Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 það fannst þingi og stjórn ekki koma til mála. Var því borið við, að landið væri alltof fámennt og auk þess lægi það norður á hjara veraldar, langt frá hinum ríkjun- um. Þessu var jafnan borið við síðan, þegar Alaskabúar vildu fá sjálfstæði. En svo var það hinn 30. júní í sumar að Bandaríkjaþing samþykkti að Alaska skyldi fá sjálfstæði og verða 49. ríkið í Bandaríkj unum. Þegar fregnin um þetta barst til Alaska, varð þar mikill fögnuður, en sumir ætluðu varla að trúa þessu. Og svo var efnt til hátíða- halda um land allt. Hjá Fairbanks rennur áin Chena. I hana var sett eitthvert efni sem gerði hana gló- andi eins og á gull sæi, bál voru kynnt á bökkum hennar og loft- belgjum með tölustöfunum „49“, letruðum stóru letri, var sleppt svo að þeir svifu hundruðum saman Eskimóakona með Bandarikjafána, sem hún hefir sjálf saumað úr hrein- dýraskinni. yfir borginni. í Juneau var skotið flugeldum, eimpípur voru þeyttar og fólkið dansaði á götunum. Og svipuð voru viðbrögðin annars staðar. Síðan fór fram allsherjar- atkvæðagreiðsla um sjálfstæðis- lögin og voru þau samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Og í fyrsta skifti kusu Alaskabúar full- trúa á sambandsþingið nú fyrir skömmu. Alaska er langstærsta ríkið í Bandaríkjunum. Nú getur Texas ekki stært sig af því að vera stærst, því að Alaska er rúmlega helmingi stærra. Og það á ýmis önnur met innan Bandaríkjanna. Strandlengja þess er t. d. 10.600 km., en samanlögð strandlengja 22 ríkia er liggja að Atlantshafi, er ekki nema 7.700 km. Kalifornía getur nú ekki lengur stært sig af því að eiga hæsta fjall Bandaríkjanna, Whitney-fjallið, sem er 14.495 fet á hæð. Fjallið McKinley í Alaska er 20.300 fet á haéð. Alaska á líka stærsta skrið- jökul, sem til er í þeirri heims- álfu. Það er Malispena-skriðjökull- inn hjá Alaska-flóa. í Alaska er Yukon-fljótið. sem er langsamlega mesta elfur Ameríku sem fellur í Kyrrahaf. Sumir segja að hún sé fimmta stærsta fljót í Norður-Ameríku, aðrir segja að hún standi aðeins að baki Mackenzie-fljótinu og Missis- sippi. Eitt hefir Alaska yfir öll lönd Ameríku, að það nær yfir á austur hvel jarðar, allt að W2 gráðu aust- ur lengdar. Það eru Aljúteyar, sem teygja sig svo langt, en þær teljast til Alaska. Þegar Vitus Bering sigldi norður sundið. sem aðskilur heimsálfurnar, fann hann tvær eyar, þar sem sundið er mjóst. Þetta skeði 16. ágúst, en þá var Diomedes-dagur og kenndi Bering eyarnar við hann og kallaði Dio- medeseyar. Síðan hafa þær verið nefndar Litla- og Stóra-Diomedes- ey. Milli þeirra er aðeins 5 km. breitt sund, en eftir því liggur hin alþjóðlega dægrasKiftalína. Og á þessum stað fylgir járntjaldið henni, því að Rússar eiga stóru eyna, en Bandaríkin þá minni. Og hér skeður það merkilega fyrir- bæri, að þegar sunnudagur er á litlu eynni, þá er mánudagur á stóru eynni. Þarna er skemmst á milli Rússa og Bandaríkjamanna. Alaska getur einnig stært sig af dýralífinu, því að þar eru mörg merkileg dýr. Þar er t. d. „moos“ eða elgurinn, sem getur orðið 6—7 feta hár á herðakamb og vegur um 1400 pund. Þar er einnig brúni björninn, risavaxin skepna. Karl- dýrin geta verið 10 feta há, þegar þau standa á afturfótunum, og svo 4 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.