Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 509 urðu að hafa ljós logandi í húsum allan daginn. MÝRDALSSANDUR var ægilegur yfir að líta eftir fyrsta íramhlaup- ið, allur umturnaður og ein hrika- leg ísbreiða með margra mann- hæða háum íshrönnum og beljandi holskeflustraumum á milli. Víða voru gríðarstórir jakar á vestur- hluta sandsins, líkastir stórum hafísjökum. Voru sumir þeirra 20 metra háir eða meira, komnir úr skriðjöklinum, sem hlaupið braut. Á austanverðum sandinum voru ekki stórir jakar, heldur íshrann- ir. — Á mánudaginn kom ný og ofsa- fengin flóðbylgja úr jöklinum að vestan, vatn og sandur en ekki ís- jakar, því að nú brotnaði ekki meira úr jöklinum. En flóð þetta sópaði með sér miklu af ísnum á sandinum og bar fram í sjó ásamt okjörum af sandi. Við það mynd- aðist Kötlutangi og færðist hann út eftir því sem á leið. í skýrslu frá skipstjóranum á björgunar- skipinu Geir, sem kom þangað austur í lok mánaðarins, segir svo um þetta: „Frá Múlakvísl og fjór- ar mílur austur fyrir Hjörleifs- höfða hefir myndazt nýtt land um 1 sjómíla á breidd. 50 metra dýpt- arlínan, sem afmörkuð er á sjó- kortum, virðist enn óbreytt. Þetta nýa land er þakið stórum ísjökum, sumir þeirra um 30 metrar á hæð. Um svæði þetta renna nokkrar smáár til sjávar. Af hafi lítur þetta land út sem stór borg, með bygg- ingar úr ísjökum og strætum úr ám“. Á eystri hluta sandsins fór ekki nema einn flóðskafl yfir, sá er kastaðist fram í lágsveitirnar. Var það hlaup þorrið næsta dag, eins og áður er sagt. Fór þá flóttafólk af bæunum í Álftaveri og Meðal- landi heim til bæa sinna aftur, og var víða köld aðkoma. Gosið helt stöðugt áfram til 5. nóvember. Hafði þá kyngt niður ónemju af ösku. Var hún fín sem duft fyrstu daagna, en varð síðan grófgerðari, eða grófur sandur. Vegna þess að átt var breytileg, dreifðist öskufallið um allt land, en varð langmest í nærsveitum Kötlu. Var marga daga svo kol- svart myrkur af öskufalli í Álfta- veri, Meðallandi og víðar, að um hádag sá ekki fyrir gluggum inni í núsum. Um þessar mundir var sími ekki kominn lengra en til Víkur. En honum varð að loka vegna eld- gangsins. Voru því fréttir af gos- inu harla torfengnar fyrst í stað, og engar fréttir bárust austan yfir Mýrdalssand, svo að enginn vissi hvernig- fólki leið þar. Var þá brugðið á það ráð, að fá mann úr Hornafirði til þess að fara land- veg vestur í Skaftártungu að leita frétta. Komu svo fregnir frá hon- um þegar gosið hafði staðið í 10 aaga. ÞÆR BYGGÐIR, sem mest hætta vofði yfir í hlaupinu, voru Vík í Mýrdal, Álftaver og Meðalland. Byggðinni í Vík, sem stendur und- ir sjávarbakkanum, var mikil hætta búin af flóðbylgju, ef hlaup- ið hefði farið vestur með. En að þessu sinni hagaði það sér ekki þannig. Og betur rættist úr en á horfðist um hríð í Álftaveri og Meðallandi. Þessar sveitir virðast liggja opnar fyrir jökulflóði. Með hverju hlaupi, sem komið hefir, hefir sandurinn fyrir ofan þær far- ið hækkandi og hefir fært í kaf flesta þá hávaða, sem líklegir voru til þess að geta spyrnt við vatns- flóði. Eiga því hlaup þangað greið- ari leið en áður. Kunnugur maður sagði: „Hefði allt vatnsflóðið farið fyrir austan Hafursey, eins og oft hefir áður átt sér stað, hefði öll byggðin í Álftaveri farið af, og eflaust allt Út-Meðalland“. Nú eru 40 ár síðan Katla gaus, og ef að vanda lætur, þá er ekki langt þangað til hún gýs næst. Seinustu aldirnar hafa Kötlug03 orðið sem hér segir: 1625, 1660, 1721, 1755, 1823, 1860 og 1918. Þannig hefir skemmsti tími milli gosa verið 35 ár, en lengstur 68 ár. Að meðaltali hafa liðið 50 ár milli gosa. Sé tekið tillit til þessa, má búast við því að næsta hlaup sé ekki langt undan. Og fyrir nokkrum dögum fluttt Eysteinn Tryggvason veðurfræð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.