Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 6
254 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Öld er liðin síðan Henderson dó A FÖSTUDAGINN KEMUR eru 100 ár liðin síðan Ebenezer Henderson and- aðist. Hann dó 16. maí 1858 í Mortlake 1 Surrey, og var þá 73 ára gamall. Henderson fetðaðst hér um landið á árunum 1814—15 og gat sér hvar- vetna hið bezta orð. Hann ritaði stóra bók um dvöl sína hér, og er hún ný- lega komin út á íslenzku. Kemur þar glöggt fram góðvilji hans í garð ís- lendinga og jafnframt er bókin gott heimildarrit frá þeim tíma. Eina dóttur eignaðist Henderson og var hún fædd í St. Pétursborg (sem nú heitir Leningrad) árið 1820. Hann lét þessa dóttur sína heita Thulíu, í höf- uðið á íslandi, sem margir kölluðu þá A næstliðnu hausti fregn svo fin fyrir mín eyru bar, sem indæl raust með unun sín ánægja stór mér var, 1 Görðum austur minnzt skal mín til mikillar virðingar; gallaiaust var það gleðivín, af góðum bruggað þar. Þó arfar mínir áður fyr austur í Garða reit æft hafi sínar íþróttir, allvel þá hrottinn beit, af því hiýnar minn ímu byr alitítt hjá því sem veit að æran krýnir — ef þú spyr — mitt elzta nafn hjá sveit. Þeirrar æru eg aldrei kann endurgjald veita neitt, sem Henderson kæri herrans mann hefir mér nú tilreitt. I skrifi frábæru hefir hann hrósi minu útfleytt og ungri mær, sem eignast vann, uiu eldgamia heiti veitt. Thule. „Ekkert sýnir betur en nafngift þessi, hvílíka ofurást Henderson hefir haft á hinu blásnauða og hrjóstruga landi, er verið hafði dvalarstaður hans nokkuð á annað ár — landinu þar sem innan við 48 þús. hræður háðu harða baráttu fyrir aumlegri tilveru sinni“, segir í inngangi að þýðingunni á ferða- bók hans. Jón Jónsson lærði, prestur í Möðru- felli, orkti kvæði til Hendersons 1821, í tilefni af fæðingu dóttur hans og nafni hennar. Þetta kvæði er að finna í handritasafni Landsbókasafnsins ÍB 562, 8vo. Þykir vel hlýða að það sé nú birt á 100. ártíð Hendersons. Eg fyrir árum sjö fekk séð, sendan af enskum lýð, guðsorða kláru gnægð mér réð gefa á þeirri tíð; mitt kuldasára gladdi geð hans góðmennsku-hegðan þýð; blóðugum tárum má eg með minnast hans fýrr og síð. Hálærður fríður þengils þegn þessi Stóra-Bretalands, hann var svo blíður, góður, gegn, gekk í spor frelsarans; minn barnalýður friðarfregn fekk við tilkomu hans, en þess þeirra svíður sorgarmegn af söknuð ens góða manns. Af engelsku blóði borinn hér til blessunar fyrir stönd, til hverra gróða gefins ber sem getur fóðrað önd; sá Englands góði herra hér helgar með góðvild lönd, sú volduga þjóð, sem vænsta er verkfæri í drotting höud. Hans orðasnilldar mest eg má minnast þakklát sem ber, senda góðvild þeim frægu frá feðrum engeisku mér, hvers vegna gilda gnótt eg á góðra smábóka hér. Hæsta guðs mildi hann og þá helgi til dýrðar sér. Hann hefir síðan helmsins byggð haldið til austurs kring og mikið víða vizku og tryggð verkað með upplýsing, afvendað kvíða og andar hryggð — eg er viss hvað eg syng. — Hans munu lýðir lofa dyggð lengi um veraldar hring. Verðugur landi þessi þar þjóðar, sem nú er mest, í geistlegu standi um mold og mar, munstur í góðan prest, hans er æ vandi hér og hvar heiminn upplýsa bezt, sem Kristí andi innsiglar, af ávöxtunum það sést. Þó að eg hæli hásri kverk honum, er skylda góð; í köldu bæli klædd í serk kveð eg upp þessi ljóð: Eg óska og mæli af anda sterk og öll mín kæru jóð, að guð hans farsæli vilja og verk til velferðar hverri þjóð. Þakka eg snilldar mætum mann meðan hér rann á sveim kærleikans gilda góðviljann, gjörðan svo mörgum beim; guðs náð og mildi hljóti hann hvar sem að fer um geim, og himna góðvildar þokka þann í þessum og öðrum heim. Þar til að breytist land og lá, lán hvort reyni’ eða kíf, oss skal hans heiti elskað hjá, eins fyrir mann og víf, nær lífdaga þreytu fer hann frá, frelsarinn veri hans hlíf, guð honum veiti gæfu þá að gleðjast við laun eilif. Þakklœtisávarp íslands til doktors og prests Ebenezer Hendersonar í Ijóðmœlum fram fœrt árið 1821

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.