnum, sem voru á sjó, og drekkja þeim“. Þessi fræði eru nú fyrnd og flestum gleymd, en heldust þó fram á 19. öld. Nú munu fæstir vita hvað skeggbrodda -þeyting þýðir, og Sigfús Blöndal hefir ekki það orð í orðabók sinni. En hann hefir þó „að þeyta skeggbroddana" og þýðir það með því „að muldra í skegg- ið“ en þá er horfið frá hinni uppruna- legu merkingu. Regnhlífar SÚ SAGA gengur í Englandi, að sér- vitriagurinn Jonas Hanway (f. 1712, d. 1786) hafi fundið upp regnhlífina. Þessi heiðursmaður fann upp á ýmsu, til dæmis að rita hundleiðinlegar bækur með alnalöngum titlum, sem hvöttu menn til þess að hætta að drekka te. En hann fann ekki upp regnhlífina. Béttara er að segja að hann hafi kennt mönnum að nota hana. Regnhlífar og sólhlífar voru þegar til i Nineve og Babylon. í fornöld voru þær til í Grikklandi, Tyrklandi, Persíu, Indlandi, Kína og Egyptalandi, en þær höfðu ekki verið fundnar upp þar. Þær voru miklu eldri og þær hafa upphaf- lega verið tignarmerki höfðingja. Á gömlum rismyndum frá Assyriu má sjá fáklædda þræla, sem halda regnhlífum yfir konungum og prinsum, jafnvel í orustu. Jafnvel meðal Aztec Indiána notuðu konungar regnhlífar og létu fjóra æðstu höfðingja sína bera þær yfir sér. Þessar gömlu regnhlífar voru yfir- leitt mjög fyrirferðarmiklar og skraut- legar, útsaumaðar og skreyttar með gylltum borðum, perlum og silkiskúf- um. Handföngin voru úr fílabeini eða svartviði, smellt með gulli. Persnesku kalífarnir, kinversku keis- ararnir, kóngarnir í Burma, beyarnir í Tyrklandi, grískar hofgyðjur og ind- verskir prinsar, létu bera yfir sér hlíf- ar til varnar sólskini og regni, og varð þetta eitt af tignarmerkjum þeirra. Einn af titlum Síamskonunga var fram á seinustu ár „eigandi 24 regnhlífa". Regnhlífarnar komu fyrst til Eng- lands snemma á 17. öld, sjalfsagt með ferðamönnum frá Indlandi, og þær voru orðnar nokkuð algengar um 1630. Það ár er minnzt á regnhlíf í leikriti eftir Ben Jonsson. Þessar fyrstu regn- hlífar voru gerðar eftir kínverskum fyrirmyndum, úr olíubornu silki, mikl- ar um sig og þungar í vöfunum, og mjög erfitt að opna þær og loka þeim. En það var aðeins kvenfolk, sem not- aði þær, til þess að hlífa fínu fötunum sínum við bleytu. Þá þótti skömm að því fyrir karlmenn að ganga með regn- hlíf. En svo kom Jonas Hanway heim úr löngu ferðalagi um Kína. Hann var stórhrifinn af regnhlífunum og setti sér það markmið að kenna öllum að nota þær. Hann lét búa til margar regnhlíf- ar og gekk svo með þær um götur Lundúna og skeytti éngu ópum götu- strákanna né hæðnisglósum heldri manna. Þetta var 1750 og Hanway helt uppteknum hætti fram í dauðann, eða í rúm 30 ár. Smám saman fór að draga úr hæðn- inni og hrópunum. Með kaldlyndi sínu hafði hann sigrað. Karlmenn fóru að nota regnhlífar. Tvö dæmi frá þeim árum sýna þetta. Árið 1758 er þess get- ið að einhver Shebbeare hafi verið settur í gapastokk, og lét hann þá þjón sinn standa hjá sér og halda yfir sér regnhlíf til skjóls gegn regni og sól. Árið 1780 fengu regnhlífasmiðir einka- leyfi á regnhlíf, sem opnaðist með því að stutt var á fjöður í hándfanginu. Síðan hafa margar og miklar breyting- ar orðið á regnhlifunum. Það nýjasta nýtt er laus dúkur, sem hægt er að setja á teinana, og er svo ódýr að honum má fleygja þegar hann slitnar. Á veit- ingastöðum undir beru lofti eru gríðar- stórar regnhlífar fyrir gesti. Framan á reiðhjól er settur útbúnaður til þess að hafa þar regnhlíf, svo að hjólreiðamað- urinn þurfi ekki að halda á henni í hendinni. Til er og malmdolla, sem hafa má í bifreiðum, en ofan í hana er stungið blautum regnhlífum, svo að vatnið af þeim fari ekki á bílgolfið. Og svo eru til verslanir, sem leigja regn- hlífar. Charles Dickens kom sérstakri frægð á regnhlífarnar með sögupersónu sinni Sairey Gamp, gamalli hjúkrunarkonu, sem alltaf var með regnhlífarræfil. Þá var farið að kalla regnhlífarnar „gamp“ í Englandi og upp frá því þótti það um tíma broslegt að sjá mann með regn- hlíf. Frakkar hafa aftur á móti gefið regnhlífunum gælunafnið „un Robin- son“, dregið af hinni miklu regnhlíf Robinson Krusóe. Seinna komust regnhlífarnar aftur til vegs og virðingar í Englandi, og var það að þakka Maríu drottningu, sem alltaf var með regnhlíf eða sólhlif, og svo ekki síður Chamberlain forsætis- ráðherra, „manninum með regnhlífina“. Vetrarbrautin stækkar FYRIR 30 árum kom dr. Harlow Shapley, fyrrverandi forstjóri stjörnurannsóknastöðvar Harvard- háskóla, fram með getgátu um það hvað vetrarbrautin mundi vera stór. Síðan hafa stjörnufræðingar hvað eftir annað verið að minnka hana og var hún orðin tæplega helmingur af því sem Shapley taldi. í fyrra komust menn að því að þeim hafði skjöplazt mjög í út- reikningi vegalengda til annarra vetrarbrauta. Það kom t. d. upp úr kafinu, að helmingi lengra var til Andromeda-stjörnuþokunnar, held- ur en menn höfðu álitið. Út af þessu var svo farið að mæla vegalengdir innan vetrar- brautar vorrar. Komust menn þá að raun um, að þær stjörnur i vetrarbrautinni, er áður hafði ver- ið miðað við, voru helmingi fjær jörðinni heldur en menn höfðu álit- ið. Afleiðingin af þessu varð sú, að vetrarbrautin „stækkaði" drjúg- um og er nú talin álíka stór og Shapley taldi hana vera.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.