Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE * K 6 3 2 V 5 ♦ 10 4 3 2 A Á K 6 3 A ÁG984 V 10 8 4 ♦ K G 5 *G9 A D 10 5 V A K 2 ♦ 9 * D 8 7 5 4 2 Þetta spil var í keppni kvenna í Eng- landi þegar úr því skyldi skorið hvaða flokkur yrði sendur á Evrópumeistara- keppnina í Vínarborg. Eftir nokkrar sagnir hafnaði S í 5 laufum og voru þau tvöfölduð. Ef út kemur SÁ og síðan lágspaði, sem A getur trompað, er spilið tapað. Eins er það tapað ef V slær út tigli og A svarar með spaða. En V sló nú út hjarta 10, og fyrir vikið gat S náð trompunum af and- stæðingunum. Síðan kom tigull og A drap með ás. Hefði hann nú spilað spaða var spilið tapað. en í þess stað helt hann áfram með hjarta, sem S trompaði í borði. Þá kom tigull og var trompaður heima. Þar næst hjartaás og var trompaður í borði. Enn kom tigull og var trompaður heima. Með þessu vann S það, að nú átti V aðeins eftir spaða á hendi. Þá kemur SD og V getur ekki fengið nema einn slag. Spilamennskan hjá andstæðingunum var mjög óheppileg, en sagnhafi má þó eiga það, að hann notaði sín spil vel. C_ STEINASÖRVI hafa fundizt 29 sinnum í íslenzkum kumlum. Eru tölurnar flestar úr rafi og gleri, en þó eru með tölur úr ýms- um steintegundum, einkum bergkryst- alli. Glertölurnar munu vera komnar frá suðrænum löndum og líkjast perl- um þeim, sem enn eru búnar til í ítalíu. VETUR í REYKJAVÍK. — Víða er fagurt í Reykjavik og ekki síður að vetrarlagi en á öðrum árstíðum. Hér á myndinni sér norður yfir tjörnina og er spegilglær is á henni. Snjór er enginn, en yfir húsin i Miðbænum gnæfir Esja, fannhvit eins og jökull. (Ljósm. Ól. K. Magnússon) Raftölurnar munu vera komnar frá Danmörk. Af öðrum tölum er eftir- tektarverðust agatperla, sem fannst hjá Kornsá. Hún er ferstrend og ílöng, 2,9 sm að lengd, og upphleypt blóm sorfin á fleti hennar. Shetelig, forn- fræðingur taldi að hún mundi ættuð úr Frankaríki. „Eg hefi aldrei séð neitt, sem líkist henni verulega, en gæti bezt trúað, að hún hefði í öndverðu verið á kaþólsku talnabandi, og álít að hún sé að líkindum frá tíð Karlunganna", sagði hann. Þessi merkisgripur er geymdur í Þjóðminjasafni. ÍSLENZKUR SKÁKSIGUR Fyrir 47 árum kom skákmeistarinn Capablanca til Kaupmannahafnar og tefldi fjöltefli við taflfélag iðnaðar- manna. Var teflt á 22 borðum. Vann Capablanca 15 skákir, 4 urðu jafntefli, en 3 tapaði hann. Einn af þeim þrem- ur, sem sigruðu hann, var Eggert Guð- mundsson Gilfer, þó aðeins 19 ára að alari. KOMIÐ A GLUGGA Kvöld eitt eftir dagsétur bar svo við á heimili foreldra minna, að í stað þess að guða á glugga með venju- legum hætti, var þetta kveðið með draugalegri þrumurödd: Seint á kveldin sækir að sá er húsum ríður. Ari komdu út á hlað, afturgangan bíður. Ari þekkti þegar röddina og fór út að fagna bróður sínum. — (Steiner. Arason)..

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.