Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS leiðslutæki í samband við taug neðst í þindinni og hleypa á hann straum svo sem 15 sinnum á mín- útu, því að við það mundi þindist ýmist þenjast eða herpast saman og sjúklingur anda reglulega. Þessi tilraun hefir hvað eftir annað verið gerð á dýrum með góðum árangri. En þegar hægt er að nota þessa að- ferð við sjúklinga, þá er stállungað orðið óþarft. Þá opnast hér og leið til þess að hafa áhrif á starfsemi mnkirtlanna. Ef aðleiðslutæki er sett í samband við taug, sem stjórnar kirtli, þá má koma til hans rafstraumi, sem örfar starfsemi hans og hormóna-fram- leiðslu. Þar sem slíkar tilraunir hafa verið gerðar á dýrum, sýna þær að starfsemi kirtlanna hefir aukizt. En merkilegast af öllu er þó, ef hægt verður að gefa mönnum sjón og heyrn með rafbylgjum. Og á þessu sviði hefir fyrsta tilraunin þegar verið gerð, og með góðum árangri, að því er virðist. Daufum veitt heym Það var hinn 25. febr s. 1. að til prófessors Djourno kom sjúkling- ur, sem hafði verið algjörlega heyrnarlaus um hríð. Hann hafði fengið illkynjaða ígerð í bæði eyru, verið skorinn upp, en missti við það heyrnina. Hann gat alls ekki sætt sig við þetta og grátbændi nú prófessor Djourno að gera tilraun á sér. ef nokkur minnsta von væri til þess að hann gæti íengið heyrn aftur þó ekki væri nema litla heyrn. Þetta var ekki vænlegt, því að bæði innri eyrun höfðu verið tekin úr honum. Djourno kom aðleiðslu- tækinu fyrir hjá vöðva rétt við gagnaugað. Þetta var virspotti, um þumlungur á lengd og sivafinn með einangruðum silfurþræði, en plasti síðan steypt utan um. Þegar innra eyrað var svo opnað, kom í ljós að það var mjög skemmt, en þó náðu þeir í slitur af heyrnartauginni og gátu tengt aðleiðslutækið við hana. Þremur dögum seinna skyldi svo fyrsta tilraunin gerð um hvort þetta hefði borið noKkurn árangur. Voru bæði læknar og lífeðlisfræð- ingar mjög vantrúaðir á það, því að þeir óttuðust að heyrnartaugin væri orðin ónýt, vegna þess að ekkert hafði reynt á hana um langt skeið. Maðurinn, sem tala skyldi við sjúklinginn, var settur fyrir framan hljóðnema, en hann var í sambandi við lítið hlustunartæki, sem sjúklingurinn helt við gagn- augað. Sjúklingurinn heyrði þegar til þess er talaði, en truflanir voru svo miklar að hann átti bágt með að greina orðaskil. Þegar þriðja tilraunin var gerð, tókst honum þó að nema nokkur orð. Varð að læra að heyra Innra eyrað í manni er þannig gert, að það breytir á einhvern ókunnan hátt hljóðbylgjum í rafbylgjur. Aðleiðslutækið átti nú að koma í þess stað og flytja rafbylgjur til heyrnartaugarinnar. En hér var ekki um sömu bylgju- lengd að ræða, og þess vegna veitt- ist heilanum erfitt að nema orðin. Það var því sýnilegt að sjúklingur- inn varð að byrja á því að læra að heyra á annarri bylgjulengd en áð- ur. En bylgjulengdin getur verið misjöfn hjá mönnum, og það skýrir prófessor Djourno svo: „Ef skift væri um augu í tveimur mönnum, mundi það taka nokkurn tíma áður en þeir lærðu að sjá aftur. Og hér er þó ólíku saman að jafna, þar sem rafmagnsvél kemur í staðinn fyrir innra eyrað“. Svo liðu nokkrir mánuðir og sjúklingnum fór lítið fram. Og ein- kennilegt var það, að hann gleymdi orðum, sem hann hafði lært að skilja. Þá var horfið að því að nota aðeins nokkur orð í staðinn fyrir langar setningar, á meðan hann væri að átta sig. Og jafnframt var nauðsynlegt að finna þá bylgju- lengd, sem honum hæfði bezt. Það kom þá í ljós, að sjúklingur- inn gat numið hljóðsveiflur, sem ekki voru hraðari en 1000 á sek- úndu. Og hljóðsveiflur, sem höfðu 40.000 hraða á sekúndu, nam hann jafn glögglega og 2000 sveiflur á sekúndu. Nú er það vitað, að eyra manns nemur tæplega hraðari hljóðsveiflur en 10.000—15.000 á sekúndu. Þessi heyrnarlausi mað- ur varð því fyrstur allra til þess að heyra hinar svokölluðu „þöglu hljóðbylgjur". Á hinn bóginn heyrir hann ekki jafn vel langan tón, eins og breytilegar hljóðsveifl- ur. Vér greinum hljóðsveiflur á þrennan hátt: í fyrsta lagi bylgju- lengd þeirra, í öðru lagi styrkleika þeirra og í þriðja lagi hve langur sónninn er. Maðurinn með gervi- eyrað getur aðeins greint orðin eft- ir styrkleika raddarinnar og löng- um eða stuttum hljóðum. Þess vegna verður að finna nýa hlust- unaraðferð handa honum, svo að hann geti lært að heyra. Þess vegna er hann látinn hafa segulbönd með örstuttum setningum, svo sem: Nei, pabbi. Já, mamma. Nei, herra minn. Já, frú mín. Hann hlustar grand- gæfilega og reynir að endurtaka orðin. Eftirlit er haft með því hvaða orð hann nemur, og hver hann heyrir ekki eða misheyrir. Og honum er alltaf að fara fram. Þessi maður er hámenntaður og hann gerir allt sem hann getur til þess að hjálpa læknunum, því að hann er viss um að hér er fundin aðferð til þess að hjálpa mörgum þjáningarbræðrum, hvernig svo sem fer um hans eigin heyrn. Heima hjá sér hefir hann tæki til þess að tala við sjálfan sig. Og hann æfir sig dags dagiega og reynir að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.