Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ið, og reynzt hefir vel. Svo var það á dögum Abraham Lincolns forseta, að innanríkisráð- herra hans, William Henry Sew- ards, taldi að Bandaríkjunum væri bráð nauðsyn á því að eignast Alaska, til þess að geta ráðið yfir norðanverðu Kyrrahafi og Græn- landi og íslandi, til þess að geta ráðið yfir norðanverðu Atlantshafi. Vildi hann að Bandaríkin keyptu öll þessi lönd. En sú ráðagerð komst ekki í framkvæmd nema að nokkru leyti. Samningar voru hafnir við Rússa um kaup á Alaska. Náðist um betta samkomu- lag og var kaupsamningurinn und- irritaður 30. marz 1867. Kaupverðið var 7.200.000 dollarar, eða um 2 cent fyrir hverja ekru lands. En tillagan um að kaupa Grænland og ísland, var ekki talin tímabær þá. Margir Bandaríkjamenn lágu Seward mjög á hálsi fyrir þessa „vitleysu" er þeir kölluðu svo. Og í svívirðingarskyni við hann var Alaska kallað „ísskápurinn hans Sewards“, því að menn heldu að þarna væri ekki annað en ís og jöklar. Annað hljóð kom þó í strokkinn þegar gullnámurnar miklu fundust í Klondyke 1897 og hjá Nome 1900. Alaska er alls talið vera um 1.700.000 ferkílómetrar að flatar- máli og er það um fimmti hlutinn af stærð allra hinna Bandaríkj- anna. Þriðjungur landsins er fyrir norðan heimskautsbaug, og þess vegna hefir sú skoðun verið þrálát allt fram á þennan dag, að þar sé ólíft fyrir kulda og þar sé ekkert sumar. En þetta er hinn mesti mis- skilningur. Hinn svonefndi Japans- straumur, sem kemur sunnan úr Kyrrahafi, ber hlýan sjó að strönd- um landsins, svo að veðurfar er þar mun betra en búast mætti við. Ættarmeiður Indíána i suður- hluta landsins Norður í Point Barrow, sem stendur á nyrzta annnesinu, eru vetrarfrost tæplega jafnmikil og í Norður-Dakóta, Wyoming eða Montana, sem eru inni í miðju landi í Bandaríkjunum. Og um miðbik Alaska getur sumarhitinn orðið álíka og í New York. í Fort Yukon hefir mælzt 38 st. hiti C. og í Fairbanks 37 st. hiti í skugga. Þó fer klaki ekki úr jörð í tveimur þriðju hlutum landsins allt árið. Þótt Bandaríkin hefði keypt Alaska, var lítið um það skeytt allt fram um 1897 og ríkti þar mesta öngþveiti og óstjórn. Fyrstu hvítu mennirnir sem dvöldust þar, voru hermenn úr strandvarnarlið- inu. En með gullæðinu streymdi þangað múgur og margmenni, og var það fólk ekki allt af betra end- anum. Þóttist hver maður geta hegðað sér þar eins og honum þóknaðist. Varð því að grípa í taumana og var þá komið á nokk- urskonar hreppstjórnum hingað og bangað, þar sem helzt bótti við þurfa, en borgarafundir voru látn- ir gera út um mál manna. Sums staðar var það hecliðið, sem helt uppidögum og reglu. Þessu fór fram þar til árið 1912, að heildarlöggjöf var sett fyrir Alaska. En borgararéttindi höfðu þá aðeins hvítir menn. Þessu var svo kippt í lag 1924. Þá var Indí- ánum og Eskimóum veittur borg- araréttur. Þegar grundvallarlögin voru sett 1912, vildu margir Alaskabúar að landið væri gert sjalfstætt og sett á bekk með hinum ríkjunum. En

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.