Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — Land það varð síðan allsherjar- fé; en það lögðu landsmenn til al- þingisneyzlu. Af því er þar almenn- ing að viða til alþingis í skógum og á heiðum hagi til hrossa hafn- ar-“ í Ölkofra þætti er þessi frásögn: ,.Það var til tíðenda eitt haust, að Ölkofri fór í skóg þann, er hann átti, og ætlaði að brenna kol, sem hann gerði. Skógur sá var upp frá Hrafnabjörgum og austur frá Lönguhlíð. Hann dvaldist þar nokkra daga og gerði til kola og brenndi síðan viðinn og vakti um nóttina yfir gröfunum og hljóp eldur í limið hjá, og logaði það brátt. Því næst hljóp eld- ur í skóginn. Tók hann þá að brenna. Þá gerðist á vindur hvass. Nú vaknaði Ölkofri og varð því feginn, að hann gæti sér forð- að. Eldurinn hljóp í skóginn. Brann sá skógur fyrst allur, er Ölkofri átti, en síðan hljóp eld- ur í þá skóga, er þar voru næstir, og brunnu skógar víða um hraun- ið. Nú er það kallað á Sviðningi. Þar brann skógur sá, er kallaður var Goðaskógur.“ Nú getur hver sem vill rengt þessar frásagnir, en menn ættu að fara varlega í það. þar sem til- viljun ein ræður, að höfundar sagn- anna geta þessara skóga; íslend- ingasögur eru persónusögur, en ekki staðarlýsingar, og þær verða engu áhrifameiri, hvort sem landið hefur verið skógi vaxið eða ekki. Höfundar lýsa þessum stöðum annað hvort í þeirri mynd, sem þeir voru á þeirra dögum eða fara eftir fornum munnmælum. n. Suðlægu löndin Falli skóganna hefur ætíð fylgt örbirgð, svartsýni, úrræðaleysi og fátækt. Þetta kennir sagan okkur. Skógar hafa gengið til þurrðar og frjósöm lönd hafa á þann hátt breytzt í eyðilendur. Á sólríkum stöðum þornaði jarðvegurinn um of, er skógurinn var horfinn. Veik- gerðar jurtir þoldu ekki hitann og skrælnuðu, en jarðvegur tók að sópast í brott í illviðrum. Þannig hafa eyðimerkur Asíu og Afríku myndazt. í Suður-Evrópu hefur sama sag- an gerzt. í Grikklandi, Ítalíu og á Spáni voru fjallahéruðin skógi- vaxin og höfðu Grikkir svo miklar mætur á eikinni, að hún var helg- uð æðsta guði þeirra, Seifi, og köll- uð heilagt tré. En nú eru þessi héruð nakin, þar sem klappir og sandauðnir skiptast á. í Frakklandi biðu skógarnir mikið afhroð á tím- um stjórnarbyltingarinnar miklu, en það hafði í för með sér ægileg landsspjöll; stórskriður féllu úr fjallshlíðunum niður á láglendi, ár flæddu yfir bakka sína og eyddu miklum landssvæðum. Hið sama hefur átt sér stað í mörgum lönd- um Vestur-Evrópu. í Rússlandi lét Pétur mikli banna allt skógar- högg í grennd stórfljóta, því að þau grynnkuðu og urðu ófær skip- um, er skógana þraut. Danmörk Jótland var vaxið miklum skóg- um á miðöldum, og þá var það byggilegasti hluti Danmerkur. Þegar skógunum var eytt, breyttist Vestur-Jótland í ófrjóar lyngheið- ar, og íbúarnir urðu fátækir hjarð- menn. Það kostaði hundrað ára baráttu framsýnustu manna Dana að fá því framgengt, að skóg- græðsla yrði hafin á Vestur-Jót- landi, en þeir sýndu fram á, að landið gæti þá fyrst veitt íbúim- um mannsæmandi lífskjör. Þessi barátta leiddi til þess, að danska Heiðafélagið var stofnað árið 1866, en það er nú orðið þekkt víða um hinn siðmenntaða heim vegna ein- stæðra þrekvirkja í ræktunarmál- um. — Vestur-Noregur Þegar ísland byggðist, voru mikl- ir skógar á vesturströnd Noregs. Á dögum Hákonar sjötta var ófrið- ur milli Svía og Norðmanna, sem varð örlagaríkur fyrir Vestur- Noreg. Hansakaupmenn notuðu þá tækifærið til að hefna sín á Norðmönnum, gerðu stórárásir á vesturströndina, brenndu , heil sveitaþorp til ösku og fóru eldi um skógana. En í kjölfar þessa fylgdi örbirgð og einokun um margar aldir. Þannig hefur sama harmsagan gerzt í Vestur-Noregi og á íslandi. Erlend yfirráð svo öldum skipti ásamt eyðingu skóganna, er varð til þess að gera þessi lönd nær óbyggileg og auka ógæfu þjóð- anna. ísland íslendingar stunduðu nær ein- göngu landbúnað á þjóðveldisöld- inni og eina öld betur, en þá verða þáttaskil í atvinnusögu þjóðarinn- ar. Um fólksfjölda í landinu er lítt vitað á þessu tímabili, en saman- burður á honum þá og á seinni öldum gefur helzt fræðslu um vel- megun landsmanna og búþol lands- ins. Gizkað hefur verið á, að í lok landnámsaldar hafi tala þjóð- arinnar verið tuttugu til þrjátíu þúsund manns; í lok elleftu aldar er álitið, að íbúatalan hafi verið komin upp í sjötíu til hundrað þús- und manns, og er þá stuðzt við bændatal Gissurar biskups ísleifs- sonar. Það er óhugsandi ,að mann- fjölgun hafi getað orðið svo ör, nema flatarmál gróðurlendis hafi verið stærra, gróðursæld meiri og því hafi verið hægt að hafa fleira búfé en síðar, þegar gæði landsins tóku að þverra. í Búalögum, en þau eru skráð á fimmtándu öld, er mjólkurkú ekki ætlað meira fóður en tólf vættir heys eða sex hundruð kíló,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.