Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 6
510 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ingur erindi í Ríkisútvarpið og gaf upplýsingar, er benda til þess, að Katla sé að rumska í svefninum. Hefir að undanförnu orðið vart sí- felldra jarðhræringa á jarðskjálfta- mæla þar eystra, og virðast upp- tök þeirra vera í Mýrdalsjökli. einmitt í nánd við Kötlu. Þetta get- ur verið fyrirboði þess að hún sé að vakna. Mönnum hættir við að gleyma, jafnvel váveiflegum atburðum, þeg -ax langt er um liðið. Og 40 ár eru alllangur tími og hann getur vei hafa skapað andvaraleysi hjá mörg- um. En þá ættu þeir að lesa hina rækilegu skýrslu Gísla Sveinsson- ar um Kötlugosið 1918, en hann var þá sýslumaður í Skaftafellsþingi og fylgdist vel með atburðunum. Ef sú skýrsla getur ekki vakið menn til umhugsunar um að allur sé varinn góður, þá hefur andvara - leysið sigrað. En nú geta verið seinustu for- vöð að athuga hvaða varúðarráfi- síafanir sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að næsta eld- gos og jökulhlaup Kötlu geti vald- ið manntjóni. Það skiftir mestu máli. Eignatjón er ef til vill hægt að bæta aftur, en enginn grætur Baldur úr helju. Að nokkru leyti standa menn nú betur að vígi en 1918. Nú er kom- inn sími á flesta eða alla bæi í Álftaveri og Meðallandi. Og nú eig- um vér flugvélar, sem skjótt gæti komið til hjálpar. En þarf þá ekki nú þegar að athuga um lendingar- staði nálægt þeim bæum, sem hætt- ast eru staddir í jökulflóði? Víða má eflaust finna sanda, eða sléttar grundir, þar sem hægt er að lenda flugvélum, og það má ekki dragast að þeir lendingarstaðir sé merktir. Því miður eru ekki til nákvæmar upplýsingar um hvað hlaupið 1913 fór hratt yfir. En um klukkan eitt varð fyrstu jarðskjálftanna vart í Vík. Síðan líður að minnsta kosti Sjaldgæft fyrirbæri Áfall læknar blindu H Ú N Oddhildur Jónsdóttir á Hvalsá í Kirkjubólshreppi er nú 91 árs. Hún hefir búið við þröngvan kost í lífinu og farið á mis við flest það, sem til þæginda er talið. En hún hefir verið sístarfandi og unn- ið af áhuga og fórnfýsi alla sina daga. Líkamlegt þol og þrek var mikið, og lundin létt, svo að hún hefir ekki látið erfiðleika áranna buga sig. Og ellina ber hún með ró- semi og þreki. Nær þremur áratugum hefir hún dvalizt hjá syni sínum og tengda- dóttur. Sjaldan mun henni hafa fallið verk úr hendi, ýmist þeytt rokinn eða látið prjónana tifa. Með ellinni dapraðist henni sjón hálf stund, þangað til gosið brýzt út, og réttarmennirnir í Álftaveri verða ekki varir við að hlaupið sé að koma fyr en um kl. 3. Riðu þeir þá undan og er svo að sjá sem hlaupið hafi ekki dregið á þá. Og þess er getið að kl. 8 um kvöldið hafi hlaupið verið komið niður að Strönd í Meðallandi. Af þessu má sjá, að þá hefir liðið svo langur tími frá því að gosið gerði boð á undan sér og þar til hlaupið var komið niður í Álftaver og Meðal- land, að vel hefði mátt senda flug- vélar þangað til að bjarga fólki. Varla mun þurfa að gera ráð fyrír að næsta hlaup færi yfir með meiri hraða, og ætti flugvélar því að geta komið nógu tímanlega á vett- vang, ef allt væri undirbúið. Þann undirbúning ætti að hefja nú þegar. Á. Ó. Oddhildur Jónsdóttir. og í vor sem leið var hún orðin alblind. — Fyrir nokkrum vikum varð hún fyrir því áfalli að hrasa í stiga og fell niður á steingólf, um meters hátt fall. Við þetta handleggsbrotn- aði hún og fekk auk þess höfuð- högg, er laskaði bein í augabrún. Þegar hún fór að hressast, bregð- ur henni við, því að þá sér hún um allt herbergið með því auganu, sem hún hafði nýlega misst sjón á. Hún sér nú fjöll og jafnvel hús í 4—5 km fjaflægð. Fólk þekkir hún, sem hún hefir ekki séð um árabil. Sjálfsagt er eðlileg ástæða til þessa, en einkennilegt þykir það. Aftur er Oddhildur sezt við rokk- inn sinn, og dvelst í huganum á vegum skáldsins: Með augans sjón þú eygir ljós og frið, með andans sjón hin björtu himinshlið. Guðbrandur á Broddanesi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.