Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 257 Sumri fagnað i Reykjavík. Langjökul. Einn fell í 17 metra djupa jökuisprungu, en slapp lítt skaddaöur (9.) Á páskadagsmorgun ók piltur í Reykjavík lánsbíl á ljósastaur í Vestur- bænum og braut hann, en hvolfdi =vo bílnum rétt á eftir. Menn sakaði ekki (10.) Maður fell niður af svölum pósthúss- ins í Reykjavík og fótbrotnaði (15.) Bræðslumaður á togaranum Ólafi Jó- hannessyni frá Patreksfirði brenndist á handleggjum og höndum við vir.nu sína (16.) Öldruð kona í Reykjavík var að fara út úr strætisvagni, en föt hennar fest- ust miRi stafs og hurðar og drógst hún svo með bílnum án þess nokkur veitti því athygli, og lenti svo undir aftur- hjóli bílsins og beið bana af. Hún hét María Jónsdóttir (16., 17.) Tveir ölvaðir menn óku á mannlausa bifreið á götu í Reykjavik, hvolfdu við það sinni bifreið og skemmdust baðar bifreiðarnar mikið (18.) Telpa datt úr bíl á götu í Reykjavík, varð undir honum, en meiddist furðu lítið (18.) Átta ára drengur á Vatnsleysuströnd fór út á sjó á pramma, bar frá landi, varð hræddur, stökk útbyrðis og drukknaði (22.) Loftsbryggja í Reykjavík brotnaði undan bíl, sem var að taka á móti fiski. Bíllinn skemmdist og fiskinum skolsði úr honum (22.) Sverrir Axelsson vélstjóri á hafn- sögubáti í Reykjavík, fell úr haum stiga við hafnarbakkann niður í bat og fótbrotnaði (23.) Þrír litlir drengir í Sandgerði náðu í skothylki og sprengdu. Við það særð- ust þeir allir, tveir hættulega (30.) ÍÞRÓTTIR 21. Skíðalandsmót íslands var hað á Hellisheiði. Þingeyingar sköruðu fram úr í 15 km kappgöngu, en Siglfirðing- ar í stökki. Drengir úr Fljótum sigruðu í kappgöngu, en Reykvíkingar í svigi. Að mótinu loknu áttu ísfirðingar 4 meistara, Reykvíkingar 3, Siglfirðing- ar 2, Akureyringar 2 og Þingeyingar 2 (3,—16.) Arleg bridgekeppni milli Hafnar- fjarðar og Akraness fór svo, að Hafn- firðingar unnu (10.) A hraðskákmóti Akraness sigraði Vigfús Runólfsson (11.) Stígur Herlufsen varð skákmeistari Hafnarfjarðar (15.) Skákkeppni fór fram milli Bolungar- víkur og ísafjarðar og unnu Bolvíking- ar (15.) Ingi R. Jóhannsson varð Is’.ands- meistari í skák (17.) Ragnar Karlsson varð skákmeistari Keflavíkur (19.) KR varð íslandsmeistari í hand- knattleik karla (12.) Lárus Johnsen varð hraðskákmeist- ari íslands (24.) Haukur Engilbertsson frá U. M. F. Reykdæla i Borgarfirði, sigraði í Víða- vangshlaupinu á sumardaginn fyrsta (26.) Sænsk stúika, Karin Larsson, og danskur piltur, Lars Larsson, komu ningað að keppa í sundmóti iR, en ís- lenzku keppendurnir Ágústa Þorsteins- dóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Gíslason og Pétur Krist- jánsson stóðu þeim framar (29.) 280 knattspyrnukappleikar verða hað •ir í Reykjavík á þessu sumri (30.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.