Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 537 KVÖLDSTUND HJÁ NÁGRANNA Árni Óla: RÆTT UM DULARFULL FYRIRBRIGÐI NÁGRANNI minni heitir Magnús Guðjónsson. Hann er fæddur og upp alinn á Stokkseyri. Faðir hans, Guðjón Pálsson, var Rangæingur að ætt, frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð. Hann fluttist til Stokks- eyrar og bjó þar fyrst á Grjótlæk, en reisti sér nýbýlið Bakkagerði árið 1904 og bjó þar lengi. Hann var merkilegur maður fyrir dul- ræna hæfileika sína. Eitt kvöld er við Magnús sátum saman, barst í tal þetta, sem al- mennt er kallað dularfull fyrir- brigði, og sagði hann mér þá frá ýmsu, er gerzt hafði meðan hann var enn í foreldrahúsum. Eg fekk leyfi hans til þess að birta sumt af þessu og hérna koma sögurnar, eins og hann sagði mér þær: Bibliusögurnar Sagan hefst seinasta veturinn sem elzta systir mín, Steinunn Sig- ríður, var í barnaskólanum. Hún hafði þann sið í hvert sinn er hún kom heim úr skólanum, að hún tók frá þær bækur, sem hún þurfti að lesa fyrir næsta dag, og stakk þeirn undir koddann í rúminu sínu. Þar gekk hún svo að þeim þegar kveikt hafði verið og las í þeim um kvöld- ið. — Nú var það eitt kvöld um miðj- an desember að hún kom heim úr skólanum og tók frá þær bækur, sem hún þurfti að lesa um kvöldið og stakk þeim undir koddann sino að venju. Þar á meðal voru biblíu- sögur. En hegar kveikt var og hún ætlaði að taka til bókanna, voru biblíusögurnar horfnar og fann hún þær hvergi. Einhver helt að hún mundi hafa gleymt að setja þær undir koddann og var svo leitað alls staðar þar sem mönnum kom til hugar, á hyllum og í bókaskáp og seinast var rifið upp úr öllum rúmunum. En hvergi fundust biblíusögurnar. Þegar þessi leit stóð sem hæst, kom faðir okkar inn og spurði hvað um væri að vera. Honum var sagt frá hvarfi bókarinnar. Þá bað hann þess að leitinni væri hætt, hún mundi ekki bera neinn árang- ur, en bókin mundi skila sér! Systir mín var í öngum sínum út af því að geta ekki lært það, sem henni hafði verið sett fyrir, en við það varð nú að sitja. Svo liðu tveir dagar og ekki fannst bókin. Á þriðja degi er systir mín kom heim úr skólanum settist hún hnuggin á rúm sitt, því að daginn eftir átti að vera kennslustund í biblíusögum í skólanum, og hún kveið óskaplega fyrir því að koma þangað án þess að nafa lesið það sem sett var fyrir. Sat hún svo þarna allan rökkurtímann og var ekki mönnum sinnandi. En um ieið og ljósið var kveikt, varð henni litið útundan sér. Og hvað sér hún þá? Biblíusögurnar, sem standa út undan koddanum í rúmi hennar! Gerðist nú ekkert tíðinda fyrr en næsta vetur í sama mund. Guðrún systir mín var þá í efsta beKk barnaskólans og hafði erft skóla- bækur systur sinnar, þar á meðal biblíusögurnar. Er ekki að orð- lengja það, að henni hvarf bókin á sama hátt og áður, og fannst ekki þótt leitað væri. En nú var ekki leitað jafn vandlega og áður, því að við trúðum því, sem pabbi sagði, að bókin mundi skila sér. Og það varð aftur á þriðja degi með sama hætti og fyrr. Svo líður eitt ár. Þá hafði eg erft biblíusögurnar og geymdi þær með öðrum skólabókum á hyllu uppi yfir rúminu mínu. Eitt kvöld- ið, um miðjan desember, ætlaði eg að grípa til þeirra, en þá voru þær horfnar. Leitað var um alla bað- stofuna, en þó ekki mjög vandlega, því að verið gat, að eg hefði gleymt bókinni í skólapúltinu. Daginn eft- ir kom nú samt í ljós að svo var ekki, bókin var ekki í skólanum. Þriðja kvöldið frá hvarfi bók- arinnar vorum við krakkarnir að leika okkur í myrkri fram í bæ, mig minnir að við værum í felu- leik. Og eitt sinn er á milli varð og við stóðum öll í ganginum og vorum að tala um hvað við ættum að gera næst, þá er einhverju stungið í lófa minn. Þarna var niðamyrkur og hefði ekkert krakk- anna getað gert það. Eg tók við og fann að þetta var bók. Hljóp eg þá inn til þess að sjá hvaða bók þetta væri. Þetta voru þá biblíusögurnar, sem horfið höfðu fyrir þremur kvöldum. Enga skýringu veit eg á þessu, en einkennilegt er að þetta skyldi koma fyrir þrjú ár í röð, alltaf á sama tímá, og að bókin skyldi jafn- •an koma í leitirnar þremur sólar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.