Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 14
518 LEn'-'Ak M' ' «’ AF>STNS Fiðlur, sem um er deilt Fyrir skömmu hafa blöðin flutt þá fregn, að hér í Reykjavík hafi fundizt Stradivari-fiðla. Slíkar fiðlur eru mjög dýrmætar og hafa því verið gerðar margar eftirlíkingar þeirra. í eftirfarandi ’rein segir nokkuó frá því hvernig dýrmætar fiðiur eru „falsaðar"', og frá þeirri rekístefnu, sem út af því er gerð. SEINUSTU sjö árin hefir mátt sjá í stórblöðum heimsins stórar fyrir- sagnir á þessa leið: „Dýrmæt Stradivari-fiðla fundiri á háalofti. — 30.000 dollara fágæt ítölsk fiðla talin eftirlíking. — Alkunnur hljóðfærasali tekinn fastur. — Kunnur leynilögreglumaður kem- ur upp um fiðlusvik!“ Á þessum árum hefir staðið stríð út af sviknum fiðlum, og því stríði er hvergi nærri lokið. Höfuðvíg- stöðvarnar eru í Sviss. Þar eigast við sakamálasérfræðingar, safn- endur og hljóðfærasalar. Og það sem barizt er um, eru Stradivari-, Guernie- og Amati-fiðlur. Seinasta orustan — sem þó verð- ur áreiðanlega ekki sú seinasta — hófst í vor í Bern, höfuðborg Sviss. Var hún út af fölsunum á fiðlum. Þegar þetta er ritað liggur málið niðri, hefir verið frestað, en langt mun þess að bíða að hið sanna komi í ljós. Frægar fiðlur hafa ætíð freistað fiðluleikara, safnenda, svikahrappa og leynilögreglumanna. Stradivarí- fiðla, vel með farin, er að minnsta kosti 50.000 dollara virði, en það eru varla þrjár tylftir til af þeim í heiminum. Sennilega eru þó til um 300 slíkar fiðlur, sem hlotið hafa meiri og minni viðgerð, en fyrir þær er hægt að fá um 20.000 dollara. Slyngur fiðlusmiður getur gert, svo góða eftirlíkingu af fiðlu, að snjöllustu sérfræðingar einir geta séð að um eftirlíkingu er að ræða. Fiðlusnillingar eru ekki taldir til slíkra sérfræðinga. Franski fiðlu- smiðurinn Guillaume sýndi fiðlu- snillingnum fræga, Nicolo Paga- nini, einu sinni tvær fiðlur og spurði: — Hvor þessara er ósvikin Guar- nieri del Gesu fiðla? Paganini benti þegar á aðra þeirra. — Rangt, sagði Guillaume. Báðar þessar fiðlur eru eftirlíkingar sem eg hefi gert af fiðlu þinni. Flestir fiðlusnillingar hafa kom- izt í eitthvað svipað. Oft eru það heiðarlegir fiðlu-; smiðir, sem gera eftirlíkingar af frægum fiðlum, en þeir merkja þær sem eftirlíkingar. Seinna kom- ast svo fiðlur þessar í hendur svik- ara, sem reyna að selja þær sem ófalsaða vöru. í hvert skifti sem blöðin segja frá því að Stradivari- fiðla hafi fundizt í rusli uppi á háa- lofti (og þær eru venjulega alveg óskemmdar), þá hafa hljóðfæra- saiar ekki nokkurn stundlegan frið fyrir fólki, sem kemur með fiðlur afa sinna og vill endilega úr því skorið hvort hér sé ekki um dýrgrip að ræða. En þótt þær hafi á sér frægt merki, eru þær venju- legast smíðaðar í einhverri verk- smiðju í Þýzkalandi, Tékkósló- vakíu eða Frakklandi og eru 5—50 dollara virði. Fiðlustríðið (,,liutomachia“) sem nú stendur yfir, hófst árið 1951 og sá sem hóf það var Giovanni Ivi- glia forseti ítalska verslunarráðs- ins í Ziirich í Sviss. Hann skipaði „ráðgjafarnefnd“ í þessum málum og eiga sæti í henni tveir svissnesk- ir fiðlusmiðir, músíkalskur sagn- fræðingur og fiðlukennari við tón- listarskólann í Zurich. Fiðlueigendum var nú boðið að senda fiðlur sínar til nefndarinnar og þar gæti þeir fengið úr því skor- ið endurgjaldslaust hvort fiðlur þeirra væri ósviknar eða það væri eftirlíkingar. Fjöldi manna kom með fiðlur sínar, en flestir þeirra fengu þau svör að um eftirlíking- ar væri að ræða. Þessir menn þótt- ust illa sviknir og kærðu. Var þá settur á fót sérstakur dómstóll til að rannsaka þessi mál. Gömlu fiðlurnar voru nú rann- sakaðar með X-geislum, kvartz- lömpum, smásjám og öðrum þeim tækjum, sem menn eru vanir að nota þegar ganga skal úr skugga um hvort frímerki sé fölsuð, pen- ingaseðlar eða málverk. Formaður þessara rannsókna er dr. Max Frei- Sulzer og hefir hann skýrt frá þvi, að stundum hafi dýrar fiðlur reynzt eftirlíkingar, og að lélegar fiðlur hafi verið merktar nöfnum Stradivari, Guarnieri del Gesu og Amati. Nú varð uppi fótur og fit. Rann- sóknarnefndin lýsti yfir því, að fjöldi hinna dýrmætustu fiðla væri eftirlíkingar og að hér væri um að ræða samtök meðal þeirra sem fiðlur selja. Hún benti á, að árið 1937 hefði verið sendar 2000 svo- kallaðar Stradivari-fiðlur til Cre- mona, 200 árum eftir lát meistar- ans, en af þeim hefði ekki nema nokkur hundruð verið ófalsaðar. Emil Hermann heitir þýzkur maður, sem nú á heima í Banda- ríkjunum. Hann er 70 ára að aldri og hann hefir alla ævi sína fengizt. við að rannsaka fiðlur og þekkir allar hinar frægustu tegundir. Hann hefir sagt um þessa rann- sókn: — Fiðlusérfræðingur þarf hvorki á smásjá eða efnablöndum að halda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.