Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5 Nýtt afrek lœknislistarinnar: Doufir fá heyrn M E Ð skilningarvitunum kemst maðurinn í samband við umhverfi sitt, og þau eru merkileg. Sjón og heyrn koma þannig fram, að augu og eyru breyta þeim áhrifum, er þau verða fyrir, í rafmagnsbylgjur sem berast með taugum til heilans og framkallast þar. Gerð hafa verið mörg rafmagns- tæki, sem vinna á mjög svipaðan hátt. Þau breyta utanaðkomandi áhrifum, t. d. breytingum á loft- þyngd og hita, í rafmagnsbylgjur. Og hljóðneminn vendir breytileg- um hljóðbylgjum í breytilegan raf- straum. Þess vegna kom mönnum til hugar hvort rafstraumur gæti ekki bætt úr, þegar heyrn eða sjón bilar. é Nú er þetta orðin staðreynd. í læknadeild háskólans í París hafa verið gerðar margar tilraunir á dýrum, og árangurinn er sá, að nú Alaska fer sívaxandi og eins tekj- urnar af honum, þær voru 29 milj- ónir dollara árið 1957. Það er eðlilegt að ferðamenn sæki þangað. Landið er stórbrotið og fagurt. Þar eru himinhá fjöil og skínandi jöklar, þar eru ótelj- andi frjóvsamir dalir og skógar miklir. Þar eru straumharðar laxár og fögur fjallavötn. Þar er mikill jarðhiti, svo sem í „þúsundreykja- dal“, sem dregur nafn sitt af því að þar eru gufustrókarnir upp af hverum óteljandi. Það er bezt að ljúka þessaxi stuttu frásögn með orðum frú Evelyn Stefánsson, konu dr. Vil- hjálms Stefánssonar: „Alaska er undarlegt land. Þar ægir saman ævafornum þjóðháttum Eskimóa og Indíána annars vegar og gull- vinnslu og fiskveiðum með nýtízku tækni hins vegar. Þar vaxa jarðar- ber fast upp að jökulrótum, og þar eru hundasleðar og flugvélar notað jöfnum höndum. Utanborðshreyfl- ar eru settir í skinnbáta, sem hafa haldist óbreyttir að gerð í þúsund hefir heyrnarlaus maður fengið „rafmagnseyra“. Tilraunirnar Til skamms tíma hafði tauga- læknum aðeins tekist að örfa taug- ar með því að setja þær í samband við rafmagnsstraum eftir upp- skurð. Rafleiðsla var sett 1 sam- band við taugina. Sárið var látið gróa og rafstraumi síðan hleypt á, en það vildi ekki blessast. Þá var það að prófessor André Djourno við háskólann í París kom til hugar að reynandi væri að koma rafmagnsleiðslu fyrir í holdi og tengja við taug — örlitlum vírvafn- ingum utan um segul. Holdið er góður leiðari, og þótt þetta litla tæki væri á kafi í því, gat það tekið við straum utan frá. Hann gerði margar tilraunir. Hann kom örlitlum aðleiðslutækj- um fyrir í holdi kanínu og froska og tengdi við taugar. Þegar þetta tæki fekk svo straum utan frá, gerðu dýrin ýmsar ósjálfráðar hreyfingar, sem sýndu að taugin hafði komið einhverjnm skilaboð- um á framfæri. Prófessor Djourno varð að ganga úr skugga um, að dýrin hefði ekkert mein af þessu, áður en farið væri að gera tilraun- ir á mönnum. Hann hafði þetta aðleiðslutæki um tveggja ára skeið 1 kanínu, og gerði margar tilraunir á henni. Síðan var kanínunni slátrað og nákvæm „líkskoðun“ gerð á henni. Kom þá í ljós að hún hafði ekki haft hið minnsta mein af tækinu. Við lömun og kirtlastarfsemi Ýmislegt kemur til greina þegar hægt er að örfa taugar með raf- straum. Fyrir lömunarsjúkling get- ur það haft mikla þýðingu ef hægt er að koma lömuðum vöðva til þess að starfa. Þá væri og mikils um vert, ef hægt væri að koma að-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.