Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Page 4
396 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Húðskip á siglingu, með þjórshöfuð á stafni. Að neðan: húðskip í smiðum. og hvarf. í huganum hafa þessir sjómenn fylgt ferli hennar ýmist á sléttu eða í freyðandi fossum eftir myrkum og duldum og „ómælanlegum leynigöngum fram í myrkan sjó“. Meðan Brendan dvaldist þarna, tók hann þá ákvörðun að hverfa heim til írlands aftur. sennilega að ráðum Póls. Svo mikið er víst, að þegar páskahátíðinni var lokið, lét Brendan búa skip sitt og sigldi á haf. 000O000 í BÓK sinni „Greenland" segir dr. Vilhjálmur Stefánsson svo: — írski dýrlingurinn Brendan, stundum nefndur Brandon eða Brandan, er talinn fæddur um 484 í Tralee, Kerry, og dáinn um 578 í Benedikts-klaustri, sem hann hafði stofnað 20 árum áður hjá Clonfert í austanverðu Galway. Hann var þar ábóti. Sagnirnar um siglingar og landa- fundi hans eru margvíslegar og eru mjög útbreiddar í þjóðsögnum vestrænna þjóða. Þær eru til bæði í bundnu máli og óbundnu á latínu, frönsku, ensku, saxnesku, flæmsku, írsku, velsku, bretanísku og skozkri gelisku. Og sumar frá- sagnirnar hafa jafnvel komizt inn í arabískar þjóðsögur. Salembier, sem ritað hefir gagn- rýni á rómverskkaþólska sagn- fræðinga, segir að á fjórtándu og fimmtándu öld hafi frásögnunum af ferðalögum Brendans verið trú- að bæði af kirkjunni og almenn- ingi. En á næstu öldum eftir ferð- ir þeirra Kolumbusar og Cabots, hafi trúnni á frásagnir Brendans hrakað mjög, því að enginn hafi fundið þau lönd, sem hann lýsti, Seinni tíma landfræðingar og menn sem rannsaka þjóðsagnir, hafa farið vægari orðum um þetta og reynt að útskýra það, svo að saga Brendans hefir fengið nýtt gildi. Ef dregið er út úr ferðasögum Brendans allt sem blandað er hjá- trú miðaldanna, og settar í staðinn skýringar, sem eru í samræmi við það sem vér þekkjum, þá má fá út úr þessu sennilega frásögn og gera sér grein fyrir hvaða staðir það eru sem þar er getið. Þá reynist það rétt hvernig þeir hafi siglt og staðalýsingar í samræmi við það, sem vér þekkjum nú. Jafnvel vegarlengdin milli þessara staða, mæld í siglingardægrum, virðist sannsýnileg. oooOooo MARGT er mierkilegt við frásögn dr. Little, fyrst það, að Brendan hafi komið til íslands árið 548, eða 326 árum á undan landnámsmönn- um, og leitað uppi írskan einsetu- mann, sem hann vissi að var þar. Er svo að sjá, sem hann hafi vitað fyrirfram hvar þessi einsetumaður hafðist við, og hefir þá farið eftir sögusögn og landlýsingu annarra. Minnir þetta á það er Patrekur biskup vísaði Örlygi gamla á ból- stað undir Esju. Annað atriði sögunnar þar sem sagt er að einsetumaðurinn hafi búið í helli, ætti að vera nokkur Mynd af truboðaskipi fundin í Roscrea turni i Tipperary- héraði. w

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.