Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 8
256 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þetta gerðist í aprílmánuði Vorblóm * garði >' í Reykja- vík um sumarmál. fjpgppil ALÞINGI kom saman til funda hinn 10. eftir páskafríið. Var búist við að stjórnin mundi þá leggja fram bjarg ráðatillögur sínar í efnahagsmáÞm um. En þaer hafa ekki séð dagsins ljós enn. Hefir þetta vakið nokkurn ugg, og voru verkalýðsfélögin sem óðast að segja upp samningum, vegna þeirrar óvissu, sem ríkir. Ráðstefnan um réttindi á höfun- um stóð í Genf allan þennan mánuð. Um skeið leit þar vel út viðvíkjandi landhelgismálum og fiskveiðarétti strandríkja, því að í nefndum voru samþykktar tillögur um 12 mílna fiskveiðalögsögu og einkarétt til veiða þar fyrir utan ef sérstaklega stæði á. En tillögur þessar hiutu ekki nægilegt fylgi, er á átti að herða. Þó hefir árangur af ráðstefn- unni orðið mikils verður fyrir Is- land. Meiri hluti fundarmanna var samþykkur því, að 3 sjómílna land- helgin væri úr sögunni, og fellst á 6 mílna landhelgi. Þá kom og glöggt fram að rétt væri að greina á milli landhelgi og fiskveiðahelgi, og að hin síðarnefnda ætti að vera 12 sjó- mílur, og þá heimilt að draga beinar grunnlínur. Þá fekkst og viðurkeun- ing á því, að utan 12 mílna bæri að viðurkenna forgangsrétt strandríkis til fiskveiða. — Hans G. Andersen fulltrúi tslands lét þá skoðun í ijos, að íslendingar hafi nú frjálsar hend- ur um aðgerðir í landhelgismálun- um. Krúsjeff, einvaldur Rússlands, skrifaði Hermanni Jónassyni tor- sætisráðherra bréf um kjarnorku- málin. VEÐURFAR mátti yfirleitt teljast gott í þessum mánuði. Autt er orðið í byggðum suð- vestan lands, en mikill snjór ennþá nyrðra. Þar voru vegir þó sem óðast að opnast. Aætlunarþílferðir hófust úr Reykjavik vestur í Reykhólasveit, og «r það með langfyrsta móti. Bændur munu yfirleitt vera birgir af hevum té vel framgengið. Á sumardaginn fyrsta var bliðskapar veður syðra og víða voru tún þá farin ao grænka og trjágróður í görðum tekinn að iifna. Á Norðurlandi var þá slydduveður og var heldur kalt þar til mánaðarloka AFLABRÖGÐ voru óvenjulega góð í þessum mán- uði. Var bæði mikil fiskgengd og goð- ar gæftir. I mörgum veiðistöðvum var afli nú orðinn meiri en á allri vertið- inni í fyrra. Togarar fengu og ágætan afla á Jónsmiðum hjá Grænlandi eítir miðjan mánuð. Var þar bæði um karfa og þorsk að ræða. ELDSVOÐAR Eldur kom upp í fiskimjölsverk- smiðju hraðfrystihússins á Hellissandi á páskamorgun. Tjónið er talið um 3 milljónir króna (9.) Lítið hús í Kópavogi stórskemmdist af eldi (13.) Eldur kom upp í litlu húsi í Reykia- vík, en varð fljótt slökktur (15.) SLYSFARIR Fjórir ungir stúdentar fórust með flugvél á Öxnadalsheiði. Þeir voru: Bragi Egilsson, Jóhann G. Mölier, Ragnar Ragnars, allir í læknadeild há- skólans, og hinn fjórði Geir Geirsson, sem var að læra flugstjórn og stýrði flugvélinni (1.) • Ungur piltur lenti í vélsög og missti fingur (2.) Drengur í Höfnum kveikti í púðri og skaðbrenndist (3.) Ólafur Bergvinsson frá Barkarstöð- um í Fljótshlíð, hrapaði í veiðarfæra- húsi í Vestmanneyum og beið bana (3.) Um páskana gengu nokkrir menn á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.