Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 6
118 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FLUGSLYS OG ORSAKIR ÞEIRRA FYRIR skemmstu vildi það til, er amerísk flugvél, Boeing-707, var á leið frá París til Lundúna, að hreyfill losnaði og þeyttist út úr flugvélinni. Þrátt fyrir þetta ó- happ komst flugvélin til Lundúna og gat lent þar heilu og höldnu. Nákvæm rannsókn mun fara fram á því, með hverjum hætti þetta gat orðið. Svo er jafnan þeg- ar flugslys ber að höndum. Allar þjóðir heims, nema Rússar, hafa með sér samning um skjóta rann- sókn, og skal hver þjóð styðja aðra eftir mætti við slíka rannsókn. í flestum löndum eru það samgöngu- málaráðuneytin, sem eiga að sjá um að rannsókn sé hafin. En oftast nær eru alþjóðasérfræðingar kall- aðir á vettvang, og auk þess full- trúar frá vátryggjendum flugvél- arinnar og eigendum hennar. En í hvert skipti sém rannsókn fer fram, rifjast upp sögur af eldri slysum. Skal hér nokkurra getið. Slys í frumskógi. Boeing 202 „stratocruiser" lagði á stað frá Rio de Janeiro og var ferðinni heitið til New York. Níu manna áhöfn var á flugvélinni og 41 farþegi. Veður var bjart og fag- urt. Flugvélin rann fagurlega á loft og strykaði upp í 18.000 feta hæð, en í þeirri hæð var henni ætlað að fljúga. Undir sólarlag var hún stödd yfir þéttum frumskógi og lítt könnuðum. Fram að því hafði ferðalagið gengið ágætlega og hún hafði stöðugt samband við stöðvar á jörð niðri. En skyndilega þagnaði hún og heyrðist ekki fram- ar til hennar — ekki einu sinni nein skilaboð um að hún væri í hættu. Hún „hvarf" bókstaflega. Hvað gat valdið þessu? Var það einhver bilun í flugvélinni sjálfri, eða var hér um skemmd- arverk að rasða? Þetta þurfti að rannsakast hið allra fyrsta, en það var ekkí hlaup- ið að því að komast á slysstaðinn, og var þar við marga örðugleika að etja, eins og bezt má sjá á fyr- irskipunum þeim, sem rannsóknar- mennirnir fengu. Þeim var skipað að vera vel vopnaðir og hafa engin afskipti af hinum viltu Chiapos Indíánum, sem eru á þessum slóð- um, nema því aðeins að Indíánarnir gerðu árás, þá skyldu beir skjóta á þá. Þeim var skipað að halda altaf hópinn og gæta þess að eng- inn yrði hópnum viðskila. Þeir skyldi altaf vera vel á verði gagn- vart skógarbjörnum, hlébörðum, jagúarum, eiturslöngum og öðrum skaðræðisskepnum í frumskógin- um. Þeir skyldu búa sig svo vel, að föt þeirra rifnuðu ekki á þyrn- um og þistlum. Eftir tveggja mánaða ferðalag og ótrúlega erfiðleika komust rannsóknamennirnir að lokum á slysstaðinn, en þá voru sumir þeirra veikir af hitasótt. Þeir fundu flugvélabrotin og sáu á trjánum þar um kring, að flug- vélin hafði fallið lóðrétt til jarð- ar. Þar hafði eldur komið upp í henni og brætt belginn, svo að ekki voru eftir nema kögglar af bráðnuðum málmi. Indíánar höfðu fundið flugvélarhræið og rænt ýmsu þaðan. Rannsóknamennirnir báru sam- an á einn stað öll þau brot úr flug- vélinni, sem þeir gátu fundið, og voru að því í marga daga. En þá söknuðu þeir eins hreyfilsins. Þeir komust því að þeirri niðurstöðu, að þessi hreyfill hefði rifið sig lausan, en við það hefði flugmenn- irnir misst stjórn á vélinni og hún stungist beint til jarðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.