Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 16
264 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE ÞETTA spil var í heimsmeistarakepom og áttust þar við ítalir og Bandaríkja- naenn: A D 7 5 2 V K G ♦ 7 4 + G 10 6 4 2 A G 3 V D 9 8 7 4 3 ♦ A 10 9 6 2 * — A báðum borðum varð lokasögn 6 hjörtu. S var sagnhafi. D’Alelio spilaði fyrir Itali, en Crawford var V. Hann sló út L2, ítalinn drap með drottningu, A drap með ás og Italinn trompaði. En þar sem ekki var hægt að ná HK, hlaut spilið að tapast, því að hmir hlutu að fá slag á tígul. Menn segja að þetta hafi ve'*ð klaufaskapur hjá ítalanum, hann hefði átt að láta láglauf í útspilið **vi að A hefði verið skyldugur að drepa með ásnum. Og þá hefði ítalinn getað losað sig við fjóra tígla, tvo í lauf og tvo í spaða, vegna þess að SD liggur 1 millihönd. Á hinu borðinu kom út tígull. Ra- pee, sem spilaði þar, drap með ásnum, kom sér inn á HA og spilaði láglaufi. En nú var engin ástæða til þess fynr A að láta ásinn, enda gerði hann osð ekki, og þar með var spilið tapað. SKÚMUR er alkunnur á öllu landinu, en me.ra mundi skilja um vinsældir hans. Norð- an lands og vestan telja menn nann meinlausan og helgan fugl, af því að hann er mjög gæfur á sjónum og þieg- ur allskonar mat, sem sjómennirnir gefa honum. Alkunnastur er hann þó á Austurlandi. Farmenn kalla harn A K 10 9 A 10 6 2 G 5 K D 7 ÞETTA er mynd af einu málverki Asgríms Jónssonar listmálara, er hann gerði á Húsafelli. Sér hér til Eiríksjökuls og Strútsins, en fremst rennur Geitá í gljúfr- um. — (Ljósm.: Ól. K. Magn.) Vestmanneyahæns, af því að micg margt er af honum í Vestmanneyum og hann mjög gæfur og kyrlátur. En á söndunum eystra, Breiðamerkur- og Skeiðarársandi, er háttalag hans ann- að. Þar líta menn á hann sem grimman og áræðinn ránfugl, því að hann ásæk- ir ferðamenn af miklum móði, slær hunda og önnur dýr svo ákaft, að beir ýlfra hátt og falla stundum í rot. Or- sökin til þessa atferlis skúmsins er -ú, að hann verpur þarna og ver egg sín og unga svo harðfengilega. Menn vopna sig því með lurkum, þegar þeir fara út á sandana í eggja- eða ungaleit. (Ferðabók Eggerts) HESTVÍSUR Stefán skáld Ólafsson í Vallanesi átti marga góða hesta. Einn af þeim hét Kokkur og var honum við brugðið sem framúrskarandi reiðhesti, enda var hann látinn lifa lengi og varð 33 ára og 7 mánaða. Um hann orkti séra Stefán, og þar á meðal þetta: Kokk má þjóð vel þekkja, þokkalegur var Kokkur, Kokkur var beztur blakka, brokkaði sízt hann Kokkur. Margir aðrir orktu og um hann. Sig- mundur Matthíasson Long á Seyðisfirði segir að mælt sé að Kokkur hafi orð- ið elztur hesta á Áusturlandi, og hans lengi minnst. Til sönnunar færir hann vísu, sem orkt var í hans tíð: Mokk eg nefni mætan blakk, Mokkur prýðir jóa flokk, Mokki ríða menn í hnakk, Mokkur líkist gamla Kokk. » FYRSTA SÁLMABOK sem gefin er út á íslandi, er prent- uð á Hólum 1589, og er merkilegur formáli fyrir henni eftir Guðbrand biskup Þorláksson. Þar minnist hann á rímur og önnur veraldleg ljóðmæli. Segist hann meðal annars gefa út sálmabókina til þess, „að af mætti leggjast þeir ónytsamlegu kveðlingar, trölla og fornmanna rímur, mansönev- ar, afmorsvísur, bruna kvæði, háðs og hugmóðs vísur og annar vondur og ljótur kveðskapur, klám, níð cg keskni .... og meir eftir plagsið he'ð- inna manna en kristinna, á vökunótt- um og öðrum mannamótum, sömu- leiðis í veizlum og gestaboðum, heyrist varla annað til skemmtunar haft og gleðskapar, en þessi hégómlegi kvæða- háttur, sem guð náði“. ÞVl FYLGIR ÓLÁN Ekki má skjóta smáfugla: lóur, spóa o. s. frv. Þeir verða ólánsmenn sem gera það. Ekki má steypa undan grá- tittlingum, steindeplum, músarindlum, né öðrum slíkum smáfuglum. Því fylgir ólán. — (Ól. Dav.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.