Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 2
506 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS íisum fram af jöklinum. Fór jökul- flaumur þessi í tvær áttir. Annað flóðið fór til suðvesturs með ofsa- hraða, kastaðist fyrst yfir háls nokkurn framan við jökulinn oe niður í svokallað Remundargil, en braut síðan geil mikla í skriðjökul- inn austan við VMnsrásarhöfuð, en það er 486 metra hátt fjall austan við Remundargil og lá skriðjökull- inn upp að því. Var þessi geil lík- ust ógurlegu gljúfragili eða jarð- falli, með snarbröttum jökulhömr- um 80 faðma háum. Var það um 2 km. á lengd og hálfur km. á breidd Þarna geistist nú hlaupið fram með óstjórnlegum hamförum, niður í farveg Múlakvíslar og fram að Selíjalli. Þar breiddi það úr sér austur með Hafursey að sunnan og fór svo sem hár veggur fram alla sanda og austur fyrir Hjör- leifshöfða. Var þá allur Mýrdals- sandur ein beljandi jökulhrönn og fyrir kvöldið hafði hlaupið borið svo mikinn ís fram á sjó, að þar var ein samfelld breiða, sem ekki sá út yfir frá Hjörleifshöfða. Menn, sem sendir voru frá Vík upp á fjallið Hettu, höfðu þá sögu að segja, að mestallur Mýrdalssandur væri tilsýndar sem einn hafsjór, með fljótandi jökulhrönnum, svo sem hæstu hús væri. Var jökul- straumurinn þá þegar kominn svo langt á haf út sem auga eygði, og bar upp jaka sem stórbjörg á sænum. Hitt jökulflóðið, er til suðausturs stefndi, kom niður af jöklinum fyr- ir vestan Sandfell og „hljóp fram á undirlendið með miklu flugi“ Það geistist fram að Rjúpnafelli og klofnaði um það. Stefndi vestri kvíslin á Álftaver, en sú eystri á Meðalland, þessar tvær lágsveitir er virðast standa berskjaldaðar fyrir slíkum hlaupum, og alltaf eru í hættu þegar Katla gýs. Eystri flaumurinn fór fram í Hólmsá og fyllti hið mikla Hólms- árgljúfur, og svo voru þá átök þess ofsafengin, að það muldi og klauf gljúfurbarmana, svo að gljúfrið víkkaði mikið. En ekki komst flóð- ið þar fyrir, heldur flæddi yfir allt svæðið vestan árinnar. Um þessar mundir var gangandi maður á leið frá Skaftártungu niður í Álftaver og var kominn drjúgan kipp frá Hólmsárbrú, er hann varð var við hlaupið. Sneri hann þá við og hljóp allt hvað af tók, því að um lífið var að tefla. Náði hann brúnni í sama mund og hlaupið fyllti gljúfr- ið og hafði náð brúnni. Hann sá að ekki var um annað að gera en hætta á að komast yfir brúna. Hélt hann sér í handriðið og öslaði strauminn eins hratt og hann gat. Stóðst það og á endum, að um leið og hann slapp austur fyrir, svifti jökulflaumurinn brúnni af. Skali þar hurð nærri hælum. Heimafólk í Hrífunesi flýði bæ- inn, því að það óttaðist að hlaupið mundi taka hann, en svo fór þó ekki. Hlaupið brauzt áfram og jökulhrönn stíflaði Eldvatn og Tungufljót fyrir sunnan Flögu- engjar, svo þar varð lón, sem helzt viku tíma. Síðan fór hlaupið niður Kúðafljót og heim á bæi í Meðal- landi, svo fólk varð að flýa af mörgum bæum. Vesturálma flóðsins, sem stefndi á Álftaver, geistist fram með flug- hraða, þar til hún rak sig á höfða þann er Þjalhöfði heitir fyrir ofan byggðina. Þar klofnaði það. Eystri kvíslin hljóp fram Skálm og heim að bænum Skálmarbæarhrauni. Hin kvíslin stefndi fyrir vestan Herjólfsstaði. Fór þó nokkur hluti hennar fyrir norðan bæinn, austur hjá Holti að Jórvíkurhryggjum, austur í Skálm og suður að Mýr- um. Hinn flaumurinn fór alla leið vestur að Dýralækjarskerjum og var þar sem hafsjór yfir að líta. Hafði hlaupið nú farið yfir mest- allt svæðið frá jökli að sjó, vestan frá Höfðabrekku og Múlakvísi austur að Skaftártungu og yfir Meðalland. Telja menn að nærri muni láta að þetta svæði sé 800 ferkílómetrar. EN HVAÐ varð þá um gangna- mennina úr Álftaveri, sem staddir voru á sandinum, þar sem þetta heljarflóð fór yfir? Um það er greinagóð saga í eldriti Markúsar Loftssonar. Segir þar fyrst fra þeim, sem komnir voru til réttar: „Um miðmunda tóku réttarmenn eftir því, er þeir biðu safnsmanna, að undarlega þungan nið var að heyra í vestri, og leiddu menn ýmsum getum að því hvað valda mundi, sjávarhljóð, eða annað. En um nónbil þótti sýnt, að jökulflóð mundi geta verið, og voru ungling- ar, er við rétt voru staddir, sendir heim. Smám saman varð móðan svart- ari yfir Mýrdalsjökli, og kom fyrsta reiðarslagið, og steyptist á sömu stundu kolsvart þykkni til landsuð- urs yfir loftið. Fjárréttin liggur ofan við ána Skálm, og allnærri en hún rennur af sandinum austur í Kúðafljót. Sást nú þaðan til smalanna, og rak hver það fé, sem hann hafði fyrir hitt. En brátt yfir- gáfu þeir fjárhópana; setti hver á harða sprett og kallaði hver til annars, að Katla væri að koma. Hlupu réttarmenn á hesta sína, er hjá stóðu, og hleyptu fram yfii Skálm, að Herjólfsstöðum, en fram- an hennar er nærri öll byggðin En nálægt 100 föðmum ofar en þeir þeystu yfir ána, valt þá fram óð- fluga geisihár veggur, grásvart jökulflóð, með braki og gusum sem í hafróti. Sluppu bændur fram yfir en smalar hleyptu til Skálmarbæ- arhrauna, sem er bær ofan ár, aust- ur við Kúðafljót, efstur í Álfta- veri. Á hælana á réttarmönnum sem riðu í skyndi að Herjólfsstöðum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.