Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1958, Page 2
186 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ur tré, sem eru miklu eldri. Það er sérstök tegund af greni, sem nefnist „pinus aristata". Þau vaxa í Hvítufjöllum í Kaliforníu í 10 þús. feta hæð, eða fyrir ofan það sem venjulega er talin trjálína, eða efstu mörk þar sem tré geta þrifizt. Þar hafa þau barizt harðri baráttu við ómilt loftslag, þurk og lelegan jarðveg. En það er eins og þessir erfiðleikar og hörð lífsbar- átta hafi sett í þau ótrúlega seiglu. Sum árin hefir þau kalið til muna, en lífsorkan hefir alltaf borið sig- ur af hólmi. Og þótt mörg þeirra sé nú líkari beinagrindum en gró- andi trjám, þá hefir börkurinn haldizt óskaddaður á sumum stöð- um og þar skjóta þau nýum grein- um, sem hafa lífssamband við jarð- veginn. Það er sagt að hjón nokkur voru að skoða mynd af einu þessara af- gömlu trjáa, og varð manninum þá að orði: „Heldurðu að það væri ekki gam- an að geta lifað svona lengi?“ En kveneðlið sagði til sín í svari konunnar: „Hver heldurðu að kæri sig um að verða 4000 ára og verða þannig útlits“. Henni þóttu ellimörkin á trénu ekki eftirsókn- arverð. Það er allöng saga að segja frá því hvernig þessi tré fundust. Um 20 ár eru síðan að háskól- inn í Arizona gerði út af örkinni mann, sem heitir W. Robert Moore, og er sérfræðingur í því að dæma og er sérfræðingur í því að dæma um aldur trjáa. Hann átti að leita að gömlum trjám, og halda áfram því starfi er dr. A. E. Douglas hóf árið 1920. Slík leit er ekki gerð til þess eins að komast að því hver elzt tré sé nú uppistandandi, held- ur getur fræðslan, sem slík gömul tré veita, verið alveg ómetanleg til þess að átta sig á hvernig tíðarfar hefir verið fyr á öldum og fram á þennan dag. Árshringarnir sýna það. Þegar gott er í ári og hagstæð tíð, vaxa tré mikið og verður sá árshringur þykkur. En þegar hart er í ári, þá verða árshringarnir næfurþunnir. Þetta er svipað og um hornahlaup á kindum. Og með því að athuga árshringana ræki- lega, geta menn úr stofnum þess- ara gömlu trjáa, rakið sögu tíðar- farsins á þeim stað allt aftúr að þeim tíma, er þau voru litlir tein- ungar. Moore ferðaðist víða og athug- aði mörg gömul tré. Og hann komst að þeirri niðurstöðu, að tré, sem áttu við erfið lífsskilyrði að búa, urðu eldri en þau tré, sem höfðu nógan og góðan jarðveg og nóga vætu. Að vísu voru mörg þessi tré lág í loftinu. En þau höfðu þó þraukað um margar aldir. í furu- skógi nokkrum í Sun Valley í Idaho, fann hann til dæmis tvær svokallaðar Douglasfurur og var önnur þeirra um 1400 ára gömul, en hin 1650 ára. En meðan hann vann að þessum rannsóknum, fekk hann frétt um, að í Hvítufjöllum í Kaliforníu mundu vera ævagömul tré. Hafði bóndi nokkur fundið þar tré, sem hann nefndi Patriarch og taldi að vera mundi eldra en flest önnur tré. Var nú fa'rið þangað til rann- sóknar og kom þá í ljós að þetta tré var ekki nema 1500 ára gamalt, og er það þó nokkur aldur, því að það hefir verið orðið rúmlega 400 ára þegar Ingólfur Arnarson kom til íslands. Þarna voru ótal mörg önnur gömul tré og komust menn að raun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.