Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 7
venjast því hljóðfalli, sem orðin hafa er þau berast til heilans. Annar sjúklingur Seinustu árin hafa margir misst heyrnina af því að nota nýa töfra- lyfið „streptomycin“. Margir sjúk- lingar, einkum unglingar, sem'með- alið hefir forðað frá dauða, hafa orðið að greiða lífgjöfina með full- komnu heyrnarleysi. En nú er spurningin, hvort ekki er hægt að hjálpa þeim með þessari nýu að- ferð. Ung stúlka frá Indokína, sem hafði misst heyrn á þennan hátt, var viljug til þess að láta gera til- raun á sér, og óskaði þess meira að segja mjög eindregið. Læknar voru þó vonlitlir, þeir vissu ekki nema heyrnartaugin hefði lamazt. Iiað voru þeir prófessor Djourno og dr. Vallancian, forstjóri eyrna-, nef- og hálslækningadeildar há- skólans í París, sem tóku að sér til- raunina. Þeir byrjuðu á því að stinga gat á hljóðhimnuna með nál, sem var öll einangruð nema blá- oddurinn, og broddinum stungu þeir inn í hið svokallaða „ístað“ í innra eyranu. Nálin var síðan sett í samband við aðleiðslutæki, sem sett var á hljóðhimnuna. Svo var talað í hljóðnema, og stúlkan heyrði undir eins. Hún var þá sjálf látin tala í hljóðnemann og hróp- aði þá upp: „Eg heyri mína eigin rödd!“ Síðan fór fram á henni aðgerð svipuð og á heyrnarlausa mannin- um, en það er enn of snemmt a§ segja nokkuð um árangurinn. Þó virðist svo sem tilraunin hafi heppnazt betur á stúlkunni en manninum. Má vera að það sé vegna þess að innri eyru hennar eru heil, og hljóðið verður þá svip- að því sem áður var er það berst til heilans. Það virðist svo sem prófessor Djourno hafi unnið hér mikið af- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 1 Austurlöndum er fjölkvæni alvanalegt, en sums staðar í Indlandi er það enn siður að Konur eiga AFTUR í grárri forneskju var það sið- ur, að konur ætti nokkra menn sam- tímis. Um það höfum vér ekkert nafn, því að „fjölmenni“ dugir þar ekki, enda þótt það ætti að vera hliðstætt fjöl- kvæni. Þá voru konurnar húsbændur á sínu heimili, og þaðan er kominn sá siður, að kenna sig við móður sína, og er það enn algengt meðal frumstæðra þjóða. Þessi siður mun hafa komið upp áður en mönnum var kunnugt um á hvern hátt fólki fjölgaði. Þá heldu menn að barneignir kæmi af sjálfu sér, konurnar bæri ávöxt alveg eins og trén. Til eru enn svo frumstæðar þjóð- ir, að þær vita ekki hvernig börn verða til. Og þá er það eðlilegt að þau sé kennd við móður sína. En þótt menn uppgötvuðu hvernig á börnunum stóð, þá helzt sá siður samt víða, að konur áttu nokkra menn sam- tímis. Sá siður virðist hafa verið í forn- öld bæði meðal Dravida og Indo-Aría í Indlandi. Benda til þess ótal sagnir og gamlar siðakenningar, að konur þeirra hafi átt marga menn. En eftir að sá siður lagðist niður meðal Indo-Aría, var það þó enn algengt, að margir bræður ætti aðeins eina konu. Þetta má sjá í sögunni um Draupadi. Prins nokkur, sem het Arjuna, vann hana með bogaskoti, og þegar hann kom heim, sagði hann móður sinni frá því, að hann hefði unnið dýrgrip, en nefndi ekki hver hann var. Móðir hans skip- aði honum þá að gefa bræðrum sínum þennan dýrgrip með sér. Og það varð til þess, að Draupadi eignaðist fimm menn, fimm prinsa. Vatsyayana, sem mun hafa verið reksverk, enda streyma nú að beiðnir frá óteljandi daufum mönn- um um að fá lækningu. Hann get- ur ekki veitt þeim öllum úrlausn, nú verða sjúkrahúsin að taka við. En næsta skrefið er að rannsaka hvort ekki er hægt að lækna á líkan hátt önnur skilningarvit, sem eru úr sér gengin. (Úr „The New Scientist") marga menn uppi á fyrstu öld f. Kr., minnist á land, sem hann kallar Strirajya (Kvennaríki) og þar hafi drotningin átt marga menn, heilt „mannabúr“, og æðstu konur landsins hafi tekið það eftir henni. Þessi siður er enn við líði í Indlandi, eða í ýmsum byggðum í Himalaya. Þegar elzti sonur giftist, þá er það regla að bræður hans eignast konuna með honum. Víða er og enn sá siður, sem getið er um í Gamlatestamentinu, að þegar maður dó án erfingja, var bróðir hans skyldugur að eiga barn með ekkjunni, og afla þannig bróður sínum afkvæmis. í hinum svonefndu Khasi-fjöllum, er þjóðflokkur, sem nefnist Todas. Þar er það enn alvanalegt að konur eigi marga menn. Venjulegast er það, að margir bræður sé um sömu konuna, en hitt er til að mennirnir sé með öllu óskyldir. En þarna er það ekki siður, að börnin kenni sig við móður sína. En hver á þá að vera faðir, þegar kona á marga menn? Þeir hafa fundið ráð til að greiða úr því. Meðan konan geng- ur með, færir einhver manna hennar henni gerviboga og ör, búið til úr strá- um, og afhendir henni það í viðurvist föður hennar. Með þessu hefir hann helgað sér barnið, sem hún gengur með. Nayara-þjóðflokkurinn mun nú hafa lagt niður þann sið, að margir menn sé um eina konu, en í gömlum ferðabók- um er getið um þennan sið hjá þeim. Ekki hefir þessi siður haft óheppileg áhrif á þjóðflokkinn. Þetta eru greind- ir og siðfágaðir menn og vörpulegri en flestir Indverjar. Konur njóta þar enn mikillar virðingar og eru miklu frjáls- ari en aðrar indverskar konur. (Úr „Illustrated Weekly of India“) Kona nokkur kom til sálfræðings og var mjög mædd á svip. Hún hafði strút í taumi. — Góðan daginn frú, sagði sálfræð- ingurinn, hvað gengur nú að yður? — Það gengur ekkert að mér. Eg kem vegna mannsins míns. Hann þyk- ist vera orðinn strútur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.