Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 517 ráðinn forstjóri hælisins Sólvangs i Hafnarfirði (5.) Tilrauna uppgröftur fór fram f gömlu tröðunum á Arnarhóli í Reykja- vík, sem nú eru svo að segja seinustu sögulegar minjar þar (7.) Fundur utanríkisráðherra Norður- landa var haldinn í Kaupmannahöfn. Thor Thors sendiherra var þar fyrir hönd Guðmundar í. Guðmundssonaor utanríkisráðherra, sem ekki gat komið því við að sækja fundinn (10.) Felix erkihertogi, sonur Karls sein- asta Austurríkiskeisara, kom til ís- lands. Hann stundar verslunarstörf í Mexíkó (10.) Formaður Rauða kross íslands var sæmdur æðsta heiðursmerki Rauða kross Austurríkis fyrir aðstoð við ung- verska flóttamenn (12.) Jan Gunnar Lindström forstjóri upp- lýsingaskrifstofu Sþ á Norðurlöndum, kom hingað í heimsókn (13.) Hingað komu tveir menn frá Ghana, einn frá Marokkó og einn frá Súdan til að tala máli uppreisnarmanna í Algier við ríkisstjórnina (16.) Náttúrugripasafnið var flutt á Lauga- veg 105, þar sem það hefir fengið inni til bráðabirgða (17.) Bláa bandið hefir keypt jörðina Víði- nes á Kjalarnesi (21.) Björgólfur Gunnarsson loftskeyta- maður var ráðinn starfsmaður Sþ í ísrael (23.) Walter Koltonski ræðismaður íslands í Uruguay kom hingað í kynnisför (24.) Sendiherra Spánar, Don Eduardo Propper de Callejón, afhenti forseta ís- lands trúnaðarbréf sitt. Sendiherrann er búsettur í Ósló (24.) Gunnar Sveinsson magister hefir verið ráðinn íslenzkur sendikennari við háskólann í Bergen (24.) Jakob Sigurbjörnsson, 14 ára piltur í Stykkishólmi, hefir fengið 1000 kr. úr verðlaunasjóði Gunnars Hafbergs fyrir að bjarga 10 ára dreng frá drukknun (25.) Fyrsta frímerkjasýning á íslandi var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins (27.) Karl O. Bjarnason varaslökkviliðs- stjóri i Reykjavík hefir látið af störf- um eftir 43 ár hjá slökkviliðinu (27.) Aldarafmæli Þorsteins skálds Erlings -sonar. Þess var minnzt á margan hátt og minnismerki var reist að Hlíðar- endakoti í Fljótshlíð (27.) Við Háskólann luku fjórir nemendur embættisprófi í lögfræði, einn kandi- datsprófi í íslenzkum fræðum og tveir magisterprófi í íslenzkum fræðum (30.) Skólar eru að taka til starfa. Gert er ráð fyrir að 7800 börn verði í barna- skólum Reykjavíkur í vetur, en í gagn- fræðadeildum 3500 (30.) FLUG Erlendri flugvél, sem var að villast, bjargaði flugþjónustan á Keflavíkur- flugvelli úr bráðum háska (10.) Til Keflavíkurflugvallar kom amer- íska þotan Boeing 707. Hún rúmar 179 farþega og getur flogið 1000 km á klukkustund (13.) NÁTTÚRUHAMFARIR Sandvatnið á Mýrdalssandi breytti um stefnu og flæddi fram um miðjan sandinn svo að hann varð ófær bifreið- um um tíma (3.) Við mælingu á Grímsvötnum reynd- ist vatnið í þeim hafa hækkað um 5 metra í sumar (17.) Allharðir jarðskjálftakippir komu norðan lands, einkum á Húsavík (28.) Stórrigningar gerði í Seyðisfirði um lok mánaðarins. Hinn 30. fellu margar skriður úr Strandartindi. Komu þær á tvö hús og eyðilögðu þau, en löskúðu mjög hið þriðja. Síldarþrær verksmiðj- unnar fylltust af grjóti og aur. Fólk hafði flúið úr þeim húsum þar sem hættan var mest, svo að engan mann sakaði, en eignatjón hefir orðið mikið. ÝMISLEGT Rannsókn smyglmálsins mikla (Tungufossmanna) lauk og komu þar 40—50 menn við sögu (13.) Manni nokkrum varð það á að ráð- ast á lítinn dreng og kjálkabrjóta hann. Mál skyldi höfðað gegn árásarmannin- um, en er hann kom í réttarsalinn, varð hann bráðkvaddur (24.) Tveir ungir piltar í Reykjavík komu upp um bílstjóra, sem seldi áfengi. Var hann sektaður um 12.500 krónur og upptækar gerðar 18 vínflöskur, sem fundust í bíl hans (25.) „Minkabani“ á Suðurnesjum hefir leikið það að búa til minkaskott og fá út á þau verðlaun þau, sem minkum eru lögð til höfuðs. Mun hér um tals- vert mikil fjársvik að ræða (27.) Hellir hefir fundizt í Hallmundar- hrauni og er sýnilegt að þar hafa úti- legumenn hafst við fyr á öldum (28.) Stórþjófnaður hefir komizt upp hjá íslenzkum verktökum á Keflavíkur- flugvelli (28.) Bílstjóri frá Akranesi réðist á bónd- ann í Höfn í Melasveit og ráðskonu hans og stórslasaði þau bæði (28.) Ölvaður maður, sem áður hafði misst bílstjóraréttindi, hvolfdi bíl undir sér og fjórum öðrum á Vesturgötu í Reykjavík. Meiddust allir nema hann. Bíinum hafði hann stolið suður í Kefla- vík (30.) Farið var inn í svefnherbergi hjóna í Keflavík um nótt og stolið peninga- tösku með 8000 krónum, sem var undir rúmi þeirra (30.) Þjófurinn náðist bráð -lega og var það hinn sami og velti stolna bílnum á Vesturgötunni. (Tölurnar í svigum merkja dag- setningar Morgunblaðsins, þar sem nánari frétta er að leita) — Hvernig fórstu að því að venja mann þinn á að koma snemma heim á kvöldin? spurði nýgift kona aðra eldri. — Það var nú hægðarleikur. Mað- urinn minn heitir Jón, og þegar hann kom seint heim, þá hvíslaði eg ósköp lágt: Er það þú, Gvendur?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.