Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Page 6
398 LESBOK MORGUNBLAÐSTNS ið var hungursneyð afstýrt með kornræktinni í Ameríku, 1 seinna skiptið með notkun tilbúins áburð- ar. Árið 2000 verður hungursneyð afstýrt með því, að þá hefir verið afstýrt sjúkdómum í kvikfé og jarð -argróðri. Og svo eru það sjálfvirku vél- arnar. Nú er það algengast í verk- smiðjum að maður vinni við hverja vél, stjórni henni. Árið 2000 verða þessir menn horfnir, eins og dúdú- fuglinn. Vélarnar stjórna sér alger- lega sjálfar og hver tekur við af annari. Þessi breyting er óumflý- anleg, og það er ekki annað en ó- makið að reyna að hamla á móti henni. Afleiðingar þessa verða víðtæk- ar. Sjálfvirku vélarnar gera marga menn óþarfa, allt frá skrifstofu- manninum til þess er setur smíða- hluti saman. Mismunandi atvinnu- greinar hverfa úr sógunni. Þess vegna er tími til þess kominn að athuga, hvert þessi alda muni bera oss. Reynsla undanfarinna 200 ára sýnir, að eftir því sem iðnaður hefir aukist hjá einhverri þjóð og orðið fjölbreyttari, eftir því hefir aðstreymi verkamanna til stórborg -anna aukist. Það er margt sem hjálpast hefir hér að. Iðnaðurinn þarf á orku að halda, en orkan er ekki ódýr nema hún sé framleidd í stórum stíl. Og svo hefir aukist eftirspurn að vinnukrafti til þess að fullgera og setja saman þau tæki, sem framleidd hafa verið. Á hinn bóginn hefir landbúnaður tekið vélaafl í þjónustu sína og þess vegna þurft færra fólk. Það er ekki víst að nein af þess- um ástæðum fyrir fólkstraumi í stórborgirnar, verði í gildi að 50 árum liðnum. Kjarnorkustöðvar þurfa ekki að vera stórar. Stöð, sem nú nægir kafbáti, mun þá nægja einni byggð. Framíarir í líf- fræði hafa þá útrýmt sjúkdómum í jurtum og dýrum, og betri fæðu- tegundir verða ræktaðar og hægt verður að framfleyta sér á minna landi en nú er. Mestri byltingu mun þó valda notkun sjálfvirkra véla. Með þeim geta fáir menn tekið að sér full- komna iðnframleiðslu. Með notk- un þeirra getur ^ámennt byggðar- lag lifað á iðnaði með því að fram- leiða aðeins eina vörutegund, eða þá allt sem það þarf á að halda, en það verður örðugra. Nú þegar hafa orðið svo miklar framfarir, að lítið þorp getur verið sjálfu sér nóg. Kjarnorkan leggur til kraftinnvsjálfvirkar vélar vinna allt. Með talstöðvum og koptum hafa menn samband við umheim- inn. Helztu útgjöldin verða handa lækni, kennurum og félagsheimili, en eftir 50 ár getur 10.000 manna þorp auðveldlega staðist það og íbúar þess verða ekki að neinu leyti ver settir en þeir sem búa í stór- borgum. En í þessu þorpi er ekki neinn staður fyrir ófaglærðan mann. Kjarnorkustöðin getur ekki notað hann, ekki heldur sjálfvirku vél- arnar, og ekki ræktunarstöðin. í hverju framtíðarþorpi verður slík- ur maður aðeins ti1 byrði. , Ef kapp verður lagt á það næstu 40 árin, að kenna hagnýt störf smám saman þeim er nú vinna andlaus verksmiðjustörf, þá er hægt að koma upp sjálfstæðum þorpum, sem geta búið að sínu og liðið vel. Ef ekkert verður gert, streyma hinir ófaglærðu verka- menn áfram til stórborganna. Hér er um tvo kosti að ræða. Sjálfvirk- ar vélar koma smám saman og ryðja sér inn hjá ólíkustu atvinnu- greinum. Ein vinnur til dæmis verk tíu prentara, önnur vinnur á við 100 manns í bílaiðnaði, hin þriðja leysir 1000 skrifstofumenn af hólmi. Hvað á að verða um þessa menn? Ef þeim er kastað út á götu, verði þeir leiksoppar í höndum byltinga- seggja. Það voru slíkir menn, sen mynduðu brúnstakka-sveitir Hitl ers, atvinnulausir menn, sem fyrr- um höfðu gengið með hvítt um hálsinn. Hér er hætta á ferðum fyrir kom -andi kynslóð. Ef ekkert er að gert fjölgar stöðugt í stórborgunum fólki, sem ekki kann að sjá sér farborða og þá er lokað augunum fyrir því, að stríð hlýtur að verða milli faglærðra og ófaglærðra manna. Og mér sýnist að endirinn á því hljóti að verða einræði. Og það er óþarfi að binda sig við ár- ið 2000, George Orwell hefir sagl að svo muni verða komið 1984, ef allt verður látið reka á reiðanum Eg fæ ekki betui séð en einræð- ið komi, ef óverklærðir menn halda áfram að þyrpast saman í stórborg -unum. En lýðræði getur haldist ef verklærðir menn byggja sín eigin þorp. Breyting á þessu verður ekki gerð með einu átaki. Breytingin mun koma smám saman, ef vér vitum að hverju vér eigum að stefna. Eg hefi bent hér á tvær leiðir: Það verður að draga menn sam- an í smáborgir, sem hver hefir sínu sérstaka hlutverki að gegna. Og það verður að kenna mönnum að vinna með höfðinu. Það má stýra þjóðarskútunum ákveðna leið, ef menn eru vissii um hvert á að halda. Og það er táknrænt, að stjórn á sjálfvirkum vélum er nú þegar kölluð „cyber- netics“, en það er grískt orð um listina að stýra skipi. C^»'3®®®<3'^_J Búfræðingur er það, sem situr í skrifstofu sinni og skrifar bændum ráð- leggingar um að þeir skuli ekki fara á íslenzkum skóm út í mýri, því að þá muni þeir vökna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.