Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 2
250 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Asgrímur Jónsson: Hafursfell. (Myndin máluð á Jöðrum) Laust eftir 1910 birtist Ásgrímur aftur á Húsafelli, og þá til dvaiar Dvaldíst hann nokkrar vikur a Húsafelli annað hvort sumar fram til ársins 1920, og árin eftir at og til. Kom hann ætíð yfir Kaldadal og var fylgdarmaður hans Jóhann bóndi Kristjánsson í Skógarkoíi Minnir mig að málaradót sitt hefði Ásgrímur í koffortum á tveimur hestum. Eftir árið i 930 kom Ásgrímur alltaf í bíl, ýmisi yfir Kaldadal, eða fór sveitir. Fyrstu tvö sumurin sem Ásgrím- ur dvaldist á Húsafelli kynntis' hann heimafólki lítið, — yrti varla á okkur þó að við yrðum á veg’ hans. Sama herbergið hafði hann alla tíð, og var það kallað Ásgríms- herbergið. Oftast borðaði hann ein • samall. Þó kom það fyrir að han:i settist til borðs með gestum, en þó því aðeins að hann gæti fellt sig við þá Honum var meinilla viö menn sem voru undir áhrifum víns. Ef hann hafði hugboð um að ferða- menn, sem að Húsafelli komu, væru við skál, hafði hann það tií, að taka á sig stóran krók til þess að verða ekki á vegi þeirra. En eitt af því sem Ásgrími kom þo einna verst, var hnýsni fóiks : myndir hans, eða þegar hann var truflaður við vinnu, og átti hann stundum í brösum við slíka óboðna gesti Ég man hve hann var ætíð þakklátur Ástríði móður rmnn' fyrir það, að hún varnaði ’inngöngu í herbergi hans mektarmanni úr Reykjavík, sem vildi nota tækifær- ið og skoða myndir Ásgríms meðan hann var úti að mála. Einu sinni kom landsþekkt kvenréttindakona að Húsafelli, sem hafði mikinn hug á að skoða myndirnar. Hún opnaði hurðina að Ásgrímsherberginu án þess að berja að dyrum og gekk inn í herbergið, en þá var Ásgrím ur heima. Við heyrðum engin orð töluð en mikinn skruðning, sem minnti einna helzt á handalögmál. Konan birtist úti á gangi, og hurðu var skellt harkalega á eftir henni. Með árunum varð Ásgrímur mannblendnari, en meinilla var honum alla tíð við þessa hnysr.i gesta. Mér er það minnisstætt, er allstór hópur ferðafólks heim- sótti Húsafell fyrir nokkrum ár- um, og voru sumir í hópnum við skál, og einstaka maður þéttkennd ur. Bar þá svo við, að einn þessara þéttkenndu hrinti harkalega upp hurðinni hjá Ásgrími. En sterklega var tekið á móti, og hurðinni skellt óþyrmilega við nefið á hinum óboðna gesti, sem varð þá að orði við mig: „Hvaða bölvaður skit- sokkur er hérna hinu megin við hurðina hjá þér maður“. En síð'a sumars, skömmu áður en Ásgrím- ur kvaddi Húsafell, hélt hann venjulega sýningu á myndum sín- um fyrir okkur heimafólkið og þótti okkur það mikill viðburður Við þekktum orðið á hann, og lét- um því sjaldan þá ósk i ljós að fa að sjá myndir hans, þótt okkur blóðlangaði til þess, — við létum hann um það, hvort hann viJdi sýna okkur þær eða ekki. Gættum við þess ætíð á Húsafelli, að þrengja okkur aldrei inn á Ás- grím. Eftir þessi tvö fyrstu sumur, sem Ásgrímur dvaldist á heimili mínu, breyttist framkoma hans við heimafólkið. Hann varð hlýr í v’ð móti og gaf sig á tal við okkur. Og smátt og smátt kynntumst viC hans innra manni, og fór svo, að okkur fannst hann vera einn ”f heimilismönnum, og var hans sárt saknað ef eitthvað það kom fyrir, að hann komst ekki fram að Húsa felli. Ásgrímur var meðalmaður a hæð, þéttur á velli og beinvaxinn, léttur og skjótur í hreyfingum. Ekki veit ég hvort hann stundaði íþróttir á yngri árum en eftir limaburði og vexti að dæma, mát+i ætla að hann væri þaulæfður íþróttamaður. Hann var ágætur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.