Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11 en fullorðnum uxa eru ætlaðar sex vættir. Allir sjá, að þetta heymagn hefur hvergi nægt utan mikillar beitar. Engum blöðum þarf um það að fletta, að það voru skógarnir, sem veittu þjóðinni efnahagslegt öryggi og velmegun, á meðan þeirra naut. Þeir veittu öðrum gróðri skjól, sköpuðu skilyrði fyrir korn- og lín- rækt, skýldu búfé í illviðrum, veittu þjóðinni húsavið, eldsneyti og kol til rauðablásturs og stóðu gegn uppblæstri og öðrum lands- spjöllum. En hvað olli falli skóg- anna á íslandi? Almennt er álitið, að aðalorsakirnar séu þrjár: of- nytjun lands, eldgos og versnandi veðrátta frá lokum þjóðveldis og allt fram á ofanverða nítjándu öld. En Ijóst ætti að vera hverjum manni, að búsetan í landinu er hér þyngst á metum og örlagaríkust. Fyrstu kynslóðirnar, er byggðu landið, hafa haldið, að skógarnir þyldu allt að því takmarkalaust álag; þær hjuggu þá og nytjuðu hóflaust á allan hátt. En ill stjórn og eymd bannaði aðrar bjargir, þá er aldir liðu, og því áttu íslending- ar ekki annarra kosta völ en gjör- nýta skógana, á meðan þeir entust til þess að bjargast frá hungur- dauða. Það er illa farið, hve heimildir um skóga á íslandi eru óljósar og af skornum skammti. Það er ekki fyrr en Árni Magnússon og Páll Vídalín semja bækur um jarðir á íslandi í byrjun 18. aldar og lýsa gæðum þeirra, búþoli og skógar- leifum, að glögga hugmynd má fá um skógana frá þeim tíma og til vorra daga. En því miður brunnu lýsingar þeirra Árna og Páls á jörð- um í Múla- og Skaftafellsþingum í brunanum mikla í Kaupmannahöfn 1728. Hér á eftir birtast lýsingar á skóglendi nokkurra bændabýla, eins og þær eru í Jarðabókinni. í í Hvalfirði; hér hefir áður veriS skógur. byrjun greinarinnar hefur all- margra þessara staða verið getið, en með því að athuga heimildir um skó<*ana á þjóðveldisöld og í upp- hafi íslenzkrar endurreisnar má fá nokkra vitneskju um, hve eyðing þeirra hefur verið geigvænleg. Gullbringu- og Kjósarsýsla í þessum sýslUm getur Jarðabók- in fárra skóglenda, og verða hér tekin örfá dæmi. Staður í Grindavík. — „Skóg til kolgjörðar hefur staðurinn í al- menningum.“ Innri-Njarðvík. — „Skóg til kol- gjörðar brúkar jörðin frí í almenn- ingum.“ Reykjavík. — „Selstaða er jörð- inni eignuð, þar sem heitir Vikur- sel undir Undirhlíðum, sumir kalla það gamla Víkursel; þar hefur jörð- in brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn.“ Meðalfell. — „Skógarhögg í Skorradal, þar sem heitir Meðal- fellstunga." Borgarfj arðarsýsla Um skóglendi í Stóra-Botni seg- (Ljósm. Gunnar Rúnar) ir svo í Jarðabókinni: „Skóg á jörð- in bæði mikinn og góðan til kol- gjörðar, en raftviður tekur mjög að þverra, hefur þó góður verið. Hann mega ábúendur að frjálsu brúka til kolgjörðar sér, og svo til að kaupa viðu til húsabótar fyrir kol, sem áður er sagt. Item að bjarga nautum í heyskorti og til eldingar. Sama skóg ljá lands- drottnar margfaldlega ýmsum mönnum til kolgjörðar mest og líka nokkurs raftviðartaks, taka landsdrottnar þann skógartoll all- an, og vita ábúendur ekki, hve inikinn. Snæfellsnessýsla Árni Magnússon segir svo frá um skóga á Breiðabólstað á Skógar- strönd: „Jörðin á skóg góðan til raftvið- ar, kola og eldiviðar. I þennan skóg hafa sótt ýmsir, sem beneficiator hefUr hann léð fyrir betaling eða annan góðvilja.“ Dalasýsla Frásögn Jarðabókar um skóga í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.