Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 Hjalli. — „Skógarítak hefur jörð- in átt í Nesjalandi í Grafningi í tak- mörkuðu landsplássi og kallast Hjallatorfa. Það er nú gjöreytt og skógur enginn og því ekki brúkað í margt ár“. Skálholt. — „Skóg til kolgjörðar eður eldingar á jörðin engan, en frá stólnum eru brúkaðir staðar- skógarnir (svo kallaðir). hverjir þó liggja undir dómkirkjunnar jarðir Haukadal, Efstadal, Úthlíð og aðr- ar fleiri í nánd; eru þessir skógar nú víðast mjög svo aleyddir. Item eru og aðrir staðarskógar fram af Eystri-Hrepp, kallaðir Almenning- ur, sem Hreppa-, Skeiða- og Fióa- menn tilsækja; þessa hefur og stað- urinn stundum brúkað til kolgjörð- ar og eru þeir nú í sama máta mjög svo eyddir“. Tungufell — „Skógur hefur hér góður verið meir en nógur fyrir jörðina og hefur seldur verið til kolagjörðar og raftviðar og reikn- aður einn með beztu skógum. Skógaítök eiga í Tungufellslandi, Hruna og Reykjadals kirkjur“. Þingvellir. — „Skóg á staðurinn bæði mikinn og góðan, en mjög svo er skógurinn til skemmda höggv- inn og eyddur. Þeir, sem skóginn kaupa í staðarskógnum, eiga að gefa fimm álnir fyrir hvern kola- hest, og svo eins fyrir raftvið svo mikinn sem lagður er á einn hest“. III. Áþján einokunar og vaxandi konungsvalds á íslandi gerði þjóð- inni æ erfiðara að byggja landið og þrek hennar þvarr æ meir. Kon- ungar Dana sáu þó, að tekjur af landinu fóru æ minnkandi og eitt- hvað varð að gera til þess að halda lífinu í þjóðinni. Fyrsta sporið í þessa átt var, þegar Friðrik kon- ungur fjórði skipaði þá Árna Magnússon og Pál Vídalín árið 1702 til að rannsaka hag lands og þjóð- ar og gera tillögur til úrbóta; rann- Uppblástur. sóknir Bjarna Pálssonar og Eggerts Ólafssonar voru og gerðar í því augnamiði að rétta þjóðina úr kútnum og Eggert samdi rit um ferðir þeirra félaga, en þar er einnig mikinn fróðleik að finna um skógana á íslandi. Vegur Skúla Magnússonar landfógeta var þá mestur og eitt af viðreisnaráform- um hans var að stofna til skóg- ræktar í landinu. Magnús lögmað- ur Gíslason fékk því til leiðar kom- ið, að ábúendum konungsjarða var bannað að höggva skóg nema til viðhalds húsa og til eldiviðar á eigin heimilum og Björn Halldórs- son í Sauðlauksdal hóf tilraunir með trjárækt. Starfsemi þeirra bar illu heilli ekki árangur. af því að alla reynslu skorti, en hún sýndi, að með þjóðinni leyndist dugur og bjartsýni, sem eldgos og erlend áþján megnaði ekki að tortíma. Um aldamótin 1800 tóku Danir að efla skógrækt heima fyrir. Nokkrir íslendingar kynntust þess- um tilraunum, og hvöttu þeir landa sína til að fara að ráði Dana í þessu máli. Kunnastur þessara manna er Jón Guðmundsson, sýslumaður Vestur-Skaftfellinga. Engu ómerk- ari er sá þáttur í lífi Jóns en andóf hans gegn Jörundi hundadagakon- ungi, þótt hann sé þjóðkunnur fyr- ir það eitt. Danska stjórnin sýndi og skóg- ræktarmálum íslendinga lofsam- legan áhuga um þetta leyti með því að setja reglugerð um verndun skóga í Suðuramtinu árið 1811. „Bannað var að nota skóg til eld- neytis, þar sem mótak var, og fyrir- boðið að skerða ungviði“. Árið 1822 tók stjórnin skógrækt- armálin á dagskrá að nýju og bauð stiftamtmanni að láta safna skýrsl- um um eyðingu skóga á íslandi, hvað gert hafði verið til þess að græða nýja og hvernig takast megi að verja skógana ágangi búfjár. Nú verður drepið á atriði úr skýrslu Þórðar Sveinbjarnarsonar, en hann var þá sýslumaður Árnes- inga. Hann telur helztu skóga- skemmdir í Árnesþingi þessar: „Kolagerð til eldneytis og denging- ar ljáa, fjárbeit og blástur, ásamt notkun til rafta á hús og tróð undir torfþekjur með fleiru“. Sýslumað- ur ber fram ákveðnar tillögur í skýrslu sinni til úrbóta: „Skógar- verðir verði skipaðir í hverri sýslu, hreppstjórar hafi eftirlit með skóganytjum, bannað verði að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.